Auk hans gegna embættum varaforseta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldóra Sveinsdóttir, formaður Bárunnar-stéttarfélags. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ASÍ.
Hilmar er formaður og framkvæmdastjóri Félags iðn- og tæknigreina og formaður Samiðnar - sambands iðnfélaga. hann var einnig í fyrra kjörinn formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.
Hilmar, sem er bifvélavirki að mennt, er fæddur 1960 í Reykjavík. Hann ólst upp í Skipholti í stórri fjölskyldu verkafólks, samkvæmt áðurnefndri yfirlýsingu.