Carlos Martin Santos: Við eigum ekki skilið svona leikhús Þorsteinn Hjálmsson skrifar 22. október 2022 19:10 Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar. Vísir/Hulda Margrét Þjálfari Harðar frá Ísafirði, Carlos Martin Santos, var heilt yfir ánægður með sitt lið eftir tap gegn Stjörnunni í dag í Garðabænum. Hörður leiddi leikinn fyrstu 40 mínúturnar en tapaði á endanum með þriggja marka mun, 28-25. „Mér fannst þetta góður leikur. Við tókum skref upp á við gegn Selfossi í síðasta leik og vonandi er þessi leikur staðfesting á að við séum enn að vaxa. Allir áttu góðan leik, allir spiluðu vel í liðinu svo ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Vonandi sigrum við næsta leik,“ sagði Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar. Aðspurður hvað hafi gerst þegar Hörður missti yfirhöndina í leiknum á fertugustu mínútu eftir að hafa leitt leikinn þar til þá, hafði Carlos Martin Santos þetta að segja. „Að við erum Hörður og við erum lítið lið, það er það sem mér finnst. Ég skil það að við séum að koma hingað til Garðabæjar og Stjarnan er mjög, mjög gott lið og mjög stórt félag en frá mér séð þá vitum við að við erum þeir litlu en við eigum ekki skilið svona leikhús. Þetta er mín upplifun og hvernig ég sé leikinn. Auðvitað gerum við mistök,“ segir Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, en hann var ekki par sáttur með dómara leiksins á köflum í leiknum. Carlos Martin Santos er ánægður með nýju leikmennina sína sem hafa verið að koma til landsins undanfarnar vikur og segir þá passa vel inn í hópinn. „Mjög vel. Þeir eru að bregðast vel við. Vonandi getur Jhonatan spilað meira en það mun koma og Guilherme spilaði vel. Þeir passa vel inn í hópinn. Þeir, eins og ég sagði síðasta þriðjudag, þá eru þeir að gefa okkur annan lit í liðið og ég er mjög glaður með það,“ sagði Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar. Hvað þarf Hörður að gera til að vinna sinn fyrsta leik í Olís-deildinni? „Að eiga fullkomnar 60 mínútur. Ekki að klikka á skotum og ekki að klikka á sendingum og hjálpa markvörðum okkar betur. Það eru mörg mistök í dag en ég held við séum að nálgast. Vonandi í næstu viku, vonandi á næstu tveimur vikum mun þetta koma,“ sagði Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, að lokum. Handbolti Hörður Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira
„Mér fannst þetta góður leikur. Við tókum skref upp á við gegn Selfossi í síðasta leik og vonandi er þessi leikur staðfesting á að við séum enn að vaxa. Allir áttu góðan leik, allir spiluðu vel í liðinu svo ég er mjög ánægður fyrir þeirra hönd. Vonandi sigrum við næsta leik,“ sagði Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar. Aðspurður hvað hafi gerst þegar Hörður missti yfirhöndina í leiknum á fertugustu mínútu eftir að hafa leitt leikinn þar til þá, hafði Carlos Martin Santos þetta að segja. „Að við erum Hörður og við erum lítið lið, það er það sem mér finnst. Ég skil það að við séum að koma hingað til Garðabæjar og Stjarnan er mjög, mjög gott lið og mjög stórt félag en frá mér séð þá vitum við að við erum þeir litlu en við eigum ekki skilið svona leikhús. Þetta er mín upplifun og hvernig ég sé leikinn. Auðvitað gerum við mistök,“ segir Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, en hann var ekki par sáttur með dómara leiksins á köflum í leiknum. Carlos Martin Santos er ánægður með nýju leikmennina sína sem hafa verið að koma til landsins undanfarnar vikur og segir þá passa vel inn í hópinn. „Mjög vel. Þeir eru að bregðast vel við. Vonandi getur Jhonatan spilað meira en það mun koma og Guilherme spilaði vel. Þeir passa vel inn í hópinn. Þeir, eins og ég sagði síðasta þriðjudag, þá eru þeir að gefa okkur annan lit í liðið og ég er mjög glaður með það,“ sagði Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar. Hvað þarf Hörður að gera til að vinna sinn fyrsta leik í Olís-deildinni? „Að eiga fullkomnar 60 mínútur. Ekki að klikka á skotum og ekki að klikka á sendingum og hjálpa markvörðum okkar betur. Það eru mörg mistök í dag en ég held við séum að nálgast. Vonandi í næstu viku, vonandi á næstu tveimur vikum mun þetta koma,“ sagði Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, að lokum.
Handbolti Hörður Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Sjá meira