Íslenska þjóðin getur ekki átt fiskveiðiheimildir að mati Viðskiptaráðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2022 11:04 Loðnuveiðar. Vísir/Sigurjón Viðskiptaráð Íslands telur að íslenska þjóðin geti ekki átt fiskveiðiheimildir þrátt fyrir að tekið sé fram í lögum um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóðarinnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umsögn ráðsins við þingsályktunartillögu Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingmanns Viðreisnar, um að ráðherra verði falið að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Kjarninn greindi frá efni umsagnarinnar í gær. Í þingsályktunartillögu Hönnu Katrína er lagt til að lagt verði fram frumvarp sem feli í sér afnám á varanlegum rétti til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar. Lagt er til að það verði gert með fyrningu heildaraflahlutdeildar, jafnt í öllum tegundum, um fimm prósent á ári og sölu sömu hlutdeildar á opnum uppboðsmarkaði. Við sölu verði gerðir nýtingarsamningar við handhafa aflaheimilda sem kveði á um nýtingarrétt til tuttugu ára. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður umræddrar þingsályktunartillögu.Vísir/Vilhelm Í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni kemur fram að ein rök með áðurnefndum breytingum sé að með þeim verði lagalegri óvissu um kvótakerfið eytt. Óvissan felst í því að með kvótakerfinu telji ýmsir fræðimenn að veiðiheimildir sem því fylgja njóti eignaréttarverndar stjórnarskrár. Á sama tíma kveði hins vegar lög um stjórn fiskveiða á um að nytjastofnar séu sameign þjóðarinnar og úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarétt. Óheppilegt ósamræmi Í umsögn Viðskiptaráðs, þar sem lagst er gegn þingsályktunartillögunni, er tekið undir að óheppilegt sé að ósamræmis gæti á milli almennra laga og stjórnarskrár. Þó telur ráðið að umrædd óvissa sem getið er í greinargerðinni sé ofmetin. Flest rök hnígi til þess að aflaheimildir teljist til eignaréttinda. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands er skrifaður fyrir umsögninni.Vísir/Vilhelm Kemur fram í umsögninni að umrætt ákvæði um þjóðareign á umræddum nytjastofnun sé fyrst og fremst ætlað að tryggja fullveldisrétt íslenska ríkisins til að ákveða með lögum nýtingu á auðlindum í efnahagslögsögunni. Ákvæðið myndi ekki eiginlegan eignarétt þjóðarinnar „Í íslenskum rétti er enda ekki gert ráð fyrir því að þjóðin sem slík geti átt eignir. Yfirlýsing í lögum um þjóðareign hefur þannig ekki beina þýðingu í eignarréttarlegu tilliti. Aftur á móti getur ríkið eða stofnanir þess notið eignarréttar og færi betur á því að það væri þá orðað beinum hætti, standi vilji til þess,“ segir í umsögninni. Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Stjórnsýsla Stjórnarskrá Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í umsögn ráðsins við þingsályktunartillögu Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingmanns Viðreisnar, um að ráðherra verði falið að breyta lögum um stjórn fiskveiða. Kjarninn greindi frá efni umsagnarinnar í gær. Í þingsályktunartillögu Hönnu Katrína er lagt til að lagt verði fram frumvarp sem feli í sér afnám á varanlegum rétti til nýtingar fiskveiðiauðlindarinnar. Lagt er til að það verði gert með fyrningu heildaraflahlutdeildar, jafnt í öllum tegundum, um fimm prósent á ári og sölu sömu hlutdeildar á opnum uppboðsmarkaði. Við sölu verði gerðir nýtingarsamningar við handhafa aflaheimilda sem kveði á um nýtingarrétt til tuttugu ára. Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður umræddrar þingsályktunartillögu.Vísir/Vilhelm Í greinargerð sem fylgir þingsályktunartillögunni kemur fram að ein rök með áðurnefndum breytingum sé að með þeim verði lagalegri óvissu um kvótakerfið eytt. Óvissan felst í því að með kvótakerfinu telji ýmsir fræðimenn að veiðiheimildir sem því fylgja njóti eignaréttarverndar stjórnarskrár. Á sama tíma kveði hins vegar lög um stjórn fiskveiða á um að nytjastofnar séu sameign þjóðarinnar og úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum myndi ekki eignarétt. Óheppilegt ósamræmi Í umsögn Viðskiptaráðs, þar sem lagst er gegn þingsályktunartillögunni, er tekið undir að óheppilegt sé að ósamræmis gæti á milli almennra laga og stjórnarskrár. Þó telur ráðið að umrædd óvissa sem getið er í greinargerðinni sé ofmetin. Flest rök hnígi til þess að aflaheimildir teljist til eignaréttinda. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands er skrifaður fyrir umsögninni.Vísir/Vilhelm Kemur fram í umsögninni að umrætt ákvæði um þjóðareign á umræddum nytjastofnun sé fyrst og fremst ætlað að tryggja fullveldisrétt íslenska ríkisins til að ákveða með lögum nýtingu á auðlindum í efnahagslögsögunni. Ákvæðið myndi ekki eiginlegan eignarétt þjóðarinnar „Í íslenskum rétti er enda ekki gert ráð fyrir því að þjóðin sem slík geti átt eignir. Yfirlýsing í lögum um þjóðareign hefur þannig ekki beina þýðingu í eignarréttarlegu tilliti. Aftur á móti getur ríkið eða stofnanir þess notið eignarréttar og færi betur á því að það væri þá orðað beinum hætti, standi vilji til þess,“ segir í umsögninni.
Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Stjórnsýsla Stjórnarskrá Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira