„Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra“ Snorri Másson skrifar 24. október 2022 08:45 Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði. Þar hefur áformunum verið harðlega mótmælt af sumum íbúum, þar á meðal Skúla Mogensen athafnamanni. Fjallað var um áformin í Íslandi í dag og lúxusböð Skúla heimsótt, sem vindmyllurnar eru sagðar munu skyggja á. Ketill segir í viðtali í Íslandi í dag að viðbrögðin sem rati í umræðuna um svona áform séu yfirleitt þau neikvæðu. „Þeir sem eru jákvæðir gagnvart svona verkefnum hafa sig yfirleitt ekki í frammi. En það er annars bara ofureðlilegt að það komi fram athugasemdir og ábendingar og mótmæli þess vegna. Það eru ekki allir sáttir um svona stór verkefni,“ segir Ketill. Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann sjái málið öðrum augum en íbúarnir, sem hafa sagt þetta eins og að „krota inn í málverk eftir Kjarval“, segir Ketill mikilvægt að átta sig á að íbúarnir séu ekki sama og íbúarnir: „Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra.“ Vindmyllurnar eiga að rísa uppi á Brekkukambi sem er um 650 metra fjall. Sjálfar eiga þær að geta verið allt að 250 metra háar, sem þýðir að þær myndu gnæfa tæpan kílómetra upp í loftið. „Við höfum áhuga á þessu verkefni. Við myndum vilja sjá það verða að veruleika, en sjálft umhverfismatið er auðvitað eftir,“ segir Ketill. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd og rætt við Skúla Mogensen.Vísir/Bjarni Zephyr Iceland, eins og önnur orkufyrirtæki, fara inn í verkefni meðvituð um að hugsanlega verði ekki af þeim, en Ketill segir að Brekkukamburinn sé eitt þeirra verkefna sem fyrirtækið hefur trú á. „Vindorka verður að veruleika að einhverju marki. Það er mjög líklegt að vindmyllur muni í einhverri mynd rísa á Íslandi,“ segir Ketill. En hvar? „Já, ekki í bakgarðinum mínum. Það er náttúrulega bara algengt viðhorf,“ segir Ketill. „Ég vona samt að við og aðrir sem koma að vindorkuverkefnum á Íslandi munum bera gæfu til að reisa verkefni sem nokkuð breið sátt ríkir um, en það verður sennilega ekkert verkefni sem verður alger sátt um. Ég held að það sé ekki til svoleiðis orkuverkefni yfirleitt í dag.“ Vindorka Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Ketill segir í viðtali í Íslandi í dag að viðbrögðin sem rati í umræðuna um svona áform séu yfirleitt þau neikvæðu. „Þeir sem eru jákvæðir gagnvart svona verkefnum hafa sig yfirleitt ekki í frammi. En það er annars bara ofureðlilegt að það komi fram athugasemdir og ábendingar og mótmæli þess vegna. Það eru ekki allir sáttir um svona stór verkefni,“ segir Ketill. Ketill Sigurjónsson er framkvæmdastjóri Zephyr Iceland, sem hefur stórtæk áform um uppbyggingu vindmyllugarða víða um land, þar á meðal í Hvalfirði.Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann sjái málið öðrum augum en íbúarnir, sem hafa sagt þetta eins og að „krota inn í málverk eftir Kjarval“, segir Ketill mikilvægt að átta sig á að íbúarnir séu ekki sama og íbúarnir: „Þú mátt ekki segja íbúarnir og vera að vísa til allra.“ Vindmyllurnar eiga að rísa uppi á Brekkukambi sem er um 650 metra fjall. Sjálfar eiga þær að geta verið allt að 250 metra háar, sem þýðir að þær myndu gnæfa tæpan kílómetra upp í loftið. „Við höfum áhuga á þessu verkefni. Við myndum vilja sjá það verða að veruleika, en sjálft umhverfismatið er auðvitað eftir,“ segir Ketill. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd og rætt við Skúla Mogensen.Vísir/Bjarni Zephyr Iceland, eins og önnur orkufyrirtæki, fara inn í verkefni meðvituð um að hugsanlega verði ekki af þeim, en Ketill segir að Brekkukamburinn sé eitt þeirra verkefna sem fyrirtækið hefur trú á. „Vindorka verður að veruleika að einhverju marki. Það er mjög líklegt að vindmyllur muni í einhverri mynd rísa á Íslandi,“ segir Ketill. En hvar? „Já, ekki í bakgarðinum mínum. Það er náttúrulega bara algengt viðhorf,“ segir Ketill. „Ég vona samt að við og aðrir sem koma að vindorkuverkefnum á Íslandi munum bera gæfu til að reisa verkefni sem nokkuð breið sátt ríkir um, en það verður sennilega ekkert verkefni sem verður alger sátt um. Ég held að það sé ekki til svoleiðis orkuverkefni yfirleitt í dag.“
Vindorka Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50 Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. 20. október 2022 08:50
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20