Betri framtíð fyrir börnin okkar Ingibjörg Isaksen skrifar 27. október 2022 12:00 Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Svo unnt sé að veita alla þá aðstoð sem er í boði með samfelldum hætti um leið og þörf vaknar er mikilvægt að brjóta niður múra milli málaflokka og tryggja þannig samstarf milli allra þeirra sem bera ábyrgð á börnunum okkar. Árið 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða mikilvægar breytingar sem ætlað er að stuðla að farsæld barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu án hindrana. Samþætt þjónusta er þjónusta hvort sem hún er veitt á vettvangi ríkis eðs sveitarfélaga og tekur m.a. til þjónustu sem veitt er innan alls skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins, félagsþjónustu auk verkefna lögreglu. Aðrir sem vinna með börnum, til dæmis hjá íþrótta eða æskulýðsfélögum bera líka skyldur til að greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og geta tekið þátt í samþættingu þjónustu. Allir þeir þjónustuveitendur sem veita farsældarþjónustu hafa ríkar skyldur og verða að hafa næmni til að taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og bregðast við öllum slíkum vísbendingum með tilteknum hætti. Stigskipt þjónusta Þjónustuveitendum ber að leiðbeina barni eða foreldrum um samþættingu þjónustu og er hún háð samþykki forsjáraðila. Þá geta forsjáraðilar barns eða barnið sjálft óskað eftir samþættingu. Þjónustan er stigskipt, fyrsta stigið er grunnþjónusta sem er tvíþætt þ.e. sem er aðgengileg öllum börnum og hins vegar samþætt fyrsta stigs þjónusta þar sem tengiliður gegnir ákveðnu hlutverki. Ef þörf er á auknum stuðningi flyst þjónustan upp á annað eða þriðja stig, allt eftir þörfum hvers einstaklings. Tengiliður er starfsmaður í nærþjónustu barns og fjölskyldu, hann styður við samþættingu á fyrsta stigi þjónustu, veitir upplýsingar og þjónustu og fylgir málum eftir á annað eða þriðja stig ef þörf er á. Tengiliðir gegna mikilvægu hlutverki við barn og foreldra og þeim ber ávallt að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi og sjá til þess að allar upplýsingar og þjónusta sé í réttum farvegi. Ef ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og þriðja stigi til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra þjónustu í þágu farsældar barnsins. Málstjóri er starfsmaður sem starfar hjá félagsþjónustu sveitarfélags eða þar sem þarfir barns liggja og er hans verkefni meðal annars að stýra stuðningsteymi. Góðir hlutir gerast hægt Nú er innleiðing þessara laga að hefjast og til þess að markmiðið þeirra nái fram að ganga er mikilvægt að öll sveitarfélög í landinu fari yfir og skrái þá þjónustu sem í boði er í viðkomandi sveitarfélagi fyrir börn og barnafjölskyldur. Þá þarf að skoða hvernig þjónustuveitendur geti unnið saman með því að stíga fyrr inn í vanda og stutt þannig við hlutverk tengiliða og málstjóra við börn og foreldra. Við búum sem betur fer í samfélagi sem ber hagsmuni barna fyrir brjósti. Verkefnið er vissulega stórt og umfangsmikið og það er ekki alltaf auðvelt verk þegar stórar breytingar eru gerðar á kerfum. En það er greinilegt að allir eru sammála um að láta verkið ganga hratt og örugglega fyrir sig. Við innleiðingarvinnuna er í mörg horn að líta og vinna er hafin við að láta alla þætti ganga upp. Það er ánægjulegt að horfa á svona stórt verkefni raungerast en það munu eflaust taka nokkur ár að innleiða þessar breytingar. Gert er ráð fyrir að eftir þrjú til fimm ár verðum við öll farin að vinna í fullu samræmi við breytta nálgun. Verkefnin fram undan eru ærin en ef við göngum saman í takt, öll sem eitt, þá stendur hér eftir kerfi sem veitir þjónustu til framtíðar og skilar sterkari einstaklingum út í lífið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og formaður þingmannanefndar um málefni barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Svo unnt sé að veita alla þá aðstoð sem er í boði með samfelldum hætti um leið og þörf vaknar er mikilvægt að brjóta niður múra milli málaflokka og tryggja þannig samstarf milli allra þeirra sem bera ábyrgð á börnunum okkar. Árið 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða mikilvægar breytingar sem ætlað er að stuðla að farsæld barna. Meginmarkmið laganna er að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu án hindrana. Samþætt þjónusta er þjónusta hvort sem hún er veitt á vettvangi ríkis eðs sveitarfélaga og tekur m.a. til þjónustu sem veitt er innan alls skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins, félagsþjónustu auk verkefna lögreglu. Aðrir sem vinna með börnum, til dæmis hjá íþrótta eða æskulýðsfélögum bera líka skyldur til að greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og geta tekið þátt í samþættingu þjónustu. Allir þeir þjónustuveitendur sem veita farsældarþjónustu hafa ríkar skyldur og verða að hafa næmni til að taka eftir og greina vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt og bregðast við öllum slíkum vísbendingum með tilteknum hætti. Stigskipt þjónusta Þjónustuveitendum ber að leiðbeina barni eða foreldrum um samþættingu þjónustu og er hún háð samþykki forsjáraðila. Þá geta forsjáraðilar barns eða barnið sjálft óskað eftir samþættingu. Þjónustan er stigskipt, fyrsta stigið er grunnþjónusta sem er tvíþætt þ.e. sem er aðgengileg öllum börnum og hins vegar samþætt fyrsta stigs þjónusta þar sem tengiliður gegnir ákveðnu hlutverki. Ef þörf er á auknum stuðningi flyst þjónustan upp á annað eða þriðja stig, allt eftir þörfum hvers einstaklings. Tengiliður er starfsmaður í nærþjónustu barns og fjölskyldu, hann styður við samþættingu á fyrsta stigi þjónustu, veitir upplýsingar og þjónustu og fylgir málum eftir á annað eða þriðja stig ef þörf er á. Tengiliðir gegna mikilvægu hlutverki við barn og foreldra og þeim ber ávallt að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi og sjá til þess að allar upplýsingar og þjónusta sé í réttum farvegi. Ef ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og þriðja stigi til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra þjónustu í þágu farsældar barnsins. Málstjóri er starfsmaður sem starfar hjá félagsþjónustu sveitarfélags eða þar sem þarfir barns liggja og er hans verkefni meðal annars að stýra stuðningsteymi. Góðir hlutir gerast hægt Nú er innleiðing þessara laga að hefjast og til þess að markmiðið þeirra nái fram að ganga er mikilvægt að öll sveitarfélög í landinu fari yfir og skrái þá þjónustu sem í boði er í viðkomandi sveitarfélagi fyrir börn og barnafjölskyldur. Þá þarf að skoða hvernig þjónustuveitendur geti unnið saman með því að stíga fyrr inn í vanda og stutt þannig við hlutverk tengiliða og málstjóra við börn og foreldra. Við búum sem betur fer í samfélagi sem ber hagsmuni barna fyrir brjósti. Verkefnið er vissulega stórt og umfangsmikið og það er ekki alltaf auðvelt verk þegar stórar breytingar eru gerðar á kerfum. En það er greinilegt að allir eru sammála um að láta verkið ganga hratt og örugglega fyrir sig. Við innleiðingarvinnuna er í mörg horn að líta og vinna er hafin við að láta alla þætti ganga upp. Það er ánægjulegt að horfa á svona stórt verkefni raungerast en það munu eflaust taka nokkur ár að innleiða þessar breytingar. Gert er ráð fyrir að eftir þrjú til fimm ár verðum við öll farin að vinna í fullu samræmi við breytta nálgun. Verkefnin fram undan eru ærin en ef við göngum saman í takt, öll sem eitt, þá stendur hér eftir kerfi sem veitir þjónustu til framtíðar og skilar sterkari einstaklingum út í lífið. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og formaður þingmannanefndar um málefni barna.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun