KKÍ vísar málinu til aganefndar og Tindastól mögulega dæmt tap Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 15:18 Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu en ef boltinn hefði ekki farið ofan í hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls getað náð boltanum og hafið sókn. Skjáskot/RÚV Mögulegt er að Haukar taki sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að stjórn KKÍ ákvað nú í hádeginu að vísa til aga- og úrskurðarnefndar máli varðandi fjölda erlendra leikmanna sem Tindastóll notaði í sigri sínum gegn Haukum á mánudag. Eftir öruggan sigur Tindastóls gegn Haukum á Sauðárkróki á mánudag kom í ljós að um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls verið inni á vellinum. Það stangast á við nýjar reglur sem tóku gildi fyrir tímabilið, um þann hámarksfjölda erlendra leikmanna sem mega vera inni á vellinum í hvoru liði hverju sinni. Þeir mega í mesta lagi vera þrír. Boltinn telst í leik þegar víti eru tekin en þar sem að Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu, og Tindastóll tók leikhlé strax í kjölfarið, var boltanum ekki spilað á meðan að of margir erlendir leikmenn voru á gólfinu. Í reglum KKÍ segir að hafi lið teflt fram ólöglegum leikmanni sé því dæmt 20-0 tap í viðkomandi leik, nema að liðið hafi unnið sigur með stærri mun. Haukar íhuguðu að kæra málið en stjórn KKÍ tók af þeim ómakið eftir fund í dag, og ákvað að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi. Leik Njarðvíkur frestað þar til vitað er hver mótherjinn verður „Við fengum fréttir af þessu máli seinni partinn í gær. Formlega ábendingu í kjölfarið. Þá ber okkur að skoða málið samkvæmt lögum og reglum sambandsins. Við komum saman á stuttum stjórnarfundi í hádeginu og stjórnin ákvað að fara með málið fyrir aga- og úrskurðarnefnd, til að hún taki málið fyrir og þar til bærir aðilar taki á málinu,“ sagði Hannes. Stjórn KKÍ tók því ekki afstöðu til málsins og nú tekur við bið eftir gagnaöflun og niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndarinnar. Búast má við að sú bið verði lengri en til mánaðamóta, en næsta umferð í bikarnum á að vera spiluð 30. og 31. október. Hannes segir að leik Njarðvíkur og Tindastóls verði sennilega frestað þar til að niðurstaða fæst í það hvort að andstæðingur Njarðvíkur verður Tindastóll eða Haukar. „Við þurfum að skrifa upp okkar greinargerð og annað til nefndarinnar, og getum vonandi skilað því af okkur í fyrramálið. Þá mun Tindastóll fá sinn tíma til að skila sinni vörn og sínum skoðunum, og mun væntanlega fá sjö daga í það. Nefndin muni svo eflaust taka sinn tíma og því er ekki von á niðurstöðu fyrr en eftir 2-3 vikur myndi ég halda,“ segir Hannes. VÍS-bikarinn Tindastóll Haukar Körfubolti Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Eftir öruggan sigur Tindastóls gegn Haukum á Sauðárkróki á mánudag kom í ljós að um miðjan þriðja leikhluta, þegar Haukar fengu tvö vítaskot, hefðu fjórir erlendir leikmenn Tindastóls verið inni á vellinum. Það stangast á við nýjar reglur sem tóku gildi fyrir tímabilið, um þann hámarksfjölda erlendra leikmanna sem mega vera inni á vellinum í hvoru liði hverju sinni. Þeir mega í mesta lagi vera þrír. Boltinn telst í leik þegar víti eru tekin en þar sem að Hilmar Smári Henningsson hitti úr seinna víti sínu, og Tindastóll tók leikhlé strax í kjölfarið, var boltanum ekki spilað á meðan að of margir erlendir leikmenn voru á gólfinu. Í reglum KKÍ segir að hafi lið teflt fram ólöglegum leikmanni sé því dæmt 20-0 tap í viðkomandi leik, nema að liðið hafi unnið sigur með stærri mun. Haukar íhuguðu að kæra málið en stjórn KKÍ tók af þeim ómakið eftir fund í dag, og ákvað að vísa málinu til aga- og úrskurðarnefndar. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi. Leik Njarðvíkur frestað þar til vitað er hver mótherjinn verður „Við fengum fréttir af þessu máli seinni partinn í gær. Formlega ábendingu í kjölfarið. Þá ber okkur að skoða málið samkvæmt lögum og reglum sambandsins. Við komum saman á stuttum stjórnarfundi í hádeginu og stjórnin ákvað að fara með málið fyrir aga- og úrskurðarnefnd, til að hún taki málið fyrir og þar til bærir aðilar taki á málinu,“ sagði Hannes. Stjórn KKÍ tók því ekki afstöðu til málsins og nú tekur við bið eftir gagnaöflun og niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndarinnar. Búast má við að sú bið verði lengri en til mánaðamóta, en næsta umferð í bikarnum á að vera spiluð 30. og 31. október. Hannes segir að leik Njarðvíkur og Tindastóls verði sennilega frestað þar til að niðurstaða fæst í það hvort að andstæðingur Njarðvíkur verður Tindastóll eða Haukar. „Við þurfum að skrifa upp okkar greinargerð og annað til nefndarinnar, og getum vonandi skilað því af okkur í fyrramálið. Þá mun Tindastóll fá sinn tíma til að skila sinni vörn og sínum skoðunum, og mun væntanlega fá sjö daga í það. Nefndin muni svo eflaust taka sinn tíma og því er ekki von á niðurstöðu fyrr en eftir 2-3 vikur myndi ég halda,“ segir Hannes.
VÍS-bikarinn Tindastóll Haukar Körfubolti Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit