Notendur strætó eru augljóslega vandamálið Geir Finnsson skrifar 19. október 2022 07:00 Eins skemmtilegt og okkur Íslendingum þykir að rífast um Borgarlínu, mislæg gatnamót og jarðgöng þá virðist, þrátt fyrir allt, ríkja samhljómur um mikilvægi þess að hafa hér öflugar almenningssamgöngur. Af þeim sökum er forvitnilegt að fylgjast með hversu illa Strætó gengur að svara eftirspurn sinna notenda. Á þessu ári, nú þegar við höfum ákveðið að slökkva endanlega á upplýsingafundum almannavarna og snúa aftur til lífsins fyrir veiruna skæðu, hefur gengið vel að fjölmenna á viðburði á borð við Gleðigönguna og Menningarnótt. Það er ef við tökum út fyrir sviga getu Strætó til að vera með tilbúna vagna til að mæta þeim fjölmenna hópi fólks sem skilur bílana sína eftir heima. Það er eflaust hægt að fyrirgefa slík mistök einu sinni en því miður gerðust þau oftar á þessu ári. Stór hópur þjóðarinnar og ferðamanna sækir næturlíf borgarinnar hverja helgi og eiga leigubílstjórar í fullu fangi við að ferja næturgesti heim að djammi loknu. Biðin í leigubílaröðinni verður fjarri því að verða auðveldari þegar vetur konungur bankar uppá á næstu vikum. Því var sannarlega skref í rétta átt fyrir Strætó að bjóða upp á næturstrætó svo auðvelda mætti ferðalagið heim og auka sömuleiðis öryggi borgarbúa í leiðinni. Það verður því að teljast furðulegt skref hjá Strætó að fella niður þessa þörfu þjónustu eftir mjög skamman reynslutíma, bæði á vel nýttum ferðum og hinum sem síður voru nýttar. Næturlífið er sannarlega ekki að fara í vetrarfrí, af hverju ætti þá næturstrætó að gera það? Þrátt fyrir að áðurnefndur næturstrætó hafi hætt að ganga um klukkustund áður en eftirspurnin er hvað mest eftir fari heim (þegar krár og skemmtistaðir loka), verið illa auglýstur, með slæmu aðgengi og almennt flóknu greiðslukerfi í boði Klapps, þá voru farþegar í hverjum vagni um 14-16 manns að meðaltali síðustu mánuði. Eftirspurnin er því klárlega til staðar þó hún væri ekki nóg í augum Strætó. Því var ákveðið að hætta að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir borgarbúa. Út frá þessu má sjá nokkuð skýr skilaboð frá Strætó: Við, notendurnir erum alfarið vandamálið í þessum efnum og verðum við því að bretta upp á ermar og verða duglegri að sætta okkur við þá síversnandi þjónustu sem við greiðum síhækkandi verð fyrir. Höfundur er afar lífsglaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Strætó Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Eins skemmtilegt og okkur Íslendingum þykir að rífast um Borgarlínu, mislæg gatnamót og jarðgöng þá virðist, þrátt fyrir allt, ríkja samhljómur um mikilvægi þess að hafa hér öflugar almenningssamgöngur. Af þeim sökum er forvitnilegt að fylgjast með hversu illa Strætó gengur að svara eftirspurn sinna notenda. Á þessu ári, nú þegar við höfum ákveðið að slökkva endanlega á upplýsingafundum almannavarna og snúa aftur til lífsins fyrir veiruna skæðu, hefur gengið vel að fjölmenna á viðburði á borð við Gleðigönguna og Menningarnótt. Það er ef við tökum út fyrir sviga getu Strætó til að vera með tilbúna vagna til að mæta þeim fjölmenna hópi fólks sem skilur bílana sína eftir heima. Það er eflaust hægt að fyrirgefa slík mistök einu sinni en því miður gerðust þau oftar á þessu ári. Stór hópur þjóðarinnar og ferðamanna sækir næturlíf borgarinnar hverja helgi og eiga leigubílstjórar í fullu fangi við að ferja næturgesti heim að djammi loknu. Biðin í leigubílaröðinni verður fjarri því að verða auðveldari þegar vetur konungur bankar uppá á næstu vikum. Því var sannarlega skref í rétta átt fyrir Strætó að bjóða upp á næturstrætó svo auðvelda mætti ferðalagið heim og auka sömuleiðis öryggi borgarbúa í leiðinni. Það verður því að teljast furðulegt skref hjá Strætó að fella niður þessa þörfu þjónustu eftir mjög skamman reynslutíma, bæði á vel nýttum ferðum og hinum sem síður voru nýttar. Næturlífið er sannarlega ekki að fara í vetrarfrí, af hverju ætti þá næturstrætó að gera það? Þrátt fyrir að áðurnefndur næturstrætó hafi hætt að ganga um klukkustund áður en eftirspurnin er hvað mest eftir fari heim (þegar krár og skemmtistaðir loka), verið illa auglýstur, með slæmu aðgengi og almennt flóknu greiðslukerfi í boði Klapps, þá voru farþegar í hverjum vagni um 14-16 manns að meðaltali síðustu mánuði. Eftirspurnin er því klárlega til staðar þó hún væri ekki nóg í augum Strætó. Því var ákveðið að hætta að bjóða upp á þessa þjónustu fyrir borgarbúa. Út frá þessu má sjá nokkuð skýr skilaboð frá Strætó: Við, notendurnir erum alfarið vandamálið í þessum efnum og verðum við því að bretta upp á ermar og verða duglegri að sætta okkur við þá síversnandi þjónustu sem við greiðum síhækkandi verð fyrir. Höfundur er afar lífsglaður.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun