Fimmtíu metra kafli Nord Stream 1-leiðslunnar eyðilagður Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 08:08 Lekarnir úr leiðslunum uppgötvuðust þann 26. september síðastliðinn. Getty Nýjar neðansjávarmyndir úr Eystrasalti benda til að um fimmtíu metra kafli gasleiðslunnar Nord Stream 1 í Eystrasalti sé eyðilagður. Það er sænska blaðið Expressen sem birtir myndirnar sem teknar voru á áttatíu metra dýpi í samstarfi við norskan sérfræðing á sviði neðansjávarljósmyndunar. Má þar sjá bæði leifar af stálleiðslunni sem og ónýtt steypustyrktarjárn. Fréttir bárust af því í september að gas hafi byrjað að leka úr leiðslunum Nord Stream 1 og 2 austur af dönsku eyjunni Borgundarhólmi. Bárust myndir af því hvernig gasbólur streymdu upp úr sjónum á um hundrað metra kafla á yfirborði sjávar. Ljóst má vera að skemmdarverk voru unnin á leiðslunum og hafa margir bent á rússnesk stjórnvöld þó að þau neiti því að hafa nokkuð með skemmdarverkin að gera. Dönsk stjórnvöld staðfestu í yfirlýsingu í morgun að skemmdirnar á leiðslunum hafi orðið af völdum sprenginga. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011, en í byrjun september lokuðu rússnesk stjórnvöld á gasflutning um leiðsluna og vísuðu þar til tæknilegra vandræða. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk á síðasta ári en hún hefur þó aldrei verið tekin í notkun, fyrst og fremst vegna innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu. Stjórnvöld í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi hafa öll hafið rannsókn á skemmdarverkunum á Nord Stream 1 og 2. Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Danmörk Svíþjóð Rússland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01 Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Það er sænska blaðið Expressen sem birtir myndirnar sem teknar voru á áttatíu metra dýpi í samstarfi við norskan sérfræðing á sviði neðansjávarljósmyndunar. Má þar sjá bæði leifar af stálleiðslunni sem og ónýtt steypustyrktarjárn. Fréttir bárust af því í september að gas hafi byrjað að leka úr leiðslunum Nord Stream 1 og 2 austur af dönsku eyjunni Borgundarhólmi. Bárust myndir af því hvernig gasbólur streymdu upp úr sjónum á um hundrað metra kafla á yfirborði sjávar. Ljóst má vera að skemmdarverk voru unnin á leiðslunum og hafa margir bent á rússnesk stjórnvöld þó að þau neiti því að hafa nokkuð með skemmdarverkin að gera. Dönsk stjórnvöld staðfestu í yfirlýsingu í morgun að skemmdirnar á leiðslunum hafi orðið af völdum sprenginga. Nord Stream 1 var tekin í notkun árið 2011, en í byrjun september lokuðu rússnesk stjórnvöld á gasflutning um leiðsluna og vísuðu þar til tæknilegra vandræða. Framkvæmdum við Nord Stream 2 lauk á síðasta ári en hún hefur þó aldrei verið tekin í notkun, fyrst og fremst vegna innrásarstríðs Rússlands í Úkraínu. Stjórnvöld í Svíþjóð, Danmörku og Þýskalandi hafa öll hafið rannsókn á skemmdarverkunum á Nord Stream 1 og 2.
Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Danmörk Svíþjóð Rússland Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01 Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Segja gas hætt að leka úr Nord Stream leiðslunum Rússneska orkufyrirtækið Gazprom segir að þrýstingur í Nord Stream leiðslunum í Eystrasaltinu sé kominn í jafnvægi eftir að leki kom upp í síðustu viku. Verið sé að vinna í að takmarka skaðleg áhrif á umhverfið en gas sé hætt að leka úr leiðslunum. 3. október 2022 11:01
Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04