Landgræðslan og Skógræktin í eina sæng Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2022 14:22 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að sameina skuli Skógræktina og Landgræðsluna. Starfsmönnum stofnananna hefur verið kynnt um komandi sameiningu. Árni Bragason landgræðslustjóri staðfestir í samtali við Vísi að ráðherra hafi kynnt sameiningaráform á fundi með starfsmönnum í dag. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri var á fundi með ráðherra þegar blaðamaður náði á hann rétt upp úr klukkan tvö. Ráðherra tilkynnti í maí að forathugun væri hafin á sameiningu þessara lykilstofnana í loftslagsmálum. „Með því að sameina fagþekkingu og krafta þessara stofnana verður til öflug stofnun sem sinnir ráðgjöf við nýtingu lands og styður við eflingu allra vistkerfa og landgæða til framtíðar,“ sagði Svandís við það tilefni. Uppfært klukkan 16:50 með tilkynningu frá ráðuneytinu sem má sjá í heild að neðan. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar fyrir ríkisstjórn í morgun. Eftir hádegi hélt ráðherra fundi með starfsmönnum beggja stofnana þar sem tilkynnt var um fyrrgreinda ákvörðun. Við sameiningu munu allir starfsmenn flytjast yfir í nýja stofnun, og verður áhersla lögð á að fyrirliggjandi mannauður og þekking haldist í málaflokknum. Réttindi og skyldur starfsfólks munu færast til nýrrar stofnunar, en umræða um skipulag mun bíða nýs forstöðumanns. Engin breyting verður gerð á tilhögun starfsstöðva í sameiningarferlinu eða staðsetningum starfsmanna. Sameinuð stofnun mun hafa um 130 stöðugildi og getur aðalskrifstofa verið staðsett á öllum meginstarfsstöðvum. Ekki er gert ráð fyrir að forstöðumaður hafi aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. Samræmist loftslagsmarkmiðum stjórnvalda Bæði Landgræðslan og Skógræktin eiga sér langa sögu og hafa verkefni þeirra tengst frá upphafi. Í ágúst sl. gaf matvælaráðherra út Land og líf, fyrstu heildarstefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaáætlunar, sem mun nýtast vel í sameiningarferlinu. Stjórnvöld leggja áherslu á kolefnisbindingu og samdrátt í losun frá landi auk endurheimtar votlendis og birkiskóga. Einnig gerir losunarbókhald Íslands fyrir landnotkun kröfu um mjög sérhæfða þekkingu. Kröfur um gæði og samhæfða miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda aukast ár frá ári, og auk þess er brýnt að byggja upp þekkingu á sviði vottunar kolefniseininga í ýmsum landnýtingarverkefnum. Í ljósi þessa skipaði ráðherra starfshóp í maí sl. sem var falið að greina rekstur stofnananna, eignaumsýslu, samlegð faglegra málefna þeirra og að vinna áhættugreiningu vegna mögulegrar sameiningar. Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í byrjun október. Tækifæri skapast við sameiningu Í skýrslunni kemur fram að stærstu tækifærin með sameiningu stofnananna séu í aukinni samlegð í stoðþjónustu. Einnig að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands í eigu ríkisins ásamt fræðslu og kynningu. Þessi niðurstaða samræmist vel aðgerðaáætlun matvælaráðherra í Land og líf. Við sameiningu mun stjórnendum óhjákvæmilega fækka, en í því felst ekki að í stærri stofnun fækki störfum. Auk þess sem ná má fram aukinni skilvirkni meðal starfsfólks má gera ráð fyrir því að í stærri stofnun megi nýta húsnæði, tæki og annan búnað betur. Skjöl vegna nauðsynlegra lagabreytinga verða birt á samráðsgátt stjórnvalda í dag. Áætlað er að frumvarpsdrög verði birt á samráðsgáttinni í desember 2022, og frumvarp um sameiningu stofnananna verði lagt fram á Alþingi í febrúar 2023. Gert er ráð fyrir því að auglýst verði eftir forstöðumanni vorið 2023 og að ný stofnun geti tekið formlega til starfa þann 1. janúar 2024. „Það er tilhlökkunarefni að hægt verði að samnýta þá þekkingu og þann mannauð sem þessar stofnanir búa yfir. Framundan er spennandi verkefni, að koma á fót öflugri stofnun sem mun fóstra eina af okkar stærstu auðlindum, hlúa að henni og vernda fyrir komandi kynslóðir,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Skógrækt og landgræðsla Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Vinstri græn Tengdar fréttir Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Árni Bragason landgræðslustjóri staðfestir í samtali við Vísi að ráðherra hafi kynnt sameiningaráform á fundi með starfsmönnum í dag. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri var á fundi með ráðherra þegar blaðamaður náði á hann rétt upp úr klukkan tvö. Ráðherra tilkynnti í maí að forathugun væri hafin á sameiningu þessara lykilstofnana í loftslagsmálum. „Með því að sameina fagþekkingu og krafta þessara stofnana verður til öflug stofnun sem sinnir ráðgjöf við nýtingu lands og styður við eflingu allra vistkerfa og landgæða til framtíðar,“ sagði Svandís við það tilefni. Uppfært klukkan 16:50 með tilkynningu frá ráðuneytinu sem má sjá í heild að neðan. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar fyrir ríkisstjórn í morgun. Eftir hádegi hélt ráðherra fundi með starfsmönnum beggja stofnana þar sem tilkynnt var um fyrrgreinda ákvörðun. Við sameiningu munu allir starfsmenn flytjast yfir í nýja stofnun, og verður áhersla lögð á að fyrirliggjandi mannauður og þekking haldist í málaflokknum. Réttindi og skyldur starfsfólks munu færast til nýrrar stofnunar, en umræða um skipulag mun bíða nýs forstöðumanns. Engin breyting verður gerð á tilhögun starfsstöðva í sameiningarferlinu eða staðsetningum starfsmanna. Sameinuð stofnun mun hafa um 130 stöðugildi og getur aðalskrifstofa verið staðsett á öllum meginstarfsstöðvum. Ekki er gert ráð fyrir að forstöðumaður hafi aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. Samræmist loftslagsmarkmiðum stjórnvalda Bæði Landgræðslan og Skógræktin eiga sér langa sögu og hafa verkefni þeirra tengst frá upphafi. Í ágúst sl. gaf matvælaráðherra út Land og líf, fyrstu heildarstefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaáætlunar, sem mun nýtast vel í sameiningarferlinu. Stjórnvöld leggja áherslu á kolefnisbindingu og samdrátt í losun frá landi auk endurheimtar votlendis og birkiskóga. Einnig gerir losunarbókhald Íslands fyrir landnotkun kröfu um mjög sérhæfða þekkingu. Kröfur um gæði og samhæfða miðlun upplýsinga til almennings og stjórnvalda aukast ár frá ári, og auk þess er brýnt að byggja upp þekkingu á sviði vottunar kolefniseininga í ýmsum landnýtingarverkefnum. Í ljósi þessa skipaði ráðherra starfshóp í maí sl. sem var falið að greina rekstur stofnananna, eignaumsýslu, samlegð faglegra málefna þeirra og að vinna áhættugreiningu vegna mögulegrar sameiningar. Starfshópurinn skilaði skýrslu sinni í byrjun október. Tækifæri skapast við sameiningu Í skýrslunni kemur fram að stærstu tækifærin með sameiningu stofnananna séu í aukinni samlegð í stoðþjónustu. Einnig að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands í eigu ríkisins ásamt fræðslu og kynningu. Þessi niðurstaða samræmist vel aðgerðaáætlun matvælaráðherra í Land og líf. Við sameiningu mun stjórnendum óhjákvæmilega fækka, en í því felst ekki að í stærri stofnun fækki störfum. Auk þess sem ná má fram aukinni skilvirkni meðal starfsfólks má gera ráð fyrir því að í stærri stofnun megi nýta húsnæði, tæki og annan búnað betur. Skjöl vegna nauðsynlegra lagabreytinga verða birt á samráðsgátt stjórnvalda í dag. Áætlað er að frumvarpsdrög verði birt á samráðsgáttinni í desember 2022, og frumvarp um sameiningu stofnananna verði lagt fram á Alþingi í febrúar 2023. Gert er ráð fyrir því að auglýst verði eftir forstöðumanni vorið 2023 og að ný stofnun geti tekið formlega til starfa þann 1. janúar 2024. „Það er tilhlökkunarefni að hægt verði að samnýta þá þekkingu og þann mannauð sem þessar stofnanir búa yfir. Framundan er spennandi verkefni, að koma á fót öflugri stofnun sem mun fóstra eina af okkar stærstu auðlindum, hlúa að henni og vernda fyrir komandi kynslóðir,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Skógrækt og landgræðsla Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Vinstri græn Tengdar fréttir Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Lætur kanna kosti og galla sameiningar Landgræðslunnar og Skógræktarinnar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur látið hefja forathugun á sameiningu Skógræktar ríkisins og Landgræðslunnar. 2. maí 2022 14:24