Icelandair mátti reka Ólöfu Helgu Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2022 16:39 Ólöf Helga Adolfsdóttir rataði fyrst í fréttir síðasta haust eftir að henni var sagt upp störfum sem hlaðmaður hjá Icelandair. Efling Félagsdómur telur að Ólöf Helga Adolfsdóttir hafi ekki notið sérstakrar verndar sem trúnaðarmaður þegar Icelandair sagði henni upp störfum í fyrra. Ólöf Helga bauð sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands og hefur verið í miðpunkti hatrammra deilna innan Eflingar. Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp í ágúst í fyrra en hún starfaði í hlaðdeild fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli. Efling skaut máli hennar til dómstóla þar sem félagið taldi uppsögnina ólöglega á grundvelli þess að hún hefði verið trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Mbl.is segir frá því að félagsdómur hafi úrskurðað Icelandair í vil. Kjörtímabili Ólafar Helgu sem trúnaðarmanns hafi verið lokið þegar henni var sagt upp störfum. Þá hafi umboð hennar í öryggisnefnd Air Iceland Connect, sem þá rak innanlandsflug Icelandair, fallið niður þegar félagið var lagt niður og rann aftur inn í Icelandair í byrjun síðasta árs. Ástæða uppsagnarinnar hafi þó verið á reiki. Icelandair hafi vísað til trúnaðarbrests og framkomu Ólafar Helgu í garð samstarfsmanna í hlaðdeild og starfsmanna í farþegaafgreiðslu. Efling færði á móti rök fyrir því að Ólöf Helga hafi haft afskipti af tveimur málum eftir að nýr stöðvarstjóri tók við. Leitaði hún með bæði málin til Eflingar. Efling rak mál Ólafar Helgu hart í fyrri formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og sendi frá sér yfirlýsingar og upplýsingar um það til fjölmiðla. Ólöf Helga kom síðar inn í stjórn Eflingar sem ritari. Eftir að Sólveig Anna sagði af sér embætti fyrir ári hafa þær Ólöf Helga hins vegar tekist harkalega á um málefni félagsins. Kjaramál Dómsmál Icelandair Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp í ágúst í fyrra en hún starfaði í hlaðdeild fyrirtækisins á Reykjavíkurflugvelli. Efling skaut máli hennar til dómstóla þar sem félagið taldi uppsögnina ólöglega á grundvelli þess að hún hefði verið trúnaðarmaður á vinnustaðnum. Mbl.is segir frá því að félagsdómur hafi úrskurðað Icelandair í vil. Kjörtímabili Ólafar Helgu sem trúnaðarmanns hafi verið lokið þegar henni var sagt upp störfum. Þá hafi umboð hennar í öryggisnefnd Air Iceland Connect, sem þá rak innanlandsflug Icelandair, fallið niður þegar félagið var lagt niður og rann aftur inn í Icelandair í byrjun síðasta árs. Ástæða uppsagnarinnar hafi þó verið á reiki. Icelandair hafi vísað til trúnaðarbrests og framkomu Ólafar Helgu í garð samstarfsmanna í hlaðdeild og starfsmanna í farþegaafgreiðslu. Efling færði á móti rök fyrir því að Ólöf Helga hafi haft afskipti af tveimur málum eftir að nýr stöðvarstjóri tók við. Leitaði hún með bæði málin til Eflingar. Efling rak mál Ólafar Helgu hart í fyrri formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra og sendi frá sér yfirlýsingar og upplýsingar um það til fjölmiðla. Ólöf Helga kom síðar inn í stjórn Eflingar sem ritari. Eftir að Sólveig Anna sagði af sér embætti fyrir ári hafa þær Ólöf Helga hins vegar tekist harkalega á um málefni félagsins.
Kjaramál Dómsmál Icelandair Stéttarfélög Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45
Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10