Blazter beittur þegar Viðstöðu rústaði Fylki

Snorri Rafn Hallsson skrifar
blazter

Fyrir leikinn voru liðin í 8. og 9. sæti deildarinnar, lið Viðstöðu með 4 stig, Fylkir 2. Fylkir hafði betur í hnífalotunni og byrjaði í vörn þar sem liðið vann einnig skammbyssulotuna. Leikmenn Viðstöðu létu það þó ekki stöðva sig og unnu næstu þrjár lotur með hröðum sóknum. Þó Blazter yrði fyrir handsprengju frá liðsfélaga sínum kom það ekki að sök því Allee var einstaklega beittur og bætti upp fyrir það.

Fylkismenn svöruðu þó um hæl. Brnr var allt í öllu ásamt LeFluff sem vann 6. lotu með ótrúlegum hætti þegar hann setti sprengjuna niður á óhefðbundnum stað. 7. lota féll einnig með Fylki og staðan orðin 4-3, en fleiri stig fengu Fylkismenn ekki. Allt féll um sjálft sig á meðan Blazter og Allee héldu Viðstöðu uppi í 8 lotu runu þar sem liðið stakk Fylki af.

Staða í hálfleik: Fylkir 4 – 11 Viðstöðu

Síðari hálfleikur var eins einhliða og hugsast getur. Lið Viðstöðu var komið í vörn, Tony farinn að láta finna fyrir sér og á tímabili leit út fyrir að Fylkismenn væru hættir að taka leikinn alvarlega.

Mirage er klárlega heimavöllur Viðstöðu sem sýndi engin veikleikamerki og tók allar lotur síðari hálfleiks, hratt og örugglega.

Lokastaða: Fylkir 4 – 16 Viðstöðu

Næstu leikir liðanna:

  • Viðstöðu – NÚ, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20:30
  • LAVA – Fylkir, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20:30

Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.

Leikirnir