Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila Snorri Másson skrifar 23. október 2022 20:59 Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við. Þegar maður sér Strætó á ferð um Reykjavík eru um helmingslíkur á að vagninn sé ekki í eigu borgarinnar - og að vagnstjórinn starfi hjá einkafyrirtæki. Af rúmlega 150 vögnum í þjónustu Strætó er um helmingur í eigu einkafyrirtækja eins og Hópbíla hf. eða Kynnisferða. Strætisvagnar á vegum byggðasamlagsins og einkaaðila.stöð 2 Hugmyndir eru uppi um aukna útvistun, sem myndi auka hlutfall þeirra vagna sem eru í eigu og rekstri einkafyrirtækja fyrir Strætó. Þessar hugmyndir koma til dæmis frá sjálfum stjórnarformanni Strætó, Magnúsi Erni Guðmundssyni, sem segir blasa við að bjóða í auknum mæli út rekstur Strætó. Útvistun sé augljóslega skynsamlegri kostur en að félagið annist aksturinn sjálft. Á svipuðum nótum talar Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, sem segir að hagræðing felist í að úthýsa rekstrinum. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segist aldrei hafa séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann hóf störf.Mynd/Strætó Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir að honum lítist ljómandi vel á þessar hugmyndir. „Þetta er umræða sem hefur átt sér stað mjög lengi inni í Strætó og á meðal pólitíkusa í sveitarfélaginu. Vonandi fer að koma einhver endanleg ákvörðun í þetta þannig að hægt sé að vinna í rétta átt,“ segir Jóhannes. Mynduð þið vilja bjóða allan reksturinn út? „Já, í lokin sjáum við fyrir okkur að allur reksturinn sé boðinn út,“ segir Jóhannes, sem segir þó ekki nákvæmt að kalla það einkavæðingu. „Nei, ég myndi ekki segja það. Þetta er bara að bjóða út á samkeppnismarkaði. Samkeppni um verðin. Þannig teljum við okkur geta fengið hagstæðari verð.“ Skipulag og rekstur kerfisins væri enn alfarið í höndum Strætó bs. þótt einkafyrirtæki ættu vagnana og réðu bílstjórana. Strætó á ekki sjö dagana sæla. Nýtt app hefur farið brösulega af stað, Næturstrætó var lagður af við lítinn fögnuð notenda, óánægju hefur gætt með þjónustuna almennt og rekstrarerfiðleikarnir hafa aldrei verið meiri. Jóhannes kveðst sjálfur ekki hafa séð það svartara en bendir á að aukin útboð séu ekki lausn á bráðavandanum sem steðji að núna. „Að bjóða út er ekki kannski lausn sem reddar okkur núna en eins og ég sagði áðan hefur í útboðunum komið lægri verð en við höfum getað gert þetta sjálf. Þannig að til framtíðar getur þetta þýtt lægri kostnað fyrir Strætó,“ segir Jóhannes. Strætó Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði. 11. október 2022 16:46 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Þegar maður sér Strætó á ferð um Reykjavík eru um helmingslíkur á að vagninn sé ekki í eigu borgarinnar - og að vagnstjórinn starfi hjá einkafyrirtæki. Af rúmlega 150 vögnum í þjónustu Strætó er um helmingur í eigu einkafyrirtækja eins og Hópbíla hf. eða Kynnisferða. Strætisvagnar á vegum byggðasamlagsins og einkaaðila.stöð 2 Hugmyndir eru uppi um aukna útvistun, sem myndi auka hlutfall þeirra vagna sem eru í eigu og rekstri einkafyrirtækja fyrir Strætó. Þessar hugmyndir koma til dæmis frá sjálfum stjórnarformanni Strætó, Magnúsi Erni Guðmundssyni, sem segir blasa við að bjóða í auknum mæli út rekstur Strætó. Útvistun sé augljóslega skynsamlegri kostur en að félagið annist aksturinn sjálft. Á svipuðum nótum talar Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, sem segir að hagræðing felist í að úthýsa rekstrinum. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segist aldrei hafa séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann hóf störf.Mynd/Strætó Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir að honum lítist ljómandi vel á þessar hugmyndir. „Þetta er umræða sem hefur átt sér stað mjög lengi inni í Strætó og á meðal pólitíkusa í sveitarfélaginu. Vonandi fer að koma einhver endanleg ákvörðun í þetta þannig að hægt sé að vinna í rétta átt,“ segir Jóhannes. Mynduð þið vilja bjóða allan reksturinn út? „Já, í lokin sjáum við fyrir okkur að allur reksturinn sé boðinn út,“ segir Jóhannes, sem segir þó ekki nákvæmt að kalla það einkavæðingu. „Nei, ég myndi ekki segja það. Þetta er bara að bjóða út á samkeppnismarkaði. Samkeppni um verðin. Þannig teljum við okkur geta fengið hagstæðari verð.“ Skipulag og rekstur kerfisins væri enn alfarið í höndum Strætó bs. þótt einkafyrirtæki ættu vagnana og réðu bílstjórana. Strætó á ekki sjö dagana sæla. Nýtt app hefur farið brösulega af stað, Næturstrætó var lagður af við lítinn fögnuð notenda, óánægju hefur gætt með þjónustuna almennt og rekstrarerfiðleikarnir hafa aldrei verið meiri. Jóhannes kveðst sjálfur ekki hafa séð það svartara en bendir á að aukin útboð séu ekki lausn á bráðavandanum sem steðji að núna. „Að bjóða út er ekki kannski lausn sem reddar okkur núna en eins og ég sagði áðan hefur í útboðunum komið lægri verð en við höfum getað gert þetta sjálf. Þannig að til framtíðar getur þetta þýtt lægri kostnað fyrir Strætó,“ segir Jóhannes.
Strætó Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði. 11. október 2022 16:46 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33
Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði. 11. október 2022 16:46