Yfirlýsing ÍBV: Ætlaðir ljótir hlutir og undir því ætlum við ekki að sitja Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2022 15:34 Eyjakonur átu góðu gengi að fagna í sumar og stóðu sig mun betur en spár gerðu ráð fyrir. VÍSIR/BÁRA Knattspyrnuráð ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ráðið hafnar alfarið ásökunum um að aðbúnaði kvennaliðs félagsins hafi með ýmsum hætti verið ábótavant á nýafstaðinni leiktíð. Þórhildur Ólafsdóttir, sem er uppalinn leikmaður ÍBV, sendi frá sér pistil um helgina þar sem hún lýsti því yfir að hún væri hætt að spila fyrir liðið vegna umgjarðarinnar í kringum liðið, sem væri alls ekki sú sama og hjá karlaliðinu. „Í pistlinum er farið mikinn um áhuga og metnað okkar fyrir kvennaknattspyrnu ÍBV og okkur ætlaðir ljótir hlutir. Undir því ætlum við ekki að sitja,“ segir í yfirlýsingu ÍBV sem sjá má hér að neðan. Í sama pistli sagði Þórhildur frá því að eiginmaður sinn, Jonathan Glenn, hefði óvænt verið rekinn eftir eitt ár sem þjálfari liðsins. Glenn tók undir ásakanir Þórhildar í viðtali við Vísi í dag og sagði frá því að hann hefði einfaldlega fengið tölvupóst þar sem honum var tjáð að ÍBV ætlaði að leita annað eftir nýjum þjálfara. Í yfirlýsingu knattspyrnuráðs ÍBV kemur ekki fram hverjar ástæðurnar eru fyrir því að ákveðið var að láta Glenn fara en tekið fram að hann hafi staðið sig vel, ÍBV hafi spilað vel undir hans stjórn og stigasöfnunin verið góð. ÍBV endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar en var aðeins fjórum stigum frá verðlaunasæti, eftir að hafa verið spáð fallbaráttu. „Við gáfum honum tækifæri á að þjálfa í Meistaraflokki í efstu deild og sjáum ekki eftir því, þótt ekki hafi verið áhugi á áframhaldandi samstarfi. Margir sjá eðlilega eftir Glenn og sjálfum þykir okkur leitt að þetta hafi ekki gengið upp,“ segir í yfirlýsingunni. Hafi víst fengið máltíðir á leikdegi Þar er í löngu máli öllum ásökunum Þórhildar og Glenn hafnað, varðandi meint metnaðar- og áhugaleysi gagnvart kvennaliði ÍBV. Sneru þær ásakanir meðal annars að því að ráðning aðstoðarþjálfara hefði dregist og markmannsþjálfari félagsins verið ráðinn í starfið, sami sjúkraþjálfari ekki verið með liðinu allt tímabilið, liðið hefði ferðast í of litlum rútum, og að liðið ætti ekki að fá máltíð á leikdegi. Í yfirlýsingunni segir að Glenn hafi alltaf haft aðstoðarmann á æfingum, og að eftir ráðningu markmannsþjálfara í stað aðstoðarþjálfara hafi kvennaliðið alltaf verið í forgangi hjá honum fram yfir karlaliðið. Kvennaliðið hafi fengið máltíðir á leikdegi eins og óskað var eftir, sami sjúkraþjálfari fylgt liðinu í 11 af 18 leikjum og fyllt í hans skarð í þeim útileikjum sem upp á vantaði, og rútumálin hjá ÍBV verið „skrautleg“ hjá karlaliðinu rétt eins og kvennaliðinu. Fleiri mál eru tíunduð í yfirlýsingunni. Þá segir í yfirlýsingunni að knattspyrnuráð ÍBV ætli að óska eftir samtali við aðalstjórn félagsins um hvort að verkferlar ráðsins samræmist jafnréttisstefnu félagsins og ÍSÍ. Yfirlýsingu knattspyrnuráðs ÍBV má lesa hér að neðan. Yfirlýsing vegna umræðu um kvennafótbolta í Vestmannaeyjum Um helgina birtist grein þar sem tveimur málum var flettað saman, annars vegar að ÍBV hafi rift samningi við Jonathan Glenn og svo fylgja miklar lýsingar á stöðu kvennafótboltans í Vestmannaeyjum. Rétt er að ÍBV rifti samningi við Glenn og er slíkt ekki gert í gamni. Glenn stóð sig vel með liðið. Stigasöfnun var góð, liðið spilaði oft og tíðum góðan fótbolta og getur hann gengið sáttur með sig frá borði. Uppsagnarákvæði var svo nýtt eins og gengur og gerist. Í pistlinum er farið mikinn um áhuga og metnað okkar fyrir kvennaknattspyrnu ÍBV og okkur ætlaðir ljótir hlutir. Undir því ætlum við ekki að sitja. Í júní 2019 var stofnað nýtt knattspyrnuráð karla hjá ÍBV. Þegar ráðið hafði starfað í um ár fór aðalstjórn félagsins á leit við karlaráðið að ráðin yrðu sameinuð, þ.e. kvenna- og karlaráð í eitt ráð. Þar sem við vorum tiltölulega ný treystum við okkur ekki í fleiri verkefni á þeim tímapunkti, þrátt fyrir að ráðsmenn hefðu mikinn áhuga á kvennafótboltanum og mættum við flest á alla leiki í Vestmannaeyjum og sum hver á marga útileiki einnig. Eftir tímabilið 2021 voru svo blikur á lofti í umgjörð kvennaliðsins, fólk að hætta í ráðinu og funduðum við með þeim og aðalstjórn. Ekkert þeirra sem hafði verið í knattspyrnuráði kvenna vildi halda áfram í nýrri stjórn en mörg hver lýstu yfir áhuga á að sinna verkefnum fyrir liðið. Úr varð að eitt knattspyrnuráð hóf störf og vildi halda áfram því góða starfi sem hafði verið í kvennaboltanum í Eyjum. Þau sem áður höfðu starfað sem stjórnarfólk eiga miklar þakkir skildar. Þegar þarna er komið við sögu er enginn þjálfari, sjúkraþjálfari, liðsstjóri, framkvæmdastjóri, aðstoðarþjálfari, markmannsþjálfari o.s.frv. Autt blað. Og eins og oft er hjá stjórnum er slíkt bæði erfitt og spennandi. Glenn hóf störf í nóvember. Leit hófst að aðstoðarþjálfara en þarna var Glenn með þjálfara frá félaginu með sér á öllum æfingum og í öllum leikjum þar til aðstoðarþjálfari var svo ráðinn. Í eitt skiptið þegar Glenn stakk upp á ákveðnum aðstoðarþjálfara var honum svarað hvort væri ekki betra að reyna að finna einhvern sem þekkir klúbbinn eða deildina. Það gekk svo ekki en markmannsþjálfari félagsins, Mikkel, var ráðinn aðstoðarþjálfari Glenn að hans ósk. Ljóst var að einhverjir árekstrar kynnu að verða en kvennaliðið gekk fyrir. Í einhverjum tilfellum var Mikkel ekki í leikjum karlaliðsins, þar sem hann var með kvennaliðinu. Aldrei öfugt. Þess má geta að um svipað leiti hóf þjálfari karlaliðsins störf og var hann lengi vel ekki með aðstoðarþjálfara með sér á æfingum. Ráðning á sjúkraþjálfara gekk hægt. Áður en frá henni var gengið höfðu leikmenn kvennaliðsins aðgang að sjúkraþjálfara karlaliðsins milli æfinga. Þegar sjúkraþjálfari var svo ráðinn sagðist hún ekki hafa tök á að fara í alla útileiki. Hún var hins vegar sjúkraþjálfari í 11 af 18 leikjum liðsins í deild og þegar hún var ekki var fenginn annar og alltaf reynt fyrst við þann sem þekkti liðið hvað mest. Sjúkraþjálfari okkar var mjög góð viðbót í móralinn og umgjörðina í kringum liðið. Ráðsmaður leitaði svo til vinkonu sinnar með að verða liðsstjóri. Karlaliðið hefur ekki haft liðsstjóra en höfum við leyst ákveðin verkefni með leikmönnum sem hafa verið utan hóps eða glímt við meiðsli og viljað hlutverk. Við vildum gera betur kvennamegin og sló þessi vinkona til og hefur sinnt liðsstjórastarfinu af mikilli gleði og fagmennsku og bætt umgjörð liðsins. Með liðinu hefur verið mentor. Mentorinn hefur það hlutverk að erlendir leikmenn geta leitað til hennar með hvað sem er. Hefur hún reglulega haldið fyrir þær matarboð og er mikilvægur hluti af umgjörðinni. Karlaliðið hefur enn ekki mentor. Í vetur var ákveðinn pirringur hjá liðunum vegna fatnaðar sem skilaði sér seint og illa. Átti það við um bæði lið og var ekkert sem við gátum gert í því. Aðstæður voru þannig að byrgjastaða úti í heimi var ekki viðunandi vegna covid. Rútumál félagsins voru stundum skrautleg í ár. Kom það fyrir hjá báðum liðum að rútur skiluðu sér ekki eftir pöntun vegna mistaka samstarfsaðila. Einnig lenti karlaliðið í því að þurfa að fara á kálfum og keyrði þjálfari liðsins annan þeirra. En ábending kom um að ákveðin rúta gengi illa og var hún ekki pöntuð aftur. Ferðatilhögun er sú sama hjá liðunum okkar og má í því samhengi nefna flug til Akureyrar þegar þar er keppt. Slíkt hefur ekki alltaf verið í boði fyrir kvennaliðið síðustu ár. Nú liggur fyrir að ákveðin rúta hentar best og verður reynt að fá hana í alla leiki fyrir bæði lið. Daginn fyrir fyrsta leik kom í ljós að Glenn vildi að matur yrði fyrir heimaleiki. Slíkt hefur ekki verið hjá karlaliðinu og var framkvæmdastjóri ekki meðvitaður um þetta frekar en stjórn. Úr þessu var gert heilmikið mál og knattspyrnuráð sagt lítilsvirða leikmenn meistaraflokks kvenna. Þessu höfnuðum við og var matur fyrir alla leiki, heima og að heiman, fyrir kvennaliðið. Þetta þurfti ekki einu sinni umfjöllun hjá okkur, brugðist var strax við þegar við vissum að óskað væri eftir þessu sem hluta af umgjörð. Einnig er það svo að í samningum við 90% leikmanna karlaliðsins að þeir fái hádegismat á virkum dögum yfir sumarið. Slíkt hefur ekki tíðkast kvennamegin en breyting varð á í sumar. Hluta af sumri var boðið upp á þetta, sem var góð viðbót við umgjörðina. Fyrsti leikur karlaliðsins var gegn Val á Origo-vellinum. Þar var viðburður þar sem konum leikmanna var boðið í mat og fannst okkur þetta sniðugt. Gæti virkað vel hjá okkur sem samhristingur fyrir maka karlaliðsins og ákvað stjórn að sökum fárra maka í kvennaliðinu, líkast til vegna aldursmuns, væri heppilegra að bjóða leikmönnum kvennaliðsins að vera með partý og mat sem þær getu tekið maka sína í ef þær vildu. Það var svo á leikdegi fyrir fyrsta heimaleik karlaliðsins að tveir leikmenn svifu á formanninn mjög æstar og spurðu hvort það væri satt að við værum að bjóða mökum karlanna út að borða. Því var svarað játandi og þá hreytir annar leikmannanna út úr sér athugasemdum og ósanngjörnum fullyrðingum. Þegar reynt var að svara gengu leikmennirnir í burtu þrátt fyrir að kallað væri á eftir þeim. Hlutirnir voru síðan útskýrðir og þeim bent á að þær hefðu ekki hugmynd um hvað ráðið hygðist gera fyrir kvennaliðið. Annar leikmannanna sagði að þær hefðu bara verið að spyrja, en um það verðum við ekki sammála. Afsökunarbeiðni fylgdi reyndar frá öðrum leikmannanna eftir þetta sem tekið var og var mikil ánægja með partýið sem haldið var fyrir leikmenn kvennaliðsins og þá maka sem vildu mæta. Þess má geta að maturinn fyrir maka karlaliðsins kostaði ekki krónu, en deildin var styrkt um þennan viðburð og þarna höfðum við verið meistaraflokksráð fyrir kvennaliðið í nokkra mánuði. Þegar kom að EM pásunni var lið ÍBV í 4. sæti í deildinni og stigasöfnunin mjög góð. Fengnir voru tveir nýir leikmenn inn í liðið og mikið kapp lagt á að fá þann þriðja en það gekk ekki. Þá voru einnig vonir bundnar við leikmenn sem höfðu verið að glíma við meiðsli og ættu að koma sterkir inn eftir pásuna. Allir í stjórn voru sammála að með þessu áframhaldi væri hægt að komast enn ofar. Ef litið er á leikmannahópinn í sumar dylst engum að reynt var að ná árangri. Áður en ráðið tók að sér að sjá um meistaraflokk kvenna höfðu flestir stjórnarmanna verið mjög duglegir að mæta á leiki liðsins. Það jókst eðlilega þegar liðið var komið í okkar hendur, enda fjölmargt sem þarf að vinna við á leikjum.Við erum flest á öllum heimaleikjum og ekki er munur á hversu dugleg við erum að mæta útileiki karla- eða kvennaliðsins, nema þá kannski vegna þess að leikir karlaliðsins eru fleiri. Eitt af því sem tekið var upp í sumar var að samræma umgjörð á heimaleikjum. Í öllum leikjum hefur verið boðið upp á stuðningsmannakaffi í hálfleik og sama hvernig mætingin hefur verið, á hér við bæði kk og kvk, hefur verið kveikt upp í grillinu og seldir hamborgarar. Nákvæmlega sama umgjörð er á leikjum karla og kvenna. Einnig má nefna að umgjörðin um liðin á leikdegi þegar komið er á völlin er sú sama. Í samningi Glenn var uppsagnarákvæði sem við nýttum okkur. Við gáfum honum tækifæri á að þjálfa í Meistaraflokki í efstu deild og sjáum ekki eftir því, þótt ekki hafi verið áhugi á áframhaldandi samstarfi. Margir sjá eðlilega eftir Glenn og sjálfum þykir okkur leitt að þetta hafi ekki gengið upp. Við erum í þessu af heilum hug, viljum gjarnan fjölga fólki í vinnu í kringum liðin og sérstaklega varðandi kvennaboltann viljum við gera enn betur. Mörg skref voru stigin í ár og verða þau vonandi enn fleiri á næsta ári. Þess má geta að dætur ráðsmanna léku í sumar með Meistaraflokki, 2. flokki, 3. flokki og 4. flokki. Þetta á hug okkar og hjörtu og erum við það fólk í Eyjum sem höfum mestan áhuga á að verja frítíma okkar í að haldið sé hér úti góðri umgjörð um kvennalið í efstu deild í fótbolta. Í kjölfar pistils Þórhildar munum við óska eftir samtali við aðalstjórn um hvort að verkferlar okkar samræmist jafnréttisstefnu félagsins og ÍSÍ. Við óskum Glenn og Þórhildi velfarnaðar í því sem þau taka sér fyrir hendur og þökkum fyrir samstarfið. Knattspyrnuráð ÍBV Daníel Geir Moritz Guðrún Ágústa Möller Haraldur Bergvinsson Magnús Sigurðsson Óskar Jósúason Svanur Gunnsteinsson Örn Hilmisson ÍBV Besta deild kvenna Fótbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Þórhildur Ólafsdóttir, sem er uppalinn leikmaður ÍBV, sendi frá sér pistil um helgina þar sem hún lýsti því yfir að hún væri hætt að spila fyrir liðið vegna umgjarðarinnar í kringum liðið, sem væri alls ekki sú sama og hjá karlaliðinu. „Í pistlinum er farið mikinn um áhuga og metnað okkar fyrir kvennaknattspyrnu ÍBV og okkur ætlaðir ljótir hlutir. Undir því ætlum við ekki að sitja,“ segir í yfirlýsingu ÍBV sem sjá má hér að neðan. Í sama pistli sagði Þórhildur frá því að eiginmaður sinn, Jonathan Glenn, hefði óvænt verið rekinn eftir eitt ár sem þjálfari liðsins. Glenn tók undir ásakanir Þórhildar í viðtali við Vísi í dag og sagði frá því að hann hefði einfaldlega fengið tölvupóst þar sem honum var tjáð að ÍBV ætlaði að leita annað eftir nýjum þjálfara. Í yfirlýsingu knattspyrnuráðs ÍBV kemur ekki fram hverjar ástæðurnar eru fyrir því að ákveðið var að láta Glenn fara en tekið fram að hann hafi staðið sig vel, ÍBV hafi spilað vel undir hans stjórn og stigasöfnunin verið góð. ÍBV endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar en var aðeins fjórum stigum frá verðlaunasæti, eftir að hafa verið spáð fallbaráttu. „Við gáfum honum tækifæri á að þjálfa í Meistaraflokki í efstu deild og sjáum ekki eftir því, þótt ekki hafi verið áhugi á áframhaldandi samstarfi. Margir sjá eðlilega eftir Glenn og sjálfum þykir okkur leitt að þetta hafi ekki gengið upp,“ segir í yfirlýsingunni. Hafi víst fengið máltíðir á leikdegi Þar er í löngu máli öllum ásökunum Þórhildar og Glenn hafnað, varðandi meint metnaðar- og áhugaleysi gagnvart kvennaliði ÍBV. Sneru þær ásakanir meðal annars að því að ráðning aðstoðarþjálfara hefði dregist og markmannsþjálfari félagsins verið ráðinn í starfið, sami sjúkraþjálfari ekki verið með liðinu allt tímabilið, liðið hefði ferðast í of litlum rútum, og að liðið ætti ekki að fá máltíð á leikdegi. Í yfirlýsingunni segir að Glenn hafi alltaf haft aðstoðarmann á æfingum, og að eftir ráðningu markmannsþjálfara í stað aðstoðarþjálfara hafi kvennaliðið alltaf verið í forgangi hjá honum fram yfir karlaliðið. Kvennaliðið hafi fengið máltíðir á leikdegi eins og óskað var eftir, sami sjúkraþjálfari fylgt liðinu í 11 af 18 leikjum og fyllt í hans skarð í þeim útileikjum sem upp á vantaði, og rútumálin hjá ÍBV verið „skrautleg“ hjá karlaliðinu rétt eins og kvennaliðinu. Fleiri mál eru tíunduð í yfirlýsingunni. Þá segir í yfirlýsingunni að knattspyrnuráð ÍBV ætli að óska eftir samtali við aðalstjórn félagsins um hvort að verkferlar ráðsins samræmist jafnréttisstefnu félagsins og ÍSÍ. Yfirlýsingu knattspyrnuráðs ÍBV má lesa hér að neðan. Yfirlýsing vegna umræðu um kvennafótbolta í Vestmannaeyjum Um helgina birtist grein þar sem tveimur málum var flettað saman, annars vegar að ÍBV hafi rift samningi við Jonathan Glenn og svo fylgja miklar lýsingar á stöðu kvennafótboltans í Vestmannaeyjum. Rétt er að ÍBV rifti samningi við Glenn og er slíkt ekki gert í gamni. Glenn stóð sig vel með liðið. Stigasöfnun var góð, liðið spilaði oft og tíðum góðan fótbolta og getur hann gengið sáttur með sig frá borði. Uppsagnarákvæði var svo nýtt eins og gengur og gerist. Í pistlinum er farið mikinn um áhuga og metnað okkar fyrir kvennaknattspyrnu ÍBV og okkur ætlaðir ljótir hlutir. Undir því ætlum við ekki að sitja. Í júní 2019 var stofnað nýtt knattspyrnuráð karla hjá ÍBV. Þegar ráðið hafði starfað í um ár fór aðalstjórn félagsins á leit við karlaráðið að ráðin yrðu sameinuð, þ.e. kvenna- og karlaráð í eitt ráð. Þar sem við vorum tiltölulega ný treystum við okkur ekki í fleiri verkefni á þeim tímapunkti, þrátt fyrir að ráðsmenn hefðu mikinn áhuga á kvennafótboltanum og mættum við flest á alla leiki í Vestmannaeyjum og sum hver á marga útileiki einnig. Eftir tímabilið 2021 voru svo blikur á lofti í umgjörð kvennaliðsins, fólk að hætta í ráðinu og funduðum við með þeim og aðalstjórn. Ekkert þeirra sem hafði verið í knattspyrnuráði kvenna vildi halda áfram í nýrri stjórn en mörg hver lýstu yfir áhuga á að sinna verkefnum fyrir liðið. Úr varð að eitt knattspyrnuráð hóf störf og vildi halda áfram því góða starfi sem hafði verið í kvennaboltanum í Eyjum. Þau sem áður höfðu starfað sem stjórnarfólk eiga miklar þakkir skildar. Þegar þarna er komið við sögu er enginn þjálfari, sjúkraþjálfari, liðsstjóri, framkvæmdastjóri, aðstoðarþjálfari, markmannsþjálfari o.s.frv. Autt blað. Og eins og oft er hjá stjórnum er slíkt bæði erfitt og spennandi. Glenn hóf störf í nóvember. Leit hófst að aðstoðarþjálfara en þarna var Glenn með þjálfara frá félaginu með sér á öllum æfingum og í öllum leikjum þar til aðstoðarþjálfari var svo ráðinn. Í eitt skiptið þegar Glenn stakk upp á ákveðnum aðstoðarþjálfara var honum svarað hvort væri ekki betra að reyna að finna einhvern sem þekkir klúbbinn eða deildina. Það gekk svo ekki en markmannsþjálfari félagsins, Mikkel, var ráðinn aðstoðarþjálfari Glenn að hans ósk. Ljóst var að einhverjir árekstrar kynnu að verða en kvennaliðið gekk fyrir. Í einhverjum tilfellum var Mikkel ekki í leikjum karlaliðsins, þar sem hann var með kvennaliðinu. Aldrei öfugt. Þess má geta að um svipað leiti hóf þjálfari karlaliðsins störf og var hann lengi vel ekki með aðstoðarþjálfara með sér á æfingum. Ráðning á sjúkraþjálfara gekk hægt. Áður en frá henni var gengið höfðu leikmenn kvennaliðsins aðgang að sjúkraþjálfara karlaliðsins milli æfinga. Þegar sjúkraþjálfari var svo ráðinn sagðist hún ekki hafa tök á að fara í alla útileiki. Hún var hins vegar sjúkraþjálfari í 11 af 18 leikjum liðsins í deild og þegar hún var ekki var fenginn annar og alltaf reynt fyrst við þann sem þekkti liðið hvað mest. Sjúkraþjálfari okkar var mjög góð viðbót í móralinn og umgjörðina í kringum liðið. Ráðsmaður leitaði svo til vinkonu sinnar með að verða liðsstjóri. Karlaliðið hefur ekki haft liðsstjóra en höfum við leyst ákveðin verkefni með leikmönnum sem hafa verið utan hóps eða glímt við meiðsli og viljað hlutverk. Við vildum gera betur kvennamegin og sló þessi vinkona til og hefur sinnt liðsstjórastarfinu af mikilli gleði og fagmennsku og bætt umgjörð liðsins. Með liðinu hefur verið mentor. Mentorinn hefur það hlutverk að erlendir leikmenn geta leitað til hennar með hvað sem er. Hefur hún reglulega haldið fyrir þær matarboð og er mikilvægur hluti af umgjörðinni. Karlaliðið hefur enn ekki mentor. Í vetur var ákveðinn pirringur hjá liðunum vegna fatnaðar sem skilaði sér seint og illa. Átti það við um bæði lið og var ekkert sem við gátum gert í því. Aðstæður voru þannig að byrgjastaða úti í heimi var ekki viðunandi vegna covid. Rútumál félagsins voru stundum skrautleg í ár. Kom það fyrir hjá báðum liðum að rútur skiluðu sér ekki eftir pöntun vegna mistaka samstarfsaðila. Einnig lenti karlaliðið í því að þurfa að fara á kálfum og keyrði þjálfari liðsins annan þeirra. En ábending kom um að ákveðin rúta gengi illa og var hún ekki pöntuð aftur. Ferðatilhögun er sú sama hjá liðunum okkar og má í því samhengi nefna flug til Akureyrar þegar þar er keppt. Slíkt hefur ekki alltaf verið í boði fyrir kvennaliðið síðustu ár. Nú liggur fyrir að ákveðin rúta hentar best og verður reynt að fá hana í alla leiki fyrir bæði lið. Daginn fyrir fyrsta leik kom í ljós að Glenn vildi að matur yrði fyrir heimaleiki. Slíkt hefur ekki verið hjá karlaliðinu og var framkvæmdastjóri ekki meðvitaður um þetta frekar en stjórn. Úr þessu var gert heilmikið mál og knattspyrnuráð sagt lítilsvirða leikmenn meistaraflokks kvenna. Þessu höfnuðum við og var matur fyrir alla leiki, heima og að heiman, fyrir kvennaliðið. Þetta þurfti ekki einu sinni umfjöllun hjá okkur, brugðist var strax við þegar við vissum að óskað væri eftir þessu sem hluta af umgjörð. Einnig er það svo að í samningum við 90% leikmanna karlaliðsins að þeir fái hádegismat á virkum dögum yfir sumarið. Slíkt hefur ekki tíðkast kvennamegin en breyting varð á í sumar. Hluta af sumri var boðið upp á þetta, sem var góð viðbót við umgjörðina. Fyrsti leikur karlaliðsins var gegn Val á Origo-vellinum. Þar var viðburður þar sem konum leikmanna var boðið í mat og fannst okkur þetta sniðugt. Gæti virkað vel hjá okkur sem samhristingur fyrir maka karlaliðsins og ákvað stjórn að sökum fárra maka í kvennaliðinu, líkast til vegna aldursmuns, væri heppilegra að bjóða leikmönnum kvennaliðsins að vera með partý og mat sem þær getu tekið maka sína í ef þær vildu. Það var svo á leikdegi fyrir fyrsta heimaleik karlaliðsins að tveir leikmenn svifu á formanninn mjög æstar og spurðu hvort það væri satt að við værum að bjóða mökum karlanna út að borða. Því var svarað játandi og þá hreytir annar leikmannanna út úr sér athugasemdum og ósanngjörnum fullyrðingum. Þegar reynt var að svara gengu leikmennirnir í burtu þrátt fyrir að kallað væri á eftir þeim. Hlutirnir voru síðan útskýrðir og þeim bent á að þær hefðu ekki hugmynd um hvað ráðið hygðist gera fyrir kvennaliðið. Annar leikmannanna sagði að þær hefðu bara verið að spyrja, en um það verðum við ekki sammála. Afsökunarbeiðni fylgdi reyndar frá öðrum leikmannanna eftir þetta sem tekið var og var mikil ánægja með partýið sem haldið var fyrir leikmenn kvennaliðsins og þá maka sem vildu mæta. Þess má geta að maturinn fyrir maka karlaliðsins kostaði ekki krónu, en deildin var styrkt um þennan viðburð og þarna höfðum við verið meistaraflokksráð fyrir kvennaliðið í nokkra mánuði. Þegar kom að EM pásunni var lið ÍBV í 4. sæti í deildinni og stigasöfnunin mjög góð. Fengnir voru tveir nýir leikmenn inn í liðið og mikið kapp lagt á að fá þann þriðja en það gekk ekki. Þá voru einnig vonir bundnar við leikmenn sem höfðu verið að glíma við meiðsli og ættu að koma sterkir inn eftir pásuna. Allir í stjórn voru sammála að með þessu áframhaldi væri hægt að komast enn ofar. Ef litið er á leikmannahópinn í sumar dylst engum að reynt var að ná árangri. Áður en ráðið tók að sér að sjá um meistaraflokk kvenna höfðu flestir stjórnarmanna verið mjög duglegir að mæta á leiki liðsins. Það jókst eðlilega þegar liðið var komið í okkar hendur, enda fjölmargt sem þarf að vinna við á leikjum.Við erum flest á öllum heimaleikjum og ekki er munur á hversu dugleg við erum að mæta útileiki karla- eða kvennaliðsins, nema þá kannski vegna þess að leikir karlaliðsins eru fleiri. Eitt af því sem tekið var upp í sumar var að samræma umgjörð á heimaleikjum. Í öllum leikjum hefur verið boðið upp á stuðningsmannakaffi í hálfleik og sama hvernig mætingin hefur verið, á hér við bæði kk og kvk, hefur verið kveikt upp í grillinu og seldir hamborgarar. Nákvæmlega sama umgjörð er á leikjum karla og kvenna. Einnig má nefna að umgjörðin um liðin á leikdegi þegar komið er á völlin er sú sama. Í samningi Glenn var uppsagnarákvæði sem við nýttum okkur. Við gáfum honum tækifæri á að þjálfa í Meistaraflokki í efstu deild og sjáum ekki eftir því, þótt ekki hafi verið áhugi á áframhaldandi samstarfi. Margir sjá eðlilega eftir Glenn og sjálfum þykir okkur leitt að þetta hafi ekki gengið upp. Við erum í þessu af heilum hug, viljum gjarnan fjölga fólki í vinnu í kringum liðin og sérstaklega varðandi kvennaboltann viljum við gera enn betur. Mörg skref voru stigin í ár og verða þau vonandi enn fleiri á næsta ári. Þess má geta að dætur ráðsmanna léku í sumar með Meistaraflokki, 2. flokki, 3. flokki og 4. flokki. Þetta á hug okkar og hjörtu og erum við það fólk í Eyjum sem höfum mestan áhuga á að verja frítíma okkar í að haldið sé hér úti góðri umgjörð um kvennalið í efstu deild í fótbolta. Í kjölfar pistils Þórhildar munum við óska eftir samtali við aðalstjórn um hvort að verkferlar okkar samræmist jafnréttisstefnu félagsins og ÍSÍ. Við óskum Glenn og Þórhildi velfarnaðar í því sem þau taka sér fyrir hendur og þökkum fyrir samstarfið. Knattspyrnuráð ÍBV Daníel Geir Moritz Guðrún Ágústa Möller Haraldur Bergvinsson Magnús Sigurðsson Óskar Jósúason Svanur Gunnsteinsson Örn Hilmisson
Yfirlýsing vegna umræðu um kvennafótbolta í Vestmannaeyjum Um helgina birtist grein þar sem tveimur málum var flettað saman, annars vegar að ÍBV hafi rift samningi við Jonathan Glenn og svo fylgja miklar lýsingar á stöðu kvennafótboltans í Vestmannaeyjum. Rétt er að ÍBV rifti samningi við Glenn og er slíkt ekki gert í gamni. Glenn stóð sig vel með liðið. Stigasöfnun var góð, liðið spilaði oft og tíðum góðan fótbolta og getur hann gengið sáttur með sig frá borði. Uppsagnarákvæði var svo nýtt eins og gengur og gerist. Í pistlinum er farið mikinn um áhuga og metnað okkar fyrir kvennaknattspyrnu ÍBV og okkur ætlaðir ljótir hlutir. Undir því ætlum við ekki að sitja. Í júní 2019 var stofnað nýtt knattspyrnuráð karla hjá ÍBV. Þegar ráðið hafði starfað í um ár fór aðalstjórn félagsins á leit við karlaráðið að ráðin yrðu sameinuð, þ.e. kvenna- og karlaráð í eitt ráð. Þar sem við vorum tiltölulega ný treystum við okkur ekki í fleiri verkefni á þeim tímapunkti, þrátt fyrir að ráðsmenn hefðu mikinn áhuga á kvennafótboltanum og mættum við flest á alla leiki í Vestmannaeyjum og sum hver á marga útileiki einnig. Eftir tímabilið 2021 voru svo blikur á lofti í umgjörð kvennaliðsins, fólk að hætta í ráðinu og funduðum við með þeim og aðalstjórn. Ekkert þeirra sem hafði verið í knattspyrnuráði kvenna vildi halda áfram í nýrri stjórn en mörg hver lýstu yfir áhuga á að sinna verkefnum fyrir liðið. Úr varð að eitt knattspyrnuráð hóf störf og vildi halda áfram því góða starfi sem hafði verið í kvennaboltanum í Eyjum. Þau sem áður höfðu starfað sem stjórnarfólk eiga miklar þakkir skildar. Þegar þarna er komið við sögu er enginn þjálfari, sjúkraþjálfari, liðsstjóri, framkvæmdastjóri, aðstoðarþjálfari, markmannsþjálfari o.s.frv. Autt blað. Og eins og oft er hjá stjórnum er slíkt bæði erfitt og spennandi. Glenn hóf störf í nóvember. Leit hófst að aðstoðarþjálfara en þarna var Glenn með þjálfara frá félaginu með sér á öllum æfingum og í öllum leikjum þar til aðstoðarþjálfari var svo ráðinn. Í eitt skiptið þegar Glenn stakk upp á ákveðnum aðstoðarþjálfara var honum svarað hvort væri ekki betra að reyna að finna einhvern sem þekkir klúbbinn eða deildina. Það gekk svo ekki en markmannsþjálfari félagsins, Mikkel, var ráðinn aðstoðarþjálfari Glenn að hans ósk. Ljóst var að einhverjir árekstrar kynnu að verða en kvennaliðið gekk fyrir. Í einhverjum tilfellum var Mikkel ekki í leikjum karlaliðsins, þar sem hann var með kvennaliðinu. Aldrei öfugt. Þess má geta að um svipað leiti hóf þjálfari karlaliðsins störf og var hann lengi vel ekki með aðstoðarþjálfara með sér á æfingum. Ráðning á sjúkraþjálfara gekk hægt. Áður en frá henni var gengið höfðu leikmenn kvennaliðsins aðgang að sjúkraþjálfara karlaliðsins milli æfinga. Þegar sjúkraþjálfari var svo ráðinn sagðist hún ekki hafa tök á að fara í alla útileiki. Hún var hins vegar sjúkraþjálfari í 11 af 18 leikjum liðsins í deild og þegar hún var ekki var fenginn annar og alltaf reynt fyrst við þann sem þekkti liðið hvað mest. Sjúkraþjálfari okkar var mjög góð viðbót í móralinn og umgjörðina í kringum liðið. Ráðsmaður leitaði svo til vinkonu sinnar með að verða liðsstjóri. Karlaliðið hefur ekki haft liðsstjóra en höfum við leyst ákveðin verkefni með leikmönnum sem hafa verið utan hóps eða glímt við meiðsli og viljað hlutverk. Við vildum gera betur kvennamegin og sló þessi vinkona til og hefur sinnt liðsstjórastarfinu af mikilli gleði og fagmennsku og bætt umgjörð liðsins. Með liðinu hefur verið mentor. Mentorinn hefur það hlutverk að erlendir leikmenn geta leitað til hennar með hvað sem er. Hefur hún reglulega haldið fyrir þær matarboð og er mikilvægur hluti af umgjörðinni. Karlaliðið hefur enn ekki mentor. Í vetur var ákveðinn pirringur hjá liðunum vegna fatnaðar sem skilaði sér seint og illa. Átti það við um bæði lið og var ekkert sem við gátum gert í því. Aðstæður voru þannig að byrgjastaða úti í heimi var ekki viðunandi vegna covid. Rútumál félagsins voru stundum skrautleg í ár. Kom það fyrir hjá báðum liðum að rútur skiluðu sér ekki eftir pöntun vegna mistaka samstarfsaðila. Einnig lenti karlaliðið í því að þurfa að fara á kálfum og keyrði þjálfari liðsins annan þeirra. En ábending kom um að ákveðin rúta gengi illa og var hún ekki pöntuð aftur. Ferðatilhögun er sú sama hjá liðunum okkar og má í því samhengi nefna flug til Akureyrar þegar þar er keppt. Slíkt hefur ekki alltaf verið í boði fyrir kvennaliðið síðustu ár. Nú liggur fyrir að ákveðin rúta hentar best og verður reynt að fá hana í alla leiki fyrir bæði lið. Daginn fyrir fyrsta leik kom í ljós að Glenn vildi að matur yrði fyrir heimaleiki. Slíkt hefur ekki verið hjá karlaliðinu og var framkvæmdastjóri ekki meðvitaður um þetta frekar en stjórn. Úr þessu var gert heilmikið mál og knattspyrnuráð sagt lítilsvirða leikmenn meistaraflokks kvenna. Þessu höfnuðum við og var matur fyrir alla leiki, heima og að heiman, fyrir kvennaliðið. Þetta þurfti ekki einu sinni umfjöllun hjá okkur, brugðist var strax við þegar við vissum að óskað væri eftir þessu sem hluta af umgjörð. Einnig er það svo að í samningum við 90% leikmanna karlaliðsins að þeir fái hádegismat á virkum dögum yfir sumarið. Slíkt hefur ekki tíðkast kvennamegin en breyting varð á í sumar. Hluta af sumri var boðið upp á þetta, sem var góð viðbót við umgjörðina. Fyrsti leikur karlaliðsins var gegn Val á Origo-vellinum. Þar var viðburður þar sem konum leikmanna var boðið í mat og fannst okkur þetta sniðugt. Gæti virkað vel hjá okkur sem samhristingur fyrir maka karlaliðsins og ákvað stjórn að sökum fárra maka í kvennaliðinu, líkast til vegna aldursmuns, væri heppilegra að bjóða leikmönnum kvennaliðsins að vera með partý og mat sem þær getu tekið maka sína í ef þær vildu. Það var svo á leikdegi fyrir fyrsta heimaleik karlaliðsins að tveir leikmenn svifu á formanninn mjög æstar og spurðu hvort það væri satt að við værum að bjóða mökum karlanna út að borða. Því var svarað játandi og þá hreytir annar leikmannanna út úr sér athugasemdum og ósanngjörnum fullyrðingum. Þegar reynt var að svara gengu leikmennirnir í burtu þrátt fyrir að kallað væri á eftir þeim. Hlutirnir voru síðan útskýrðir og þeim bent á að þær hefðu ekki hugmynd um hvað ráðið hygðist gera fyrir kvennaliðið. Annar leikmannanna sagði að þær hefðu bara verið að spyrja, en um það verðum við ekki sammála. Afsökunarbeiðni fylgdi reyndar frá öðrum leikmannanna eftir þetta sem tekið var og var mikil ánægja með partýið sem haldið var fyrir leikmenn kvennaliðsins og þá maka sem vildu mæta. Þess má geta að maturinn fyrir maka karlaliðsins kostaði ekki krónu, en deildin var styrkt um þennan viðburð og þarna höfðum við verið meistaraflokksráð fyrir kvennaliðið í nokkra mánuði. Þegar kom að EM pásunni var lið ÍBV í 4. sæti í deildinni og stigasöfnunin mjög góð. Fengnir voru tveir nýir leikmenn inn í liðið og mikið kapp lagt á að fá þann þriðja en það gekk ekki. Þá voru einnig vonir bundnar við leikmenn sem höfðu verið að glíma við meiðsli og ættu að koma sterkir inn eftir pásuna. Allir í stjórn voru sammála að með þessu áframhaldi væri hægt að komast enn ofar. Ef litið er á leikmannahópinn í sumar dylst engum að reynt var að ná árangri. Áður en ráðið tók að sér að sjá um meistaraflokk kvenna höfðu flestir stjórnarmanna verið mjög duglegir að mæta á leiki liðsins. Það jókst eðlilega þegar liðið var komið í okkar hendur, enda fjölmargt sem þarf að vinna við á leikjum.Við erum flest á öllum heimaleikjum og ekki er munur á hversu dugleg við erum að mæta útileiki karla- eða kvennaliðsins, nema þá kannski vegna þess að leikir karlaliðsins eru fleiri. Eitt af því sem tekið var upp í sumar var að samræma umgjörð á heimaleikjum. Í öllum leikjum hefur verið boðið upp á stuðningsmannakaffi í hálfleik og sama hvernig mætingin hefur verið, á hér við bæði kk og kvk, hefur verið kveikt upp í grillinu og seldir hamborgarar. Nákvæmlega sama umgjörð er á leikjum karla og kvenna. Einnig má nefna að umgjörðin um liðin á leikdegi þegar komið er á völlin er sú sama. Í samningi Glenn var uppsagnarákvæði sem við nýttum okkur. Við gáfum honum tækifæri á að þjálfa í Meistaraflokki í efstu deild og sjáum ekki eftir því, þótt ekki hafi verið áhugi á áframhaldandi samstarfi. Margir sjá eðlilega eftir Glenn og sjálfum þykir okkur leitt að þetta hafi ekki gengið upp. Við erum í þessu af heilum hug, viljum gjarnan fjölga fólki í vinnu í kringum liðin og sérstaklega varðandi kvennaboltann viljum við gera enn betur. Mörg skref voru stigin í ár og verða þau vonandi enn fleiri á næsta ári. Þess má geta að dætur ráðsmanna léku í sumar með Meistaraflokki, 2. flokki, 3. flokki og 4. flokki. Þetta á hug okkar og hjörtu og erum við það fólk í Eyjum sem höfum mestan áhuga á að verja frítíma okkar í að haldið sé hér úti góðri umgjörð um kvennalið í efstu deild í fótbolta. Í kjölfar pistils Þórhildar munum við óska eftir samtali við aðalstjórn um hvort að verkferlar okkar samræmist jafnréttisstefnu félagsins og ÍSÍ. Við óskum Glenn og Þórhildi velfarnaðar í því sem þau taka sér fyrir hendur og þökkum fyrir samstarfið. Knattspyrnuráð ÍBV Daníel Geir Moritz Guðrún Ágústa Möller Haraldur Bergvinsson Magnús Sigurðsson Óskar Jósúason Svanur Gunnsteinsson Örn Hilmisson
ÍBV Besta deild kvenna Fótbolti Vestmannaeyjar Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira