„Áunninn athyglisbrestur er ekki til“ Stefán Árni Pálsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 27. október 2022 10:30 Anna Tara hefur rannsakað ADHD meira en flestir hér á landi. Á samfélagsmiðlum á borð við TikTok er að finna fjöldann allan af myndböndum þar sem einkennum ADHD er lýst. Þegar leitað er að myllumerkinu ADHD má sjá að slík myndbönd hafa fengið yfir 16 milljarða áhorfa. Margir samsama sig við slík myndbönd og telja einkennin eiga við um sig. Oft eru talin upp mjög almenn einkenni í myndböndunum sem geta bæði átt við einstaklinga sem eru með ADHD og ekki. Fjallað var um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið en þar var rætt við Svanhildi Hólm Valsdóttur og Önnu Töru. Þegar ADHD ber á góma er oft talað um að flest okkar getum verið gleymin og utan við okkur en er áunninn athyglisbrestur til? „Áunninn athyglisbrestur er ekki til,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. Hún segir einnig að skjánotkun geti ekki valdið athyglisbresti en að einstaklingar með ADHD séu líklegri til að vera með meiri og hraðari skjánotkun til þess að sækja í örvun. Anna Tara segir að vinsæl TikTok myndbönd þar sem einkennum ADHD eru gerð skil geri meira gagn en ógagn og geti hjálpað einstaklingum með ógreint ADHD að átta sig á því hver einkennin eru. „Það á enginn að vera að greina sig sjálfur, þig getur grunað en svo áttu að fara til fagaðila,“ segir hún en bætir þó við að henni þyki fagaðilar hér á landi ekki alltaf hafa nægilega menntun til þess að annast ADHD greiningar. Hún telur aukna umræðu vera af hinu góða en hún segir skilninginn á ADHD ekki nægilegan og að umræðan einkennist af skort á samúð. „Það er alltaf eins og fólk sé að væla yfir engu og fólk skilur ekki hvað ADHD getur verið hamlandi,“ segir hún. Það geti fært fólki aukin lífsgæði að fá meðferð við röskuninni. Mjög dýrt Anna Tara segir að þrátt fyrir aukna vitund um ADHD og aukningu í ADHD greiningum fullorðinna sé þó langt í land. „Heldur betur ef þú vilt hafa minni samfélagslegan kostnað, því það er mjög dýrt að meðhöndla ekki ADHD, og ef þér er annt um vellíðan fólks og börnin þeirra, að þau eigi öll sem best lífsgæði, þá ætti hjálpin að koma strax,“ segir Anna Tara. Hér á landi er ekki til nein tölfræði um hversu margir eru greindir með ADHD heldur einungis tölfræði um það hversu margir taki lyf. Anna Tara gagnrýnir það harðlega að umræðan snúist einungis um lyfjanotkun og kallar eftir tölum um greiningar. „Mér finnst ekki hægt að bera saman lyfjanotkun milli landa ef við erum ekki með tölur um greiningar,“ segir Anna Tara og segir að ef fleiri Íslendingar taki lyf sé það til marks um það að við séum að sinna málaflokknum betur en nágrannalönd okkar. Rætt er við Önnu Töru í innslaginu hér að neðan en viðtalið við hana hefst þegar um sjö mínútur eru liðnar af þættinum. Ísland í dag Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira
Margir samsama sig við slík myndbönd og telja einkennin eiga við um sig. Oft eru talin upp mjög almenn einkenni í myndböndunum sem geta bæði átt við einstaklinga sem eru með ADHD og ekki. Fjallað var um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið en þar var rætt við Svanhildi Hólm Valsdóttur og Önnu Töru. Þegar ADHD ber á góma er oft talað um að flest okkar getum verið gleymin og utan við okkur en er áunninn athyglisbrestur til? „Áunninn athyglisbrestur er ekki til,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. Hún segir einnig að skjánotkun geti ekki valdið athyglisbresti en að einstaklingar með ADHD séu líklegri til að vera með meiri og hraðari skjánotkun til þess að sækja í örvun. Anna Tara segir að vinsæl TikTok myndbönd þar sem einkennum ADHD eru gerð skil geri meira gagn en ógagn og geti hjálpað einstaklingum með ógreint ADHD að átta sig á því hver einkennin eru. „Það á enginn að vera að greina sig sjálfur, þig getur grunað en svo áttu að fara til fagaðila,“ segir hún en bætir þó við að henni þyki fagaðilar hér á landi ekki alltaf hafa nægilega menntun til þess að annast ADHD greiningar. Hún telur aukna umræðu vera af hinu góða en hún segir skilninginn á ADHD ekki nægilegan og að umræðan einkennist af skort á samúð. „Það er alltaf eins og fólk sé að væla yfir engu og fólk skilur ekki hvað ADHD getur verið hamlandi,“ segir hún. Það geti fært fólki aukin lífsgæði að fá meðferð við röskuninni. Mjög dýrt Anna Tara segir að þrátt fyrir aukna vitund um ADHD og aukningu í ADHD greiningum fullorðinna sé þó langt í land. „Heldur betur ef þú vilt hafa minni samfélagslegan kostnað, því það er mjög dýrt að meðhöndla ekki ADHD, og ef þér er annt um vellíðan fólks og börnin þeirra, að þau eigi öll sem best lífsgæði, þá ætti hjálpin að koma strax,“ segir Anna Tara. Hér á landi er ekki til nein tölfræði um hversu margir eru greindir með ADHD heldur einungis tölfræði um það hversu margir taki lyf. Anna Tara gagnrýnir það harðlega að umræðan snúist einungis um lyfjanotkun og kallar eftir tölum um greiningar. „Mér finnst ekki hægt að bera saman lyfjanotkun milli landa ef við erum ekki með tölur um greiningar,“ segir Anna Tara og segir að ef fleiri Íslendingar taki lyf sé það til marks um það að við séum að sinna málaflokknum betur en nágrannalönd okkar. Rætt er við Önnu Töru í innslaginu hér að neðan en viðtalið við hana hefst þegar um sjö mínútur eru liðnar af þættinum.
Ísland í dag Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Sjá meira