Hömlulaus og hamingjusamur í kvenmannsklæðum Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 18. október 2022 20:05 Friðrik Ómar var gestur í mprgunþætti Bakarísins á Bylgjunni um helgina þar sem hann ræddi um dragið og komandi jólavertíð. „Ég fór í fyrsta skipti í drag fyrir kannski þremur árum síðan. Þá var ég veislustjóri hjá systur minni sem var að gifta sig og þá kom ég fram sem þetta „alter ego“ sem heitir Hafdís Alda,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni síðastliðinn laugardag. Sagan á bak við nafnið Hann segir einhverja töfra vera við dragið, eitthvað frelsi sem ekki sé hægt að lýsa fyllilega með orðum. Nafnið sem Friðrik hefur valið sér sem dragdrottning er Hafdís Alda og það á sér nokkuð skemmtilega sögu. Ef ég hefði fæðst sem stúlka, sem munaði nú ekki miklu, þá átti ég að heita Hafdís Alda, segir Friðrik og hlær. Faðir Friðriks, Hjörleifur, á heiðurinn af nafninu. Nafnið valdi hann vegna þess að það átti að minna hann á hafið. Hafið sem hann saknaði og sá ekki frá heimili þeirra á sveitabænum. Friðrik segir föður sinn hafa verið mikinn áhugamann bæði um skák og skemmtanabransann sem varð svo innblásturinn í nafnavalið ef barnið yrði drengur. Og drengur var það heillin. „Þannig að hann skýrði mig í höfuðið á Friðriki Ólafssyni skákmeistara og Ómari Ragnarssyni,“ segir Friðrik og skellir upp úr. Leyfir sér að dansa á línunni Hafdís Alda er, að sögn Friðriks, ákveðin með eindæmum, hömlulaus og ansi kjaftfor. Hann segir það í raun stóran hluta af sjálfri skemmtuninni við dragið að geta dansað vel á línunni. Leyft sér að vera hömlulaus og látið allt gossa. Viðtalið við Friðrik Ómar má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fékk Jógvan með sér á hælana Friðrik og Jógvan Hansen hafa í gegnum tíðina skemmt mikið saman, bæði á ýmiss konar tónlistarviðburðum sem og í veislustjórn. Friðrik segist loks hafa náð að sannfæra Jógvan í að koma með sér í dragið og hafa þeir félagar nú í nægu að snúast að taka að sér veislustjórn sem kjaftforar drottningar í háum hælum. Það er bara búið að vera brjálað að gera, þetta hefur gefist ótrúlega vel. Það er svo mikil gleði sem tengist því að koma fram í dragi. View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Friðrik lýsir því hvernig það hafi verið að sjá Jógvan í fyrsta skipti í dragi og segir hann samband þeirra breytast á skemmtilegan hátt þegar varaliturinn er kominn á. „Ég var búinn að vara hann við og segja við hann; Jógvan, þú átt eftir að upplifa þig sem eitthvað annað þegar þú horfir á þig í spegli. Það var svo fyndið að sjá hann hreyfa sig svona mjúklega og hann dansaði bara eitthvað svo allt öðruvísi. Kemistríið verður svona… Þröskuldurinn er lágur, við leyfum okkur meira og megum gera meira.“ View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Nýtt lag, nýtt jólalag og sextán jólatónleikar Stærsta vertíð tónlistarfólks, jólavertíðin, nálgast nú óðfluga og er að sjálfsögðu nóg framundan hjá Friðriki í þeim málum. Ég verð með sextán jólatónleika í desember. Fimm á Akureyri og ellefu í Salnum í Kópavogi og þetta er búið að vera algjört ævintýri. Hann segir Íslendinga greinilega vel þyrsta í tónleikahald um hátíðarnar og bætti hann því nýverið við elleftu tónleikunum. Ný jólalög séu í bígerð og fólk geti búist við hressum nýjum jólasmellum frá honum þetta árið. Einhleypur og elskar fyrir hádegi Nýtt lag Friðriks heitir Ég elska þig mest á morgnana og kom út á streymisveitum þann 4. október síðastliðinn. Aðspurður út í titilinn, segir hann: „Ég var að fara frá því að spyrja mig að því „Hvað ef ég get ekki elskað?" í það að gefa mig fyrir hádegi núna.“ Friðrik er í dag einhleypur en rúm fimm ár eru síðan hann var síðast í ástarsambandi. Hann segist sáttur í sínu skinni en lokar ekki á það að finna ástina. Maður fer fyrst eftir svona sambandsslit í að finnast eitthvað vanta rosalega mikið en svo sest maður einhvern veginn niður og mér finnst þetta voðalega næs bara í dag. Morgunþættirnir Bakaríið eru á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt (15. október) í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bakaríið Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Næturlíf Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Sjá meira
Sagan á bak við nafnið Hann segir einhverja töfra vera við dragið, eitthvað frelsi sem ekki sé hægt að lýsa fyllilega með orðum. Nafnið sem Friðrik hefur valið sér sem dragdrottning er Hafdís Alda og það á sér nokkuð skemmtilega sögu. Ef ég hefði fæðst sem stúlka, sem munaði nú ekki miklu, þá átti ég að heita Hafdís Alda, segir Friðrik og hlær. Faðir Friðriks, Hjörleifur, á heiðurinn af nafninu. Nafnið valdi hann vegna þess að það átti að minna hann á hafið. Hafið sem hann saknaði og sá ekki frá heimili þeirra á sveitabænum. Friðrik segir föður sinn hafa verið mikinn áhugamann bæði um skák og skemmtanabransann sem varð svo innblásturinn í nafnavalið ef barnið yrði drengur. Og drengur var það heillin. „Þannig að hann skýrði mig í höfuðið á Friðriki Ólafssyni skákmeistara og Ómari Ragnarssyni,“ segir Friðrik og skellir upp úr. Leyfir sér að dansa á línunni Hafdís Alda er, að sögn Friðriks, ákveðin með eindæmum, hömlulaus og ansi kjaftfor. Hann segir það í raun stóran hluta af sjálfri skemmtuninni við dragið að geta dansað vel á línunni. Leyft sér að vera hömlulaus og látið allt gossa. Viðtalið við Friðrik Ómar má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fékk Jógvan með sér á hælana Friðrik og Jógvan Hansen hafa í gegnum tíðina skemmt mikið saman, bæði á ýmiss konar tónlistarviðburðum sem og í veislustjórn. Friðrik segist loks hafa náð að sannfæra Jógvan í að koma með sér í dragið og hafa þeir félagar nú í nægu að snúast að taka að sér veislustjórn sem kjaftforar drottningar í háum hælum. Það er bara búið að vera brjálað að gera, þetta hefur gefist ótrúlega vel. Það er svo mikil gleði sem tengist því að koma fram í dragi. View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Friðrik lýsir því hvernig það hafi verið að sjá Jógvan í fyrsta skipti í dragi og segir hann samband þeirra breytast á skemmtilegan hátt þegar varaliturinn er kominn á. „Ég var búinn að vara hann við og segja við hann; Jógvan, þú átt eftir að upplifa þig sem eitthvað annað þegar þú horfir á þig í spegli. Það var svo fyndið að sjá hann hreyfa sig svona mjúklega og hann dansaði bara eitthvað svo allt öðruvísi. Kemistríið verður svona… Þröskuldurinn er lágur, við leyfum okkur meira og megum gera meira.“ View this post on Instagram A post shared by FRIÐRIK ÓMAR (@fromarinn) Nýtt lag, nýtt jólalag og sextán jólatónleikar Stærsta vertíð tónlistarfólks, jólavertíðin, nálgast nú óðfluga og er að sjálfsögðu nóg framundan hjá Friðriki í þeim málum. Ég verð með sextán jólatónleika í desember. Fimm á Akureyri og ellefu í Salnum í Kópavogi og þetta er búið að vera algjört ævintýri. Hann segir Íslendinga greinilega vel þyrsta í tónleikahald um hátíðarnar og bætti hann því nýverið við elleftu tónleikunum. Ný jólalög séu í bígerð og fólk geti búist við hressum nýjum jólasmellum frá honum þetta árið. Einhleypur og elskar fyrir hádegi Nýtt lag Friðriks heitir Ég elska þig mest á morgnana og kom út á streymisveitum þann 4. október síðastliðinn. Aðspurður út í titilinn, segir hann: „Ég var að fara frá því að spyrja mig að því „Hvað ef ég get ekki elskað?" í það að gefa mig fyrir hádegi núna.“ Friðrik er í dag einhleypur en rúm fimm ár eru síðan hann var síðast í ástarsambandi. Hann segist sáttur í sínu skinni en lokar ekki á það að finna ástina. Maður fer fyrst eftir svona sambandsslit í að finnast eitthvað vanta rosalega mikið en svo sest maður einhvern veginn niður og mér finnst þetta voðalega næs bara í dag. Morgunþættirnir Bakaríið eru á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt (15. október) í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bakaríið Tónlist Jól Tónleikar á Íslandi Næturlíf Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Sjá meira