Erlend eftirspurn
Empower Now hugbúnaðurinn nýtir sannreynda aðferðafræði Empower sem unnið hefur með leiðandi fyrirtækjum og stofnunum í ólíkum geirum eins og Alþingi, Embætti ríkislögreglustjóra, Landsvirkjun ofl.
„Það er gríðarleg eftirspurn á erlendum mörkuðum eftir lausnum er varða jafnrétti og fjölbreytni (DEI). Talið er að markaðurinn fyrir þær muni stækka um helming á næstu sex árum. Empower stefnir að því að verða leiðandi á þeim markaði,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, framkvæmdastjóri og meðeigandi Empower.
Nánar um teymið
Anna Berglind Jónsdóttir hefur verið ráðin sem hugbúnaðarsérfræðingur, en hún starfaði áður við hugbúnaðargerð hjá Lucinity. Anna Berglind er með BS gráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla.
Helgi Gylfason hefur verið ráðinn sem hugbúnaðarsérfræðingur, en hann starfaði áður við hugbúnaðargerð hjá Hugfimi. Helgi er með MS gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.
Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem hugbúnaðarsérfræðingur, en hún starfaði áður sem forritari hjá Valitor. Sigurbjörg Rós er með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Zakia Shafaee hefur verið ráðin sem hugbúnaðarsérfræðingur, en hún starfaði áður sem forritari hjá Skógræktinni. Zakia er með BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.