Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans kynnti heilbrigðisráðherra nýtt skipurit í dag. Við breytingarnar fjölgar framkvæmdastjórum spítalans úr átta í ellefu, en eins og áður segir falla niður tíu störf forstöðumanna á Landspítalanum.
Í stað stöðugildanna sem niður falla fá sjö framkvæmdastjórar klínískra eininga aukið umboð og frekari ábyrgð á rekstri og starfsemi sinna starfssviða. Tveir framkvæmdastjórar munu þar að auki stýra rekstri og mannauði annars vegar og þróunarmálum hins vegar. Þá fá framkvæmdastjórar hjúkrunar og lækninga aukið hlutverk í samhæfingu sérgreina í bráðaþjónustu og verkefni í tengslum við flæði sjúklinga.
Markmið breytinganna er að styrkja klíníska starfsemi spítalans með því að færa aukið umboð og ákvörðunarvald nær framlínu, eins og fram kemur í tilkynningu frá Landspítalanum. Nýja skipulagið er einnig gert til hagræðinga á spítalanum.
Hér að neðan má sjá nýtt skipurit Landspítalans.
