Klopp hrósað fyrir að finna „nýja“ stöðu fyrir endurnærðan Mo Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 10:30 Jrgen Klopp gefur Mohamed Salah fyrirmæli í leiknum á móti Manchester City. AP/Jon Super Liverpool liðið minnti á sig með sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og það sem meira er að liðið þurfti bara að skora eitt mark til að ná öllum þremur stigunum í hús. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfti að finna leiðir til að kveikja á sínu liði sem hafði virkað þreytt og kraftlítið síðustu vikur. Sigrarnir voru mjög fáir og vörnin hriplek. Fyrir vikið var Liverpool í neðri hluta deildarinnar og Klopp búinn að gefa alla titilbaráttu upp á bátinn. Eftir tap á móti toppliði Arsenal um síðustu helgi varð vikan miklu betri eftir stórsigur í Meistaradeildinni og svo sigur á meisturum Manchester City í gær. Það voru uppi vangaveltur um að Klopp og um leikmenn hans væru brunnir út en þeir vöknuðu úr þeim dvala á Anfield í gær. Klopp var líka hrósað fyrir taktíkina sína í leiknum á móti City en alls ekki fyrir hegðun sína sem endaði með að hann var sendur í sturtu. Knattspyrnusérfræðingur Guardian fór yfir leikinn og þá sérstaklega „nýja“ leikstöðu Mohamed Salah. Mohamed Salah hefur verið ólíkur sjálfum sér á tímabilinu og umræðan hefur verið mikil um hversu liðið (og kannski hann) saknar þess að hafa Sadio Mane ekki lengur í liðinu. Klopp byrjaði með hann á bekknum í Meistaradeildinni í vikunni en Salah svaraði með því að skora þrennu á rétt rúmum sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Í gær var síðan komið að því að færa Salah til á vellinum til að auðvelda honum að komast í boltann og inn í leikinn. Það voru reyndar tvær tilfærslur á ferðinni sem sérfræðingur Guardian benti á. Klopp færði Salah af hægri vængnum og upp á topp. Hann var þó ekki þessi venjulega nía og hann var heldur ekki fölsk nía. Kannski frekar ein hvers konar Salah-nía. Salah fékk nefnilega að valsa frjáls um til að koma sér sem mest í boltann til að finna sér pláss á milli miðvarðanna. Það kallaði á aðra breytingu því um leið hliðraði Klopp aðeins til í 4-2-3-1 kerfinu með því að hafa Harvey Elliott hægra megin á miðjunni. Elliott fór stundum út á kant en fór stundum inn á miðjuna sem gaf Salah tækifæri í sinni þekktustu stöðu. Liverpool endaði á því að vinna leikinn á marki Mo Salah. Hér má lesa meira um þessa greiningu Guardian. Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfti að finna leiðir til að kveikja á sínu liði sem hafði virkað þreytt og kraftlítið síðustu vikur. Sigrarnir voru mjög fáir og vörnin hriplek. Fyrir vikið var Liverpool í neðri hluta deildarinnar og Klopp búinn að gefa alla titilbaráttu upp á bátinn. Eftir tap á móti toppliði Arsenal um síðustu helgi varð vikan miklu betri eftir stórsigur í Meistaradeildinni og svo sigur á meisturum Manchester City í gær. Það voru uppi vangaveltur um að Klopp og um leikmenn hans væru brunnir út en þeir vöknuðu úr þeim dvala á Anfield í gær. Klopp var líka hrósað fyrir taktíkina sína í leiknum á móti City en alls ekki fyrir hegðun sína sem endaði með að hann var sendur í sturtu. Knattspyrnusérfræðingur Guardian fór yfir leikinn og þá sérstaklega „nýja“ leikstöðu Mohamed Salah. Mohamed Salah hefur verið ólíkur sjálfum sér á tímabilinu og umræðan hefur verið mikil um hversu liðið (og kannski hann) saknar þess að hafa Sadio Mane ekki lengur í liðinu. Klopp byrjaði með hann á bekknum í Meistaradeildinni í vikunni en Salah svaraði með því að skora þrennu á rétt rúmum sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Í gær var síðan komið að því að færa Salah til á vellinum til að auðvelda honum að komast í boltann og inn í leikinn. Það voru reyndar tvær tilfærslur á ferðinni sem sérfræðingur Guardian benti á. Klopp færði Salah af hægri vængnum og upp á topp. Hann var þó ekki þessi venjulega nía og hann var heldur ekki fölsk nía. Kannski frekar ein hvers konar Salah-nía. Salah fékk nefnilega að valsa frjáls um til að koma sér sem mest í boltann til að finna sér pláss á milli miðvarðanna. Það kallaði á aðra breytingu því um leið hliðraði Klopp aðeins til í 4-2-3-1 kerfinu með því að hafa Harvey Elliott hægra megin á miðjunni. Elliott fór stundum út á kant en fór stundum inn á miðjuna sem gaf Salah tækifæri í sinni þekktustu stöðu. Liverpool endaði á því að vinna leikinn á marki Mo Salah. Hér má lesa meira um þessa greiningu Guardian.
Enski boltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira