Skildi ríginn þegar Hörður liðsstjóri mætti með kaffið Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 13:32 Það verða átök í kvöld þegar Hafnarfjarðarliðin mætast í Kaplakrika. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þó að „hatur“ sé sennilega fullsterkt orð þá er grunnt á því góða á milli FH og Hauka sem í kvöld berjast um montréttinn í Olís-deild karla í handbolta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Tveir menn sem þekkja vel til rígsins á milli Hafnarfjarðarliðanna ræddu um slaginn í Handkastinu í dag, þeir Björgvin Páll Gústavsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ég fattaði hvað þetta skiptir miklu máli þegar Hörður [Davíð Harðarson] liðsstjóri mætti alltaf með kaffi. Haukakaffi í klefann, til að við drykkjum ekki kaffi hjá FH,“ sagði Björgvin Páll sem í dag er markvörður Vals en varði mark Hauka í þrjú tímabil. „Ákveðin typpakeppni“ „Það er skemmtilegur rígur. Hann má alveg vera meiri, það má halda honum meira á lofti og hafa aðeins meiri læti, og vonandi byrjar það upp á nýtt í kvöld. Alvöru læti frá fyrstu mínútu. Það hefur ekki alltaf verið þannig en það var þannig þegar ég var þarna. Þetta er partur af samfélaginu, ákveðin typpakeppni, rautt eða hvítt. Menn þurfa að sýna það innan vallar að þeir séu að berjast fyrir félagið sitt. Félagið FH er í almennri krísu en er að rísa í fótboltanum og ég held að það muni rísa líka í handboltanum á næstu misserum, en það er Haukanna að stoppa það,“ sagði Björgvin. Hægt er að hlusta á Handkastið hér að neðan en umræða um leiki 6. umferðar Olís-deildarinnar hefst eftir 32 mínútur og 40 sekúndur. Ásgeir tók undir það að leikir Hafnarfjarðarliðanna væru ekki eins og aðrir leikir. „Hatur er of sterkt orð en það fer djúpt í taugarnar á Haukamönnum ef að það er tapað, og talað um að Haukar séu verri en FH. Það fer alveg í mínar fínustu. En ég á fullt af frábærum vinum í FH og ætla ekki að hætta að taka í höndina á þeim. En það er eitthvað extra þarna,“ sagði Ásgeir. 6. umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld:FH - Haukar kl. 19:30, Kaplakriki.Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.Miðasala í Stubbur App.#handbolti #olisdeildin pic.twitter.com/QSa4CNPnzd— HSÍ (@HSI_Iceland) October 20, 2022 Segja má að bæði Hafnarfjarðarliðin hafi valdið vissum vonbrigðum það sem af er leiktíð en Haukar eru með 5 stig eftir 5 leiki og FH stigi minna, eftir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. „Þetta er ákveðinn tímapunktur fyrir bæði lið. Þau eru á stað sem þau vilja ekki vera á í deildinni. Þau vilja vera í toppbaráttunni og þessi leikur sker svolítið úr um það hvort liðanna tekur það skref. Þetta verður þungt tap fyrir liðið sem tapar, og það bætir enn í þetta hatur hvað það er mikið undir,“ sagði Björgvin. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.15. Olís-deild karla FH Haukar Handbolti Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
Tveir menn sem þekkja vel til rígsins á milli Hafnarfjarðarliðanna ræddu um slaginn í Handkastinu í dag, þeir Björgvin Páll Gústavsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ég fattaði hvað þetta skiptir miklu máli þegar Hörður [Davíð Harðarson] liðsstjóri mætti alltaf með kaffi. Haukakaffi í klefann, til að við drykkjum ekki kaffi hjá FH,“ sagði Björgvin Páll sem í dag er markvörður Vals en varði mark Hauka í þrjú tímabil. „Ákveðin typpakeppni“ „Það er skemmtilegur rígur. Hann má alveg vera meiri, það má halda honum meira á lofti og hafa aðeins meiri læti, og vonandi byrjar það upp á nýtt í kvöld. Alvöru læti frá fyrstu mínútu. Það hefur ekki alltaf verið þannig en það var þannig þegar ég var þarna. Þetta er partur af samfélaginu, ákveðin typpakeppni, rautt eða hvítt. Menn þurfa að sýna það innan vallar að þeir séu að berjast fyrir félagið sitt. Félagið FH er í almennri krísu en er að rísa í fótboltanum og ég held að það muni rísa líka í handboltanum á næstu misserum, en það er Haukanna að stoppa það,“ sagði Björgvin. Hægt er að hlusta á Handkastið hér að neðan en umræða um leiki 6. umferðar Olís-deildarinnar hefst eftir 32 mínútur og 40 sekúndur. Ásgeir tók undir það að leikir Hafnarfjarðarliðanna væru ekki eins og aðrir leikir. „Hatur er of sterkt orð en það fer djúpt í taugarnar á Haukamönnum ef að það er tapað, og talað um að Haukar séu verri en FH. Það fer alveg í mínar fínustu. En ég á fullt af frábærum vinum í FH og ætla ekki að hætta að taka í höndina á þeim. En það er eitthvað extra þarna,“ sagði Ásgeir. 6. umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld:FH - Haukar kl. 19:30, Kaplakriki.Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.Miðasala í Stubbur App.#handbolti #olisdeildin pic.twitter.com/QSa4CNPnzd— HSÍ (@HSI_Iceland) October 20, 2022 Segja má að bæði Hafnarfjarðarliðin hafi valdið vissum vonbrigðum það sem af er leiktíð en Haukar eru með 5 stig eftir 5 leiki og FH stigi minna, eftir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. „Þetta er ákveðinn tímapunktur fyrir bæði lið. Þau eru á stað sem þau vilja ekki vera á í deildinni. Þau vilja vera í toppbaráttunni og þessi leikur sker svolítið úr um það hvort liðanna tekur það skref. Þetta verður þungt tap fyrir liðið sem tapar, og það bætir enn í þetta hatur hvað það er mikið undir,“ sagði Björgvin. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.15.
Olís-deild karla FH Haukar Handbolti Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira