Mjóddin má muna sinn fífil fegurri Bjarki Sigurðsson skrifar 22. október 2022 07:01 Rauðvínsflaska, sprittbrúsi og fleira rusl við blautan bekk á biðstöðinni í Mjódd. Vísir/Vilhelm Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar hefur lagt til að ráðist verði í umbætur á strætóskiptistöðinni í Mjóddinni. Stöðin er sú fjölfarnasta á landinu. Á hverju ári fara fjórar milljónir farþega um umferðarmiðstöðina í Mjóddinni. Þar stöðva ellefu strætóar, þar af þrír landsbyggðarstrætóar sem ferðast til Borgarness, Landeyjarhafnar og Selfoss. Aðstaðan í Mjódd er alls ekki sú fegursta, krotað er á flesta veggi, takmarkað magn af sætisplássi er til staðar og er þjónustutíminn ekki langur. Einungis er hægt að sækja þjónustu þar milli klukkan 7 og 18 á virkum dögum og klukkan 10 til 14 um helgar. Þessi bekkur lítur ekki út fyrir að vera sá þægilegasti.Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, vill að ráðist verði í að minnsta kosti þrjár aðgerðir til að bæta aðstöðu strætisvagnafarþega við Mjóddina. Fyrsta skref væri að byrja með kvöldopnanir. Hildur leggur til að stöðin verði opin farþegum á kvöldin á meðan vagnarnir ganga. Klósettaðstaðan er ekki hugguleg.Vísir/Vilhelm Þá þurfi að auka gæslu í biðsalnum og koma salernisþrifum í lag. Þriðja tillaga Hildar er að sætum í biðsal verði fjölgað og þau sæti sem eru þar nú þegar verði löguð. Gera þurfi biðsalinn hlýlegri, til dæmis með uppsetningu listaverka. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sem fram fór í vikunni var málinu frestað. Hver þarf pláss þegar hann er að pissa...?Vísir/Vilhelm Mjóddin er einn af fáum stöðum þar sem hægt er að kaupa strætómiða.Vísir/Vilhelm Búið er að brjóta rúðu við inngang inn í Mjóddina.Vísir/Vilhelm Strætó Reykjavík Menning Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Á hverju ári fara fjórar milljónir farþega um umferðarmiðstöðina í Mjóddinni. Þar stöðva ellefu strætóar, þar af þrír landsbyggðarstrætóar sem ferðast til Borgarness, Landeyjarhafnar og Selfoss. Aðstaðan í Mjódd er alls ekki sú fegursta, krotað er á flesta veggi, takmarkað magn af sætisplássi er til staðar og er þjónustutíminn ekki langur. Einungis er hægt að sækja þjónustu þar milli klukkan 7 og 18 á virkum dögum og klukkan 10 til 14 um helgar. Þessi bekkur lítur ekki út fyrir að vera sá þægilegasti.Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, vill að ráðist verði í að minnsta kosti þrjár aðgerðir til að bæta aðstöðu strætisvagnafarþega við Mjóddina. Fyrsta skref væri að byrja með kvöldopnanir. Hildur leggur til að stöðin verði opin farþegum á kvöldin á meðan vagnarnir ganga. Klósettaðstaðan er ekki hugguleg.Vísir/Vilhelm Þá þurfi að auka gæslu í biðsalnum og koma salernisþrifum í lag. Þriðja tillaga Hildar er að sætum í biðsal verði fjölgað og þau sæti sem eru þar nú þegar verði löguð. Gera þurfi biðsalinn hlýlegri, til dæmis með uppsetningu listaverka. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sem fram fór í vikunni var málinu frestað. Hver þarf pláss þegar hann er að pissa...?Vísir/Vilhelm Mjóddin er einn af fáum stöðum þar sem hægt er að kaupa strætómiða.Vísir/Vilhelm Búið er að brjóta rúðu við inngang inn í Mjóddina.Vísir/Vilhelm
Strætó Reykjavík Menning Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira