Maðurinn er ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en hann kom til Keflavíkurflugvallar með flugi frá Amsterdam í Hollandi þann 20. ágúst síðastliðinn.
Var styrkleiki efnanna 83 til 84 prósent en þau voru valin í farangri mannsins og er talið að þau hafi verið ætluð til söludrefingar hér á landi.
Maðurinn játaði skýlaust sök í málinu, en samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Af gögnum verði ekki séð að maðurinn hafi verið eigandi fíkniefnanna en þó virðist sem hann hafi samþykkt að flytja efnin til landsins gegn greiðslu.
Dómari í málinu taldi hæfileg refsing vera fimmtán mánaða fangelsi, en til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald sem hann hafði sætt frá 21. ágúst síðastliðinn.
Manninum var jafnframt gert að geriða rúmlega 1,3 milljónir króna í sakarkostnað.