Hreyfihömluð börn komist oft ekki í bekkjarafmæli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. október 2022 13:35 Sjálfsbjörg vill vekja foreldra og skólayfirvöld til meðvitundar um aðgengi. Sjálfsbjörg Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, fær reglulega ábendingar um að fötluð börn verði út undan þegar barnaafmæli eru haldin á stöðum þar sem aðgengismál eru í ólestri. Þau fái boð en komist ekki líkt og hin börnin. Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar segir að í dag sé engin afsökun fyrir lélegu aðgengi. „Öllum er boðið í tíu ára afmæli Katrínar Sólar. Það er ekki aðgengi fyrir hjólastóla. Hlökkum til að sjá þig, nema þú sért fatlaður.“ Þetta boðskort er liður í aðgengisherferð Sjálfsbjargar sem hefur yfirskriftina; öllum boðið nema fötluðum. Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, segir aðgengismál síst vera einkamál fatlaðra. „Við höfum reglulega fengið ábendingar um að þegar barnaafmæli eru haldin og eitt fatlað barn er í bekknum að það sé endalaust verið að bjóða á sama stað í barnaafmæli þar sem ekki er aðgengi fyrir hjólastólanotendur eða börn með göngugrindur og fötluð börn verða hreinlega oft út undan. Við viljum vekja foreldra og skóla til umhugsunar að skoða og athuga hvort að staðirnir sem foreldrarnir eru að bjóða á séu aðgengilegir öllum“ Hér er hægt að fræðast nánar um herferðina. Það sé auðvelt að finna upplýsingar um aðgengilega staði. Bæði á heimasíðu Sjálfsbjargar og í smáforritnu TravAble er yfirlit yfir þjónustu og staði með gott aðgengi. Í forritinu geta notendur einnig skráð nýja aðgengilega staði. Ósk segir að í dag sé í raun engin afsökun fyrir að hafa ekki gott aðgengi. „Gert var samkomulag milli stjórnvalda og Öryrkjabandalagsins um að bæta aðgengi fyrir fatlaða í opinberum byggingum. Opinberir aðilar geta sótt um styrk til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir breytingum til að bæta aðgengi hjá sér. Þá eru einnig aðgengisfulltrúar í sveitarfélögum þannig að fólk á að geta haft samband við þá og einnig er alltaf velkomið að hafa samband við okkur hjá Sjálfsbjörg.“ Ósk segir að málin séu þó að þokast í rétta átt. „Ég held að þetta sé hægt og rólega að breytast. Byggingareglugerðir eru að verða strangari og fólk fer oftar eftir þeim. Fleiri nýbyggingar eru aðgengilegar hreyfihömluðum. Þetta frábæra verkefni sem Sjálfsbjörg er meðal annars aðili að, römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland hefur heldur betur haft góð áhrif á samfélagið og fólk er orðið meira meðvitað um hvað þetta skiptir miklu máli. Við fáum fyrirspurnir frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem vilja gera betur og biðja um aðstoð þannig að ég held að það sé góð aðgengisbylgja í gangi núna og fólk er að verða meira meðvitað.“ Börn og uppeldi Verslun Tengdar fréttir „Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00 Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Öllum er boðið í tíu ára afmæli Katrínar Sólar. Það er ekki aðgengi fyrir hjólastóla. Hlökkum til að sjá þig, nema þú sért fatlaður.“ Þetta boðskort er liður í aðgengisherferð Sjálfsbjargar sem hefur yfirskriftina; öllum boðið nema fötluðum. Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, segir aðgengismál síst vera einkamál fatlaðra. „Við höfum reglulega fengið ábendingar um að þegar barnaafmæli eru haldin og eitt fatlað barn er í bekknum að það sé endalaust verið að bjóða á sama stað í barnaafmæli þar sem ekki er aðgengi fyrir hjólastólanotendur eða börn með göngugrindur og fötluð börn verða hreinlega oft út undan. Við viljum vekja foreldra og skóla til umhugsunar að skoða og athuga hvort að staðirnir sem foreldrarnir eru að bjóða á séu aðgengilegir öllum“ Hér er hægt að fræðast nánar um herferðina. Það sé auðvelt að finna upplýsingar um aðgengilega staði. Bæði á heimasíðu Sjálfsbjargar og í smáforritnu TravAble er yfirlit yfir þjónustu og staði með gott aðgengi. Í forritinu geta notendur einnig skráð nýja aðgengilega staði. Ósk segir að í dag sé í raun engin afsökun fyrir að hafa ekki gott aðgengi. „Gert var samkomulag milli stjórnvalda og Öryrkjabandalagsins um að bæta aðgengi fyrir fatlaða í opinberum byggingum. Opinberir aðilar geta sótt um styrk til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrir breytingum til að bæta aðgengi hjá sér. Þá eru einnig aðgengisfulltrúar í sveitarfélögum þannig að fólk á að geta haft samband við þá og einnig er alltaf velkomið að hafa samband við okkur hjá Sjálfsbjörg.“ Ósk segir að málin séu þó að þokast í rétta átt. „Ég held að þetta sé hægt og rólega að breytast. Byggingareglugerðir eru að verða strangari og fólk fer oftar eftir þeim. Fleiri nýbyggingar eru aðgengilegar hreyfihömluðum. Þetta frábæra verkefni sem Sjálfsbjörg er meðal annars aðili að, römpum upp Reykjavík og Römpum upp Ísland hefur heldur betur haft góð áhrif á samfélagið og fólk er orðið meira meðvitað um hvað þetta skiptir miklu máli. Við fáum fyrirspurnir frá fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem vilja gera betur og biðja um aðstoð þannig að ég held að það sé góð aðgengisbylgja í gangi núna og fólk er að verða meira meðvitað.“
Börn og uppeldi Verslun Tengdar fréttir „Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00 Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
„Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00
Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03
101 nýr hjólastólarampur í miðborginni Römpum upp Reykjavík, átak til að bæta aðgengismál í miðborg Reykjavíkur, hófst í mars og síðan þá hafa verið settir upp hundrað og einn rampur fyrir hjólastóla við innganga verslana og veitingastaða. Áfanganum var fagnað í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. 6. nóvember 2021 09:33