Flestir eru þakklátir fyrir fjölskylduna Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 1. nóvember 2022 07:00 Nú um helgina stóðum við fyrir vitundarvakningu um vellíðan barna hjá Eymundsson í Smáralind og á Akureyri til að vekja athygli foreldra á því hversu mikil áhrif snjalltækjanotkun hefur á líðan barna. Við hvöttum foreldra til að taka þátt og setja bæði sjálfum sér og börnum sínum mörk þegar kemur að snjalltækjanotkun. Við fengum frábærar móttökur bæði hjá foreldrum og börnum þegar við kynntum fyrir þeim þær fjölmörgu æfingar sem hægt er að nota til að draga úr snjalltækjanotkun, fjölga gæðastundum, efla sjálfsmyndina, auðvelda val á viðhorfi, sýna sér aukið sjálfsmildi og auka þakklæti. Gleðilisti fjölskyldunnar Gleðilistinn er frábær leið til að skapa skemmtilegar gæða- og samverustundir og góðar minningar. Setjið niður á blað hugmyndir sem allir fjölskyldumeðlimir eru sammála um að skapi með þeim gleði og ánægju. Gleðilista fjölskyldunnar er gott að hafa á áberandi stað og nota reglulega. Bros- og fýlukarl Við veljum viðhorf okkar á hverjum degi, oft á dag, til hinna ólíku verkefna sem lífið færir okkur. Einfalt er að útbúa bros- og fýlukarl með barninu til að minna það á valið sem það stendur frammi fyrir alla daga, val um jákvætt eða neikvætt viðhorf. Styrkleikalisti Styrkleikalisti er frábært mótvægi við tölvu- og snjalltækjanotkun. Ef barnið fær til dæmis 30-60 mínútur í tölvu- eða snjalltæki þá notar það sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum (sem ekki tengjast tölvu- eða snjalltækjanotkun) og þjálfar sig betur í honum. Öryggisknús Það er vísindalega sannað að gott er að gefa bæði sjálfum sér og öðrum faðmlag. Faðmlag hefur örvandi áhrif á taugakerfið og leysir úr læðingi hormónið oxýtósín en það eykur vellíðan. Heilinn skynjar ekki mun á því hvort faðmlagið sé frá okkur sjálfum eða öðrum. Áhrifin eru þau sömu. Þakklætisveggur Þakklætisvöðvann ber að þjálfa eins og aðra vöðva. Þegar við þökkum fyrir það góða í lífinu dafnar það jákvæða innra með okkur. Þakklætisveggurinn vakti mikla athygli og kepptust bæði börn og fullorðnir við skrifa þakkir sínar. Það var ánægjulegt að sjá að flestir þökkuðu fyrir fjölskyldu sína. Við hvetjum alla til að njóta samverunnar með fjölskyldunni án snjalltækja og vera til staðar. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Börn og uppeldi Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Nú um helgina stóðum við fyrir vitundarvakningu um vellíðan barna hjá Eymundsson í Smáralind og á Akureyri til að vekja athygli foreldra á því hversu mikil áhrif snjalltækjanotkun hefur á líðan barna. Við hvöttum foreldra til að taka þátt og setja bæði sjálfum sér og börnum sínum mörk þegar kemur að snjalltækjanotkun. Við fengum frábærar móttökur bæði hjá foreldrum og börnum þegar við kynntum fyrir þeim þær fjölmörgu æfingar sem hægt er að nota til að draga úr snjalltækjanotkun, fjölga gæðastundum, efla sjálfsmyndina, auðvelda val á viðhorfi, sýna sér aukið sjálfsmildi og auka þakklæti. Gleðilisti fjölskyldunnar Gleðilistinn er frábær leið til að skapa skemmtilegar gæða- og samverustundir og góðar minningar. Setjið niður á blað hugmyndir sem allir fjölskyldumeðlimir eru sammála um að skapi með þeim gleði og ánægju. Gleðilista fjölskyldunnar er gott að hafa á áberandi stað og nota reglulega. Bros- og fýlukarl Við veljum viðhorf okkar á hverjum degi, oft á dag, til hinna ólíku verkefna sem lífið færir okkur. Einfalt er að útbúa bros- og fýlukarl með barninu til að minna það á valið sem það stendur frammi fyrir alla daga, val um jákvætt eða neikvætt viðhorf. Styrkleikalisti Styrkleikalisti er frábært mótvægi við tölvu- og snjalltækjanotkun. Ef barnið fær til dæmis 30-60 mínútur í tölvu- eða snjalltæki þá notar það sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfu sér. Það velur einn af styrkleikum sínum (sem ekki tengjast tölvu- eða snjalltækjanotkun) og þjálfar sig betur í honum. Öryggisknús Það er vísindalega sannað að gott er að gefa bæði sjálfum sér og öðrum faðmlag. Faðmlag hefur örvandi áhrif á taugakerfið og leysir úr læðingi hormónið oxýtósín en það eykur vellíðan. Heilinn skynjar ekki mun á því hvort faðmlagið sé frá okkur sjálfum eða öðrum. Áhrifin eru þau sömu. Þakklætisveggur Þakklætisvöðvann ber að þjálfa eins og aðra vöðva. Þegar við þökkum fyrir það góða í lífinu dafnar það jákvæða innra með okkur. Þakklætisveggurinn vakti mikla athygli og kepptust bæði börn og fullorðnir við skrifa þakkir sínar. Það var ánægjulegt að sjá að flestir þökkuðu fyrir fjölskyldu sína. Við hvetjum alla til að njóta samverunnar með fjölskyldunni án snjalltækja og vera til staðar. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra og standa að átakinu Vitundarvakning um vellíðan barna.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun