Enskan tröllríður verslunum á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. október 2022 14:00 Lefties Store á Gran Vía í Madrid er í eigu spænsku samsteypunnar Inditex Group. Cristina Arias/Getty Images Mikill meirihluti verslana og fyrirtækja í helstu verslunargötu Madrid, höfuðborgar Spánar, ber ensk heiti og notar ensk slagorð. Útbreiðsla ensku í spænsku verslunarlífi hefur tífaldast á síðustu árum. Það er víðar en á landinu bláa sem maður og annar hefur áhyggjur af sívaxandi notkun enskrar tungu á almannafæri. Enskan ryður sér til rúms Á Spáni fer notkun engilsaxneskunnar hríðvaxandi, og ekki bara á túrhestastöðum þar sem bleikir Bretar bera bumbuna og teyga bjórinn með sínum fish&chips, heldur og kannski lítið síður í höfuðborginni Madrid. Í síðustu viku var dagur hinnar spænsku arfleifðar, eða „día de la hispanidad“ haldinn hátíðlegur, en það var einmitt 12. október, sem Kristófer Kólumbus og menn hans stigu fyrst á land á suður-amerískri jörð. Fyrir 530 árum, vel að merkja. Í tilefni þess ákvað spænska dagblaðið El País að gera litla úttekt á útbreiðslu enskunnar í spænsku umhverfi. Og beindi sjónum sínum að aðalverslunargötu höfuðborgarinnar, Gran Vía… The Great Way. 65% verslana með ensk nöfn Í götunni eru 185 verslanir. 121 þeirra, eða 65% allra verslana bera ensk nöfn eða nota ensk slagorð. Slogans fyrir þá sem ekki vita. Þetta er breyting sem bragð er að. Fyrir réttum 40 árum opnaði McDonalds sinn fyrsta hamborgarastað á Gran Vía og þá sást enska nánast hvergi á víðavangi á hásléttum mið-Spánar. Og ef Spánverji var spurður hvort hann talaði ensku var svarið líklegast: „Yes, pero poco.“ Og við erum ekki að tala um erlend fyrirtæki á Gran Vía. Nei, The Good Burger, Honest Greens, Lefties, Aristocracy… þetta eru allt spænsk fyrirtæki. Á 20 árum hefur tífaldast sá fjöldi spænskra fyrirtækja sem bera ensk nöfn. Fataverslanirnar auglýsa nýja „collections“ fyrir næstu „season“ og í glugganum stendur að það hægt að „shop inside“ eða „shop online“. Auðvitað spilar fjölgun ferðamanna inn í þessa enskuvæðingu í höfuðborginni. Árið 2007 voru 7,3 milljónir erlendra gistinátta í Madrid. Rétt fyrir Covid, árið 2019 voru þær 14,2 milljónir. Og í Gran Vía eru 19 hótel. Og allt ber hér að sama brunni. Rakarastofan heitir „barber shop“, húðflúrarinn heitir „tattoo studios“ og fasteignasölurnar heita „real estate“. Enska er samt ekki „málið“. En er enskan rétta leiðin til að ná árangri? Nei, segir Agustín Elbaile, formaður Auglýsingaakademíunnar á Spáni, samtaka auglýsingamanna og almannatengla, í samtali við El País. Hann segir að í pípunum séu niðurstöður viðamikillar úttektar á hvort tungumálið sé vænlegra til að skila fleiri evrum í kassann. Og þar segir hann, burstar spænskan enskuna. Svona sirka 14-2. Einfaldlega vegna þess að Spánverjar skilja ekki ensku nægilega vel til þess að enskar auglýsingar höfði til þeirra. Ennþá allavega. Spánn Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Það er víðar en á landinu bláa sem maður og annar hefur áhyggjur af sívaxandi notkun enskrar tungu á almannafæri. Enskan ryður sér til rúms Á Spáni fer notkun engilsaxneskunnar hríðvaxandi, og ekki bara á túrhestastöðum þar sem bleikir Bretar bera bumbuna og teyga bjórinn með sínum fish&chips, heldur og kannski lítið síður í höfuðborginni Madrid. Í síðustu viku var dagur hinnar spænsku arfleifðar, eða „día de la hispanidad“ haldinn hátíðlegur, en það var einmitt 12. október, sem Kristófer Kólumbus og menn hans stigu fyrst á land á suður-amerískri jörð. Fyrir 530 árum, vel að merkja. Í tilefni þess ákvað spænska dagblaðið El País að gera litla úttekt á útbreiðslu enskunnar í spænsku umhverfi. Og beindi sjónum sínum að aðalverslunargötu höfuðborgarinnar, Gran Vía… The Great Way. 65% verslana með ensk nöfn Í götunni eru 185 verslanir. 121 þeirra, eða 65% allra verslana bera ensk nöfn eða nota ensk slagorð. Slogans fyrir þá sem ekki vita. Þetta er breyting sem bragð er að. Fyrir réttum 40 árum opnaði McDonalds sinn fyrsta hamborgarastað á Gran Vía og þá sást enska nánast hvergi á víðavangi á hásléttum mið-Spánar. Og ef Spánverji var spurður hvort hann talaði ensku var svarið líklegast: „Yes, pero poco.“ Og við erum ekki að tala um erlend fyrirtæki á Gran Vía. Nei, The Good Burger, Honest Greens, Lefties, Aristocracy… þetta eru allt spænsk fyrirtæki. Á 20 árum hefur tífaldast sá fjöldi spænskra fyrirtækja sem bera ensk nöfn. Fataverslanirnar auglýsa nýja „collections“ fyrir næstu „season“ og í glugganum stendur að það hægt að „shop inside“ eða „shop online“. Auðvitað spilar fjölgun ferðamanna inn í þessa enskuvæðingu í höfuðborginni. Árið 2007 voru 7,3 milljónir erlendra gistinátta í Madrid. Rétt fyrir Covid, árið 2019 voru þær 14,2 milljónir. Og í Gran Vía eru 19 hótel. Og allt ber hér að sama brunni. Rakarastofan heitir „barber shop“, húðflúrarinn heitir „tattoo studios“ og fasteignasölurnar heita „real estate“. Enska er samt ekki „málið“. En er enskan rétta leiðin til að ná árangri? Nei, segir Agustín Elbaile, formaður Auglýsingaakademíunnar á Spáni, samtaka auglýsingamanna og almannatengla, í samtali við El País. Hann segir að í pípunum séu niðurstöður viðamikillar úttektar á hvort tungumálið sé vænlegra til að skila fleiri evrum í kassann. Og þar segir hann, burstar spænskan enskuna. Svona sirka 14-2. Einfaldlega vegna þess að Spánverjar skilja ekki ensku nægilega vel til þess að enskar auglýsingar höfði til þeirra. Ennþá allavega.
Spánn Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent