Tilefnislaus árás á unglingsstráka: Drógu upp kylfu og létu höggin dynja Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 12:21 Drengirnir voru á rafhlaupahjóli þegar ráðist var á þá. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ráðist var á tvo unglingsstráka sem voru á rafhlaupahjóli í Kópavogi í gær. Árásarmennirnir króuðu þá af og eru taldir drengir á svipuðu reki. Lögreglan er með málið til skoðunar en meiðsl voru ekki alvarleg. Þórður H. Þórarinsson, faðir annars drengsins, greinir frá málinu á Facebook. Hann segir í samtali við fréttastofu að drengirnir hafi verið á leið heim úr bíó þegar ráðist var á þá við gatnamót Fífuhvammsvegar og Hlíðardalsvegar. Þeir kannast ekkert við árásarmennina. „Þeir eru á hlaupahjóli og eru að keyra fram hjá sjoppunni í Snælandi og það voru einhverjir strákar þar á vespu sem voru að elta þá, króuðu þá af, og létu höggin dynja; drógu upp einhverja kylfu og létu höggin dynja,“ segir Þórður. Þakkar ökumanninum veitta aðstoð Á meðan árásin stóð yfir tókst öðrum drengnum að hlaupa út á götu og stöðva bíl. Í honum var kona ásamt dóttur sinni og við það flúðu árásarmennirnir af vettvangi. Þórður þakkar ökumanninum fyrir að hafa komið syni sínum og vini hans til aðstoðar. Meiðslin voru blessunarlega ekki alvarleg en sonur Þórðar fékk kúlu á hausinn og fær líklega glóðurauga. Lögregla kom á vettvang og tók skýrslu af drengjunum. Málið er til skoðunar en Þórður telur líklegt að þeir feðgar leggi fram kæru vegna málsins. Hann biður foreldra í hverfinu að ræða við börnin sín um málið. „Það var hugmyndin með því að setja þetta inn að ef einhver kannast við þessa lýsingu þá geti foreldrar talað við börnin sín; að svona hegðun gangi ekki,“ segir hann að lokum. Lögreglumál Kópavogur Rafhlaupahjól Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þórður H. Þórarinsson, faðir annars drengsins, greinir frá málinu á Facebook. Hann segir í samtali við fréttastofu að drengirnir hafi verið á leið heim úr bíó þegar ráðist var á þá við gatnamót Fífuhvammsvegar og Hlíðardalsvegar. Þeir kannast ekkert við árásarmennina. „Þeir eru á hlaupahjóli og eru að keyra fram hjá sjoppunni í Snælandi og það voru einhverjir strákar þar á vespu sem voru að elta þá, króuðu þá af, og létu höggin dynja; drógu upp einhverja kylfu og létu höggin dynja,“ segir Þórður. Þakkar ökumanninum veitta aðstoð Á meðan árásin stóð yfir tókst öðrum drengnum að hlaupa út á götu og stöðva bíl. Í honum var kona ásamt dóttur sinni og við það flúðu árásarmennirnir af vettvangi. Þórður þakkar ökumanninum fyrir að hafa komið syni sínum og vini hans til aðstoðar. Meiðslin voru blessunarlega ekki alvarleg en sonur Þórðar fékk kúlu á hausinn og fær líklega glóðurauga. Lögregla kom á vettvang og tók skýrslu af drengjunum. Málið er til skoðunar en Þórður telur líklegt að þeir feðgar leggi fram kæru vegna málsins. Hann biður foreldra í hverfinu að ræða við börnin sín um málið. „Það var hugmyndin með því að setja þetta inn að ef einhver kannast við þessa lýsingu þá geti foreldrar talað við börnin sín; að svona hegðun gangi ekki,“ segir hann að lokum.
Lögreglumál Kópavogur Rafhlaupahjól Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira