„Við vorum frábærir í fyrri hálfleik“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 16. október 2022 19:45 Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann 3-1 sigur á Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld og tryggði sér því öruggt sæti í Bestu deildinni að ári. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var gríðarlega sáttur í leikslok. „Tilfinningin er góð. Við erum hrikalega kátir með leikinn og sérstaklega frammistöðuna í fyrri hálfleik þar sem að við lögðum grunninn að þessum sigri. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ég verð að gefa öllum klefanum og strákunum þvílíkt credit að fara inn í þessa úrslitakeppni og það eru komnir þrír leikir og þrír sigrar. Það er þvílíkur karakter í liðinu og kraftur og stemmning. Nú er bara eitt markmið eftir og það er að klára síðustu tvo leikina og vinna alla leikina í þessari keppni.“ Hermann gerði breytingu á sínu liði fyrir leikinn og spilaði með fimm manna vörn, setti Sigurð Arnar á miðjuna sem var gríðarlega öflugur og skoraði tvö mörk. „Við vorum að reyna stoppa þá svolítið í skyndisóknunum sínum og eins og ég segi þá eru þeir með sterkt sóknarlið og við vildum fyrst og fremst stoppa það og leggja grunn að því að vera sterkari að pressa þá og vinna boltann hátt á vellinum, það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik. Það var svona aðal uppleggið í þessu, að stoppa þá hátt á vellinum.“ Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir ÍBV og þurftu þeir því að skipuleggja sig betur og standa varnarleikinn vel. „Það fór rosa orka og kraftur í þetta. Þú verður ekki jafn djarfur í pressunni og droppar aðeins. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og þeir eru góðir í því. Þá þurftum við að vera skipulagðir og sterkir til baka sem heppnaðist að megninu til. Það var bara að reyna að sjá sigurinn í höfn.“ Hermann segir strákana stefna á að vinna þessa úrslitakeppni. Þeir hafa nú þegar unnið alla þrjá leikina og því aðeins tveir eftir. „Við ætlum að halda þessum dampi. Við ætlum að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og vinna þessa úrslitakeppni. Við erum með það markmið og vorum með það fyrir hana. Við erum komnir með þrjá sigra í þremur og okkur líður vel. “ Besta deild karla Íslenski boltinn ÍBV Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
„Tilfinningin er góð. Við erum hrikalega kátir með leikinn og sérstaklega frammistöðuna í fyrri hálfleik þar sem að við lögðum grunninn að þessum sigri. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik og ég verð að gefa öllum klefanum og strákunum þvílíkt credit að fara inn í þessa úrslitakeppni og það eru komnir þrír leikir og þrír sigrar. Það er þvílíkur karakter í liðinu og kraftur og stemmning. Nú er bara eitt markmið eftir og það er að klára síðustu tvo leikina og vinna alla leikina í þessari keppni.“ Hermann gerði breytingu á sínu liði fyrir leikinn og spilaði með fimm manna vörn, setti Sigurð Arnar á miðjuna sem var gríðarlega öflugur og skoraði tvö mörk. „Við vorum að reyna stoppa þá svolítið í skyndisóknunum sínum og eins og ég segi þá eru þeir með sterkt sóknarlið og við vildum fyrst og fremst stoppa það og leggja grunn að því að vera sterkari að pressa þá og vinna boltann hátt á vellinum, það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik. Það var svona aðal uppleggið í þessu, að stoppa þá hátt á vellinum.“ Staðan var 3-0 í hálfleik fyrir ÍBV og þurftu þeir því að skipuleggja sig betur og standa varnarleikinn vel. „Það fór rosa orka og kraftur í þetta. Þú verður ekki jafn djarfur í pressunni og droppar aðeins. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og þeir eru góðir í því. Þá þurftum við að vera skipulagðir og sterkir til baka sem heppnaðist að megninu til. Það var bara að reyna að sjá sigurinn í höfn.“ Hermann segir strákana stefna á að vinna þessa úrslitakeppni. Þeir hafa nú þegar unnið alla þrjá leikina og því aðeins tveir eftir. „Við ætlum að halda þessum dampi. Við ætlum að fara í hvern einasta leik til þess að vinna hann og vinna þessa úrslitakeppni. Við erum með það markmið og vorum með það fyrir hana. Við erum komnir með þrjá sigra í þremur og okkur líður vel. “
Besta deild karla Íslenski boltinn ÍBV Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍBV 1-3 | Bæði lið í fínum málum Fram tók á móti ÍBV í þriðju umferð neðri hluta Bestu-deildar karla í fótbolta í dag. Það var mikið undir fyrir ÍBV sem þurfti sigur til að vera öruggt frá fallsæti. ÍBV byrjaði leikinn töluvert betur og leiddu 3-0 yfir í hálfleik. Framarar minkuðu muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til og 3-1 sigur ÍBV staðreynd. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. október 2022 19:00