Lovísa Thompson og Berglind Þorsteinsdóttir hafa báðar dregið úr íslenska landsliðshópnum vegna meiðsla. Þetta kemur fram á miðlum Handknattleikssambands Íslands.
Í stað þeirra hefur Katrín Tinna Jensdóttir, leikmaður Volda í Noregi verið kölluð inn í liðið. Katrín Tinna hefur leikið þrjá landsleiki.
Berglind er leikmaður HK en Lovísa spilað með danska félaginu Ringköbing Håndbold áður en hún ákvað að fá sig lausan undir samning við liðið.
Íslenska liðið undirbýr sig nú fyrir leiki í forkeppni HM 2023 gegn Ísrael á Ásvöllum 5. og 6. nóvember.
Á föstudaginn halda stelpurnar okkar til Færeyja og leika þar tvo vináttulandsleiki um helgina.