Einelti hafi tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 12:41 Skólar hafa í gegnum tíðina oftar en ekki verið helsti vettvangur eineltis. Það hefur breyst með tilkomu tækni sem auðveldar rafræn samskipti. Vísir/Vilhelm Samfélagið fylltist skelfingu þegar myndskeið af líkamlegu ofbeldi og einelti í garð 12 ára stúlku fór í dreifingu. Stúlkan, Ísabella Von, og móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir voru hálfráðþrota andspænis eineltinu sem Ísabella hafði sætt í marga mánuði. Þær stigu fram og greindu frá stöðunni. Töluvert hefur verið fjallað um einelti frá því málið kom upp og hvað sé hægt að gera til að sporna við því. Fjallað var um málið í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem að Sigrúrn Garcia Thorarensen formaður fagráðs um eineltismál, Skúli Bragi Geirdal verkefnisstjóri hjá Fjölmiðlanefnd og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands ræddu málin. Það sem var í skólanum að færast úr honum Magnús Þór, sem starfaði árum saman sem skólastjóri, áður en hann tók við formennsku í Kennarasambandinu fór stuttlega yfir hvort að einhver munur væri á einelti í dag og þegar hann hóf störf á sínum tíma. „Mjög margt af því sem er að gerast núna hefur farið inn á vefinn eða aðra hluti sem er erfiðara kannsi að eiga við. Þetta hefur tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu. Þá meina ég það að atvik sem kannski voru að gerast hér áður inn í skólum, færast nú út fyrir skólana,“ sagði Magnús Þór. Kallaði hann eftir umræðu í samfélaginu um hvernig koma mætti í veg fyrir einelti og hvernig ætti að glíma við það. Hlusta má á umræðurnar í þættinum í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þetta má ekki verða yfirborðskennd umræða sem endar svo með því að við bíðum næsta atviki. Við verðum að horfa á þetta sem samfélagslegan hlut,“ sagði Magnús Þór. Ekki merki um þróun í átt að fjölgun tilfella Sigríður Garcia, sem stýrir fagráði um eineltismál sem ætlað er að taka á eineltismálum sem skólum og skólaskrifstofum hefur ekki tekist að glíma við. Sagði hún að tíu til tólf mál kæmu á borð ráðsins á ári hverju. Ekki hafi verið sérstök þróun í átt að fjölgun tilfella. Sagði hún að margt hafi breyst og að ekki væri lengur horft bara til gerenda eða þolenda eineltis þegar væri verið að glíma við einelti. Úr skólastarfi.Vísir/Vilhelm „Við horfum kannski á þetta í dag að við erum ekki bara að horfa á þolendur og gerendur. Við erum að horfa á skólasamfélagið í heild sinni og við erum að horfa á menninguma sem þrífst innan bekkjarins sem leyfir eineltinu að þrífast. Þetta er ekki eins og þetta var fyrir tíu árum þegar þetta snerist allt um þolendur og gerendur heldur er þetta meira að snúast um menninguna og bekkjarárganginn í heild sinni,“ sagði Sigríður Garcia. Nýja umhverfið Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, var einnig í þættinum og ræddi hann um samfélagsmiðla, sem í einhverjum tilvikum eru nýttir til eineltis. Sagði fræðslu um hlutverk og mögulega skaðsemi samfélagsmiðla væri ábótavant. Það væri hægt að nýta þá til góðs, en einnig til ills. Líti sem ekkert púður væri hins vegar í forvarnir. „Þetta er nýja umhverfið okkar og við höfum hingað til verið að gera allt of lítið í þessum málum, í forvarnarfræðslu, að fræða börnin. Það skiptir máli hvernig við lesum, greinum og metum upplýsingar á netinu en líka hvernig við sköpum þær. Við höfum kannski ekki verið að leggja neina áherslu á þetta.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Sprengisandur Samfélagsmiðlar TikTok Facebook Tækni Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Samfélagið fylltist skelfingu þegar myndskeið af líkamlegu ofbeldi og einelti í garð 12 ára stúlku fór í dreifingu. Stúlkan, Ísabella Von, og móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir voru hálfráðþrota andspænis eineltinu sem Ísabella hafði sætt í marga mánuði. Þær stigu fram og greindu frá stöðunni. Töluvert hefur verið fjallað um einelti frá því málið kom upp og hvað sé hægt að gera til að sporna við því. Fjallað var um málið í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem að Sigrúrn Garcia Thorarensen formaður fagráðs um eineltismál, Skúli Bragi Geirdal verkefnisstjóri hjá Fjölmiðlanefnd og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands ræddu málin. Það sem var í skólanum að færast úr honum Magnús Þór, sem starfaði árum saman sem skólastjóri, áður en hann tók við formennsku í Kennarasambandinu fór stuttlega yfir hvort að einhver munur væri á einelti í dag og þegar hann hóf störf á sínum tíma. „Mjög margt af því sem er að gerast núna hefur farið inn á vefinn eða aðra hluti sem er erfiðara kannsi að eiga við. Þetta hefur tilhneigingu til að fara úr sviðsljósinu. Þá meina ég það að atvik sem kannski voru að gerast hér áður inn í skólum, færast nú út fyrir skólana,“ sagði Magnús Þór. Kallaði hann eftir umræðu í samfélaginu um hvernig koma mætti í veg fyrir einelti og hvernig ætti að glíma við það. Hlusta má á umræðurnar í þættinum í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Þetta má ekki verða yfirborðskennd umræða sem endar svo með því að við bíðum næsta atviki. Við verðum að horfa á þetta sem samfélagslegan hlut,“ sagði Magnús Þór. Ekki merki um þróun í átt að fjölgun tilfella Sigríður Garcia, sem stýrir fagráði um eineltismál sem ætlað er að taka á eineltismálum sem skólum og skólaskrifstofum hefur ekki tekist að glíma við. Sagði hún að tíu til tólf mál kæmu á borð ráðsins á ári hverju. Ekki hafi verið sérstök þróun í átt að fjölgun tilfella. Sagði hún að margt hafi breyst og að ekki væri lengur horft bara til gerenda eða þolenda eineltis þegar væri verið að glíma við einelti. Úr skólastarfi.Vísir/Vilhelm „Við horfum kannski á þetta í dag að við erum ekki bara að horfa á þolendur og gerendur. Við erum að horfa á skólasamfélagið í heild sinni og við erum að horfa á menninguma sem þrífst innan bekkjarins sem leyfir eineltinu að þrífast. Þetta er ekki eins og þetta var fyrir tíu árum þegar þetta snerist allt um þolendur og gerendur heldur er þetta meira að snúast um menninguna og bekkjarárganginn í heild sinni,“ sagði Sigríður Garcia. Nýja umhverfið Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, var einnig í þættinum og ræddi hann um samfélagsmiðla, sem í einhverjum tilvikum eru nýttir til eineltis. Sagði fræðslu um hlutverk og mögulega skaðsemi samfélagsmiðla væri ábótavant. Það væri hægt að nýta þá til góðs, en einnig til ills. Líti sem ekkert púður væri hins vegar í forvarnir. „Þetta er nýja umhverfið okkar og við höfum hingað til verið að gera allt of lítið í þessum málum, í forvarnarfræðslu, að fræða börnin. Það skiptir máli hvernig við lesum, greinum og metum upplýsingar á netinu en líka hvernig við sköpum þær. Við höfum kannski ekki verið að leggja neina áherslu á þetta.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Framhaldsskólar Sprengisandur Samfélagsmiðlar TikTok Facebook Tækni Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira