Fær ekki krónu eftir árekstur við kanínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2022 18:08 Kanínur og hjólreiðar fara ekki endilega vel saman. Getty Hjólreiðamaðurinn Hlöðver Bernharður Jökulsson hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja bætur úr ábyrgðatryggingu Reykjavíkurborgar vegna slyss sem varð er Hlöðver hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum og slasaðist nokkuð. Óhappatilvik var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Hlöðver ræddi slysið í Fréttablaðinu árið 2016 þar sem hann lýsti atvikinu og afleiðingum þess. Þar sagðist hann hafa verið að hjóla til vinnu einn föstudagsmorgun. Leið hans lá um Elliðaárdalinn. Þar hjólaði hann á kanínu sem var á stígnum. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ sagði Hlöðver í viðtali við Fréttablaðið. Hann sat uppi með brotin rifbein, samfallið lunga og sprungu á herðablaðinu. Í viðtalinu sagði Hlöðver að hann teldi að Reykjavíkurborg þyrfti að grípa til aðgerða vegna mikils fjölda kanína á svæðinu. Höfðaði hann einnig dómsmál í fyrra til að sækja skaðabætur úr ábyrgðatryggingu Reykjavíkurborgar vegna slyssins. Dómur í málinu var kveðinn upp í byrjun síðasta mánaðar. Taldi borgina bera ábyrgð Í stuttu máli taldi Hlöðver að Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á því líkamastjóni sem hann varð fyrir vegna slyssins. Aðstæður á hjólastígnum hafi verið óviðunandi, afar slæm lýsing hafi verið á stígnum auk þess sem að rekja mætti slysið til þess að kanína hljóp í veg fyrir Hlöðver. Elliðaárdalur.Vísir/Vilhelm Borgaryfirvöld hafi í mörg ár verið meðvituð um kanínufaraldur á svæðinu, en ekki aðhafst fyrr en eftir slysið og fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar þess. Töldu ósannað að kanína hafi valdið slysinu Sjóvá-Almennar, tryggingafélag Reykjavíkurborgar, hafnaði skaðabótaskyldu í málinu. Í fyrsta lagi væri ósannað að kanína hafi valdið slysinu auk þess sem að svo væri gæti borgin ekki veri ábyrg fyrir hegðun villtra dýra. Þá væri einnig ósannað að léleg lýsing hafi átt þátt í slysinu. Um óhappatilvik hafi verið að ræða í skilningi skaðabótaréttar, þar sem fram komi að enginn beri skaðabótaábyrgð á slíkum tlvikum. Erfitt fyrir borgina að koma í veg fyrir að villt dýr noti göngu- og hjólreiðastíga Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að málsaðilar og dómarar hafi farið í vettvangsskoðun á slysstað. Þar kemur fram að samkvæmt henni, og gögnum málsins, verði ekki séð að sérstök hætta hafi verið að slys verði á svæðinu vegna skorts á lýsingu. Kanína í Elliðaárdal.Vísir/Vilhelm Varðandi kanínur á svæðinu segir að ljóst sé að Reykjavíkurborg hafi verið meðvituð um að kanínu héldu til á svæðinu og gætu valdið truflunum fyrir hjólreiðamenn. Horfa þyrfti þó til þess að um villt dýr væri að ræða. Ekki væri séð að einfalt hafi verið fyrir borgina að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að kanínur eigi leið um göngu- og hjólreiðastíga borgarinnar. Því sé ekki hægt að draga borgina til ábyrgðar vegna hegðunar kanínunnar. Taldi dómurinn því að ekki væri hægt að rekja slysið til atvika sem Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á, heldur væri um að ræða óhappatilvik. Var því tryggingarfélagið sýknað af kröfu Hlöðvers. Hjólreiðar Dýr Dómsmál Reykjavík Tryggingar Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Hjólamaðurinn átti að passa sig á kanínunni segja dýravinir Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. 11. október 2016 16:00 Kanínuplága í borginni: Skotvopn yrðu notuð í fækkunaraðgerðum Mælt er með umfangsmiklum fækkunaraðgerðum gegn kanínum á höfuðborgarsvæðinu og ef til kemur verður notast við skotvopn. Ítrekað hefur legið við slysum í umferðinni vegna kanína. 2. febrúar 2014 18:56 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Hlöðver ræddi slysið í Fréttablaðinu árið 2016 þar sem hann lýsti atvikinu og afleiðingum þess. Þar sagðist hann hafa verið að hjóla til vinnu einn föstudagsmorgun. Leið hans lá um Elliðaárdalinn. Þar hjólaði hann á kanínu sem var á stígnum. „Þetta gerist allt svo snöggt og ég man bara að ég skell á trénu og hendist aftur á bak og svo bara dofna ljósin hægt og rólega af því að ég næ ekki andanum,“ sagði Hlöðver í viðtali við Fréttablaðið. Hann sat uppi með brotin rifbein, samfallið lunga og sprungu á herðablaðinu. Í viðtalinu sagði Hlöðver að hann teldi að Reykjavíkurborg þyrfti að grípa til aðgerða vegna mikils fjölda kanína á svæðinu. Höfðaði hann einnig dómsmál í fyrra til að sækja skaðabætur úr ábyrgðatryggingu Reykjavíkurborgar vegna slyssins. Dómur í málinu var kveðinn upp í byrjun síðasta mánaðar. Taldi borgina bera ábyrgð Í stuttu máli taldi Hlöðver að Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á því líkamastjóni sem hann varð fyrir vegna slyssins. Aðstæður á hjólastígnum hafi verið óviðunandi, afar slæm lýsing hafi verið á stígnum auk þess sem að rekja mætti slysið til þess að kanína hljóp í veg fyrir Hlöðver. Elliðaárdalur.Vísir/Vilhelm Borgaryfirvöld hafi í mörg ár verið meðvituð um kanínufaraldur á svæðinu, en ekki aðhafst fyrr en eftir slysið og fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar þess. Töldu ósannað að kanína hafi valdið slysinu Sjóvá-Almennar, tryggingafélag Reykjavíkurborgar, hafnaði skaðabótaskyldu í málinu. Í fyrsta lagi væri ósannað að kanína hafi valdið slysinu auk þess sem að svo væri gæti borgin ekki veri ábyrg fyrir hegðun villtra dýra. Þá væri einnig ósannað að léleg lýsing hafi átt þátt í slysinu. Um óhappatilvik hafi verið að ræða í skilningi skaðabótaréttar, þar sem fram komi að enginn beri skaðabótaábyrgð á slíkum tlvikum. Erfitt fyrir borgina að koma í veg fyrir að villt dýr noti göngu- og hjólreiðastíga Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að málsaðilar og dómarar hafi farið í vettvangsskoðun á slysstað. Þar kemur fram að samkvæmt henni, og gögnum málsins, verði ekki séð að sérstök hætta hafi verið að slys verði á svæðinu vegna skorts á lýsingu. Kanína í Elliðaárdal.Vísir/Vilhelm Varðandi kanínur á svæðinu segir að ljóst sé að Reykjavíkurborg hafi verið meðvituð um að kanínu héldu til á svæðinu og gætu valdið truflunum fyrir hjólreiðamenn. Horfa þyrfti þó til þess að um villt dýr væri að ræða. Ekki væri séð að einfalt hafi verið fyrir borgina að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir að kanínur eigi leið um göngu- og hjólreiðastíga borgarinnar. Því sé ekki hægt að draga borgina til ábyrgðar vegna hegðunar kanínunnar. Taldi dómurinn því að ekki væri hægt að rekja slysið til atvika sem Reykjavíkurborg bæri ábyrgð á, heldur væri um að ræða óhappatilvik. Var því tryggingarfélagið sýknað af kröfu Hlöðvers.
Hjólreiðar Dýr Dómsmál Reykjavík Tryggingar Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Hjólamaðurinn átti að passa sig á kanínunni segja dýravinir Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. 11. október 2016 16:00 Kanínuplága í borginni: Skotvopn yrðu notuð í fækkunaraðgerðum Mælt er með umfangsmiklum fækkunaraðgerðum gegn kanínum á höfuðborgarsvæðinu og ef til kemur verður notast við skotvopn. Ítrekað hefur legið við slysum í umferðinni vegna kanína. 2. febrúar 2014 18:56 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00
Hjólamaðurinn átti að passa sig á kanínunni segja dýravinir Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. 11. október 2016 16:00
Kanínuplága í borginni: Skotvopn yrðu notuð í fækkunaraðgerðum Mælt er með umfangsmiklum fækkunaraðgerðum gegn kanínum á höfuðborgarsvæðinu og ef til kemur verður notast við skotvopn. Ítrekað hefur legið við slysum í umferðinni vegna kanína. 2. febrúar 2014 18:56
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent