Lögmál leiksins: Allur körfuboltaheimurinn fékk sjokk því hann hefði getað drepið hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 15:46 Draymond Green og Stephen Curry fyrir fyrsta leik Golden State Warriors eftir að Green snéri aftur eftir höggið. Getty/Thearon W. Henderson Það styttist í að NBA-deildin í körfubolta fari aftur af stað og í kvöld verður fyrsti þáttur tímabilsins af Lögmáli leiksins. Í þessum vikulega þætti er farið vel yfir gang mála í NBA-deildinni í körfubolta en nýtt tímabil hefst annað kvöld með tveimur leikjum sem verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport.. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 20.45 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Eitt af umfjöllunarefnum þáttarins í kvöld en mál Draymond Green sem lét hnefana tala á æfingu NBA-meistara Golden State Warriors. „Ein af stærstu fréttunum á þessu sumri voru slagsmál á milli Draymond Green og Jordan Poole á æfingu Golden State. Fyrst heyrði maður af þessu og maður hugsaði: Green hefur látið hann hafa fyrir því og hamrað hann eitthvað aðeins. Maður heyrði eitthvað um högg og hélt kannski að hann hefði hrint honum eða eitthvað,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmálsins á Stöð 2 Sport. „Svo sér maður myndbandið og ég held að allur körfuboltaheimurinn hafi fengið sjokk,“ sagði Kjartan Atli. „Ég get blandað saman NBA og MMA áhuga mínum og þetta er kallað í MMA Súperman-höggið. Hoppa upp á báðum og hann smellhittir hann þarna,“ sagði Tómas Steindórsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Þetta er rosalegt,“ skaut Kjartan Atli inn í. „Sjáið lappirnar á Poole, þær verða bara eins og spaghettí,“ sagði Hörður Unnsteinsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Það er algjör mildi að hann slasaðist ekki,“ sagði Kjartan. „Hann hafði alveg getað drepið hann,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Ég held að við séum ekki að ýkja með þetta. Þetta er högg sem drepur,“ sagði Hörður. „Draymond Green er ekki 175 sm fótboltamaður að kýla annan. Þetta er tveggja metra skrokkur og nautsterkur. Hann getur dekkað hvaða fimmu sem er. Að lenda þessu höggi, já hann hefði getað drepið hann,“ sagði Tómas. Það má sjá þetta högg og brot úr þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Hnefahögg Draymond Green NBA Lögmál leiksins Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira
Í þessum vikulega þætti er farið vel yfir gang mála í NBA-deildinni í körfubolta en nýtt tímabil hefst annað kvöld með tveimur leikjum sem verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport.. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 20.45 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Eitt af umfjöllunarefnum þáttarins í kvöld en mál Draymond Green sem lét hnefana tala á æfingu NBA-meistara Golden State Warriors. „Ein af stærstu fréttunum á þessu sumri voru slagsmál á milli Draymond Green og Jordan Poole á æfingu Golden State. Fyrst heyrði maður af þessu og maður hugsaði: Green hefur látið hann hafa fyrir því og hamrað hann eitthvað aðeins. Maður heyrði eitthvað um högg og hélt kannski að hann hefði hrint honum eða eitthvað,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmálsins á Stöð 2 Sport. „Svo sér maður myndbandið og ég held að allur körfuboltaheimurinn hafi fengið sjokk,“ sagði Kjartan Atli. „Ég get blandað saman NBA og MMA áhuga mínum og þetta er kallað í MMA Súperman-höggið. Hoppa upp á báðum og hann smellhittir hann þarna,“ sagði Tómas Steindórsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Þetta er rosalegt,“ skaut Kjartan Atli inn í. „Sjáið lappirnar á Poole, þær verða bara eins og spaghettí,“ sagði Hörður Unnsteinsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Það er algjör mildi að hann slasaðist ekki,“ sagði Kjartan. „Hann hafði alveg getað drepið hann,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Ég held að við séum ekki að ýkja með þetta. Þetta er högg sem drepur,“ sagði Hörður. „Draymond Green er ekki 175 sm fótboltamaður að kýla annan. Þetta er tveggja metra skrokkur og nautsterkur. Hann getur dekkað hvaða fimmu sem er. Að lenda þessu höggi, já hann hefði getað drepið hann,“ sagði Tómas. Það má sjá þetta högg og brot úr þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Hnefahögg Draymond Green
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira