Alþjóðlegur dagur matvæla Erna Bjarnadóttir skrifar 18. október 2022 13:00 Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat. Matvælaverð hefur hækkað gríðarlega Þema alþjóðlega matvæladagsins í ár er „Skildu ENGAN eftir“ eða á frummálinu, „Leave NO ONE behind“. Áskoranirnar í ár eru margvíslegar, COVID-19 heimsfaraldurinn hefur enn víðtæk áhrif á framboðskeðjur. Þá má nefna áhrif loftslagsbreytinga, stríðsátök og aukna alþjóðlega spennu en allt hefur þetta leitt til þess að um allan heim hefur matvælaverð hækkað gríðarlega. Í tilefni af deginum, vakti OECD sérstaklega athygli á hækkunum á matvælaverði í aðildarlöndum OECD. Matvælaverð hélt áfram að hækka í aðildarlöndunum í ágúst sl. en þá nam verðbólga matvælaverðs 15% á ársgrundvelli, samanborið við 14,5% í júlí 2022. Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra (ágúst 2021) nam verðhækkun á mat í aðildarlöndum OECD 3,6%, miðað við 12 mánaða tímabil. OECD birti jafnframt mynd sem bar saman tólf mánaða verðhækkanir á matvörum í aðildarlöndum þess. Eins og sjá má í meðfylgjandi grafi stendur Ísland sig vel. Hækkanir hér á landi eru mun minni en í mörgum ríkjum sem gjarnan eru borin saman við Ísland. Hvar hækkar matvælaverð mest? Þessi mynd OECD sýnir glöggt að það eru efnaminni lönd innan OECD sem verðhækkanir skella hvað harðast á. Tyrkland sker sig þar úr en í hópi landa innan ESB eru það Ungverjaland, Eystrasaltslöndin, Slóvakía og Tékkland sem verðlag matvæla hefur hækkað hvað mest. Athygli vekur óneitanlega að Danmörk kemur í 7. sæti ESB-landa, en verðhækkanir á mat nema 15,9% frá ágúst 2021 til ágúst 2022. Þau lönd innan OECD sem hafa náð að takast best á við þetta viðfangsefni eru Sviss, Ísrael og Japan þar sem verð á matvörum hefur hækkað um 2,5% – 5,1%. Ísland skipar sér síðan í hóp með Lúxemborg, Írlandi og Frakklandi þar sem verðhækkanir á matvörum á tímabilinu nema á bilinu 8% - 9%. Hvað sjáum við fram undan? Komandi mánuðir munu verða prófsteinn á þanþol matvælaframleiðslu um allan heim. Þó verð á áburði hafi nú lækkað frá því sem það var hæst í apríl sl. hefur verksmiðjum víða í Evrópu verið lokað síðan þá. Þá eru verð á hveiti í framvirkum samningum á Chicago kornmarkaðnum nú skráð á þau hæstu síðan í júní sl. Ástæðan sögð vaxandi ótti við harðnandi átök í Úkraínu og væntingar um minni uppskeru bæði í USA og Evrópu. Einnig eru enn brestir í framboði á öðrum mikilvægum aðföngum víða um heiminn vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Áminning Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi matvæla er því þörf nú sem endranær. Skiljum ENGAN eftir. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Verðlag Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi matvæladagurinn (World Food Day) er haldinn árlega þann 16. október. Þessi dagsetning varð fyrir valinu með tilvísun til þess að þann dag árið 1945 var Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) stofnuð. Deginum er ætlað að varpa ljósi á stöðu milljóna manna um heim allan sem hafa ekki efni á næringarríkum mat. Matvælaverð hefur hækkað gríðarlega Þema alþjóðlega matvæladagsins í ár er „Skildu ENGAN eftir“ eða á frummálinu, „Leave NO ONE behind“. Áskoranirnar í ár eru margvíslegar, COVID-19 heimsfaraldurinn hefur enn víðtæk áhrif á framboðskeðjur. Þá má nefna áhrif loftslagsbreytinga, stríðsátök og aukna alþjóðlega spennu en allt hefur þetta leitt til þess að um allan heim hefur matvælaverð hækkað gríðarlega. Í tilefni af deginum, vakti OECD sérstaklega athygli á hækkunum á matvælaverði í aðildarlöndum OECD. Matvælaverð hélt áfram að hækka í aðildarlöndunum í ágúst sl. en þá nam verðbólga matvælaverðs 15% á ársgrundvelli, samanborið við 14,5% í júlí 2022. Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra (ágúst 2021) nam verðhækkun á mat í aðildarlöndum OECD 3,6%, miðað við 12 mánaða tímabil. OECD birti jafnframt mynd sem bar saman tólf mánaða verðhækkanir á matvörum í aðildarlöndum þess. Eins og sjá má í meðfylgjandi grafi stendur Ísland sig vel. Hækkanir hér á landi eru mun minni en í mörgum ríkjum sem gjarnan eru borin saman við Ísland. Hvar hækkar matvælaverð mest? Þessi mynd OECD sýnir glöggt að það eru efnaminni lönd innan OECD sem verðhækkanir skella hvað harðast á. Tyrkland sker sig þar úr en í hópi landa innan ESB eru það Ungverjaland, Eystrasaltslöndin, Slóvakía og Tékkland sem verðlag matvæla hefur hækkað hvað mest. Athygli vekur óneitanlega að Danmörk kemur í 7. sæti ESB-landa, en verðhækkanir á mat nema 15,9% frá ágúst 2021 til ágúst 2022. Þau lönd innan OECD sem hafa náð að takast best á við þetta viðfangsefni eru Sviss, Ísrael og Japan þar sem verð á matvörum hefur hækkað um 2,5% – 5,1%. Ísland skipar sér síðan í hóp með Lúxemborg, Írlandi og Frakklandi þar sem verðhækkanir á matvörum á tímabilinu nema á bilinu 8% - 9%. Hvað sjáum við fram undan? Komandi mánuðir munu verða prófsteinn á þanþol matvælaframleiðslu um allan heim. Þó verð á áburði hafi nú lækkað frá því sem það var hæst í apríl sl. hefur verksmiðjum víða í Evrópu verið lokað síðan þá. Þá eru verð á hveiti í framvirkum samningum á Chicago kornmarkaðnum nú skráð á þau hæstu síðan í júní sl. Ástæðan sögð vaxandi ótti við harðnandi átök í Úkraínu og væntingar um minni uppskeru bæði í USA og Evrópu. Einnig eru enn brestir í framboði á öðrum mikilvægum aðföngum víða um heiminn vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Áminning Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi matvæla er því þörf nú sem endranær. Skiljum ENGAN eftir. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun