Stoðsendingakóngurinn Adam Ægir: „Hef gengið í gegnum mikið mótlæti“ Jón Már Ferro skrifar 29. október 2022 16:30 Adam Ægir Pálsson er stoðsendingakóngur Bestu-deildarinnar. Vísir/Hulda Margrét Adam Ægir Pálsson, sóknarmaður Keflvíkinga, var hress eftir 4-0 sigur Keflvíkinga á Frömurum. Eftir leikinn var ljóst að hann var stoðsendingarhæstur á tímabilinu. „Bara ótrúlega vel. Ég veit ekki hvor er sætari Forsetabikarinn eða stoðsendingarmetið. Ég held Forsetabikarinn.“ Einföld skýring er á persónulegum árangri Adams. „Ég fékk að spila. Ég held að það sé aðalatriðið. Mér finnst ég alveg getað þetta í tvö ár allavega. En ég æfi auðvitað gríðarlega mikið, æfi örugglega svona 8-10 sinnum í viku. Það hlítur að hafa hjálpað eitthvað. Ég hef gengið í gegnum mikið mótlæti. Þannig það hjálpar að gefast aldrei upp. Þó þetta sé dálítið væmið þá er þetta bara sannleikurinn.“ Adam var á láni frá Víkingum og býst við að fara aftur þangað núna. „Ég er náttúrulega í eigu Víkings. Eins og staðan er þá fer ég þangað í vetur, mjög spenntur fyrir því. Mig hlakkar til að fá loksins að spila þar. Mér finnst ég eiga geta gert betur þar. Ég var ekki alveg nógu góður í fyrra. Ég var ekki nógu sáttur með hvernig ég var á æfingum og innkomur mínar í leiki. Þannig ég á nóg inni og vil sína það.“ Þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, hefur verið í sambandi við Adam á tímabilinu en sá greinilega enga ástæðu til að sækja hann frá Keflavík. „Já við höfum verið í sambandi. Aðallega í glugganum. Hann er í fullu starfi við að vera með frábært lið í höndunum. Það er bara nóg að gera hjá honum, en við erum í sambandi reglulega.“ Að lokum var Adam spurður hvort hann gæti ekki krafist spilatíma hjá Víkingum. „Já en þetta virkar ekki alveg svona. Ég mæti á æfingar í vetur og ef ég stend mig fæ ég að spila. Ef ekki þá þarf ég að gefa í.“ Besta deild karla Keflavík ÍF Íslenski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Sjá meira
„Bara ótrúlega vel. Ég veit ekki hvor er sætari Forsetabikarinn eða stoðsendingarmetið. Ég held Forsetabikarinn.“ Einföld skýring er á persónulegum árangri Adams. „Ég fékk að spila. Ég held að það sé aðalatriðið. Mér finnst ég alveg getað þetta í tvö ár allavega. En ég æfi auðvitað gríðarlega mikið, æfi örugglega svona 8-10 sinnum í viku. Það hlítur að hafa hjálpað eitthvað. Ég hef gengið í gegnum mikið mótlæti. Þannig það hjálpar að gefast aldrei upp. Þó þetta sé dálítið væmið þá er þetta bara sannleikurinn.“ Adam var á láni frá Víkingum og býst við að fara aftur þangað núna. „Ég er náttúrulega í eigu Víkings. Eins og staðan er þá fer ég þangað í vetur, mjög spenntur fyrir því. Mig hlakkar til að fá loksins að spila þar. Mér finnst ég eiga geta gert betur þar. Ég var ekki alveg nógu góður í fyrra. Ég var ekki nógu sáttur með hvernig ég var á æfingum og innkomur mínar í leiki. Þannig ég á nóg inni og vil sína það.“ Þjálfari Víkinga, Arnar Gunnlaugsson, hefur verið í sambandi við Adam á tímabilinu en sá greinilega enga ástæðu til að sækja hann frá Keflavík. „Já við höfum verið í sambandi. Aðallega í glugganum. Hann er í fullu starfi við að vera með frábært lið í höndunum. Það er bara nóg að gera hjá honum, en við erum í sambandi reglulega.“ Að lokum var Adam spurður hvort hann gæti ekki krafist spilatíma hjá Víkingum. „Já en þetta virkar ekki alveg svona. Ég mæti á æfingar í vetur og ef ég stend mig fæ ég að spila. Ef ekki þá þarf ég að gefa í.“
Besta deild karla Keflavík ÍF Íslenski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Sjá meira