Stöð 2 Sport
Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Keflavíkur og FH í Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 19.00 er svo komið að leik Íslandsmeistara Breiðabliks og KR í sömu deild. Að þeim leik loknum, klukkan 21.15, er Stúkan á dagskrá.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 12.50 er leikur Empoli og Monza í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, á dagskrá. Klukkan 15.50 er nágrannaslagur Torino og Juventus í sömu deild á dagskrá. Gestirnir máttu þola neyðarlegt tap í Meistaradeild Evrópu í vikunni og þurfa á sigri að halda. Klukkan 18.35 hefst útsending frá leik Atalanta og Sassuolo í sömu deild.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 18.35 mætast Baxi Manresa og Barca í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 13.50 er leikur Fram og Hauka í Olís deild kvenna í handbolta á dagskrá. Klukkan 16.50 er leikur liðanna í 2. og 3. sæti Bestu deildar karla, Víkings og KA, á dagskrá.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 11.30 er Andalucía Masters í golfi á dagskrá, mótið er hluti af DP World-mótaröðinni. Klukkan 16.00 er komið að Aramco Team Series – New York mótinu í golfi, það er hluti af LET-mótaröðinni. Klukkan 03.00 er ZOZO-meistaramótið í golfi á dagskrá, það er hluti af PGA-mótaröðinni.
Stöð 2 Esport
Klukkan 16.45 er Ljósleiðaradeildin á dagskrá en þar er keppt í tölvuleiknum Counter-Strike:Global Offensive.
Besta rásin
Klukkan 13.50 er fallbaráttuslagur Leiknis Reykjavíkur og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta á dagskrá.