„Leikurinn tók á taugarnar en ánægjulegt að hafa lokað þessu“ Andri Már Eggertsson skrifar 28. október 2022 20:40 Stjarnan KR Subway deild karla vetur 2022 körfubolti KKÍ Helgi Már Magnússon Vísir/Bára Dröfn KR vann sinn fyrsta leik í Subway deildinni í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var í skýjunum eftir leik og var afar ánægður með sína menn sem höfðu tapað fyrstu þremur leikjunum. „Þessi leikur tók á taugarnar en ánægjulegt að ná að loka þessu þar sem mér fannst við vera með leikinn allan tímann en við stífnuðum undir lokin sem var mögulega afleiðing á því að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum,“ sagði Helgi Már Magnússon og hélt áfram að tala um hversu mikill léttir það væri að komast á blað í deildinni. „Það var ótrúlega góð orka í okkur í fyrsta leikhluta þar sem flæðið var frábært og skotin duttu. Síðan hægðist á okkur þar sem Þór Þorlákshöfn er með gott lið og ég hef engar áhyggjur af þeim. Vonandi náum við að byggja ofan á þennan sigur.“ KR var í bílstjórasætinu allan leikinn en heimamenn komu til baka og jöfnuðu leikinn rétt áður en fjórði leikhluti kláraðist sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. „Davíð Arnar gerði vel í að koma sér fyrir og ná að setja boltann ofan í eftir mikla baráttu. Undir lokin fannst mér við stífna á síðustu mínútunum. Við þurfum að finna betur út úr því hvað við viljum gera í brakinu. Ég man ekki hvenær ég vann leik hérna í Þorlákshöfn síðasta. Það hefur held ég verið í úrslitakeppninni í gamla daga þar sem ég hef ekki unnið hérna í mörg ár.“ Helgi var afar ánægður með hvernig KR spilaði í framlengingunni og hrósaði Degi Kár Jónssyni fyrir sína leiðtogahæfni. „Dagur var stórkostlegur það var risastórt að setja öll þessi víti niður með pressuna á sér. Hann klikkaði á stóru víti á móti Breiðabliki og það sýnir karakterinn sem hann hefur þar sem hann sækist í svona augnablik. Dagur vildi fá boltann undir lokin og hann var frábær í kvöld ásamt öðrum,“ sagði Helgi Már Magnússon að lokum. KR Subway-deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Sjá meira
„Þessi leikur tók á taugarnar en ánægjulegt að ná að loka þessu þar sem mér fannst við vera með leikinn allan tímann en við stífnuðum undir lokin sem var mögulega afleiðing á því að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum,“ sagði Helgi Már Magnússon og hélt áfram að tala um hversu mikill léttir það væri að komast á blað í deildinni. „Það var ótrúlega góð orka í okkur í fyrsta leikhluta þar sem flæðið var frábært og skotin duttu. Síðan hægðist á okkur þar sem Þór Þorlákshöfn er með gott lið og ég hef engar áhyggjur af þeim. Vonandi náum við að byggja ofan á þennan sigur.“ KR var í bílstjórasætinu allan leikinn en heimamenn komu til baka og jöfnuðu leikinn rétt áður en fjórði leikhluti kláraðist sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. „Davíð Arnar gerði vel í að koma sér fyrir og ná að setja boltann ofan í eftir mikla baráttu. Undir lokin fannst mér við stífna á síðustu mínútunum. Við þurfum að finna betur út úr því hvað við viljum gera í brakinu. Ég man ekki hvenær ég vann leik hérna í Þorlákshöfn síðasta. Það hefur held ég verið í úrslitakeppninni í gamla daga þar sem ég hef ekki unnið hérna í mörg ár.“ Helgi var afar ánægður með hvernig KR spilaði í framlengingunni og hrósaði Degi Kár Jónssyni fyrir sína leiðtogahæfni. „Dagur var stórkostlegur það var risastórt að setja öll þessi víti niður með pressuna á sér. Hann klikkaði á stóru víti á móti Breiðabliki og það sýnir karakterinn sem hann hefur þar sem hann sækist í svona augnablik. Dagur vildi fá boltann undir lokin og hann var frábær í kvöld ásamt öðrum,“ sagði Helgi Már Magnússon að lokum.
KR Subway-deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Sjá meira