Fjölbreytt verkefni hlutu Menntaverðlaunin í ár Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 4. nóvember 2022 12:27 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ásamt handhöfum Menntaverðlaunanna. Forseti.is/Birgir Ísleifur Gunnarsson. Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Fjórar menntastofnanir og einn kennari hlutu verðlaun. Markmið verðlaunanna er að beina kastljósinu að metnaðarfullu skólastarfi sem unnið er með börnum og ungmennum. Upphaf verðlaunanna má rekja til forsetatíðar Ólafs Ragnars Grímssonar. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2005 en afhendingu þeirra var hætt í kjölfar efnahagshrunsins og þau svo endurvakin árið 2020. Að baki verðlaununum standa hinir ýmsu hagsmunaaðilar íslenska menntageirans auk forsetaembættisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum auk hvatningarverðlauna. Leikskólinn Rauðhóll hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs og menntaumbóta fyrir fagmennsku og gæði í leikskólastarfi og öflugt þróunarstarf. Verkefni innan Grunnskóla Snæfellsbæjar kallað Átthagafræði hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Tækniskólinn hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi iðn- eða verkmenntunar fyrir átaksverkefnið #kvennastarf, samstarfsverkefni skólans og annarra iðn- og verkmenntaskóla. Verkefnið gengur út á að benda á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum og vekja athygli á störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum. Elísabet Ragnarsdóttir, leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Heiðarborg í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi kennara fyrir einstaka fagmennsku við leikskólakennslu. Hvatningarverðlaunin hlaut Menntaskóli Borgarfjarðar fyrir framsækna endurskoðun á námskrá með það að leiðarljósi að undirbúa nemendur sem best fyrir áskoranir í lífi og starfi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Gerður Kristný, rithöfundur og skáld og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins afhentu verðlaunin ásamt forseta. Nánari upplýsingar um verðlaunin má sjá hér eða á forseti.is. Skóla - og menntamál Forseti Íslands Snæfellsbær Grunnskólar Framhaldsskólar Borgarbyggð Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Hanna Rún og og Aðalþing hlutu Íslensku menntaverðlaunin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. 10. nóvember 2021 21:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Markmið verðlaunanna er að beina kastljósinu að metnaðarfullu skólastarfi sem unnið er með börnum og ungmennum. Upphaf verðlaunanna má rekja til forsetatíðar Ólafs Ragnars Grímssonar. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2005 en afhendingu þeirra var hætt í kjölfar efnahagshrunsins og þau svo endurvakin árið 2020. Að baki verðlaununum standa hinir ýmsu hagsmunaaðilar íslenska menntageirans auk forsetaembættisins, mennta- og barnamálaráðuneytisins og innviðaráðuneytisins. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum auk hvatningarverðlauna. Leikskólinn Rauðhóll hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi skólastarfs og menntaumbóta fyrir fagmennsku og gæði í leikskólastarfi og öflugt þróunarstarf. Verkefni innan Grunnskóla Snæfellsbæjar kallað Átthagafræði hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi þróunarverkefna. Verkefnið beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjölbreytni í námi. Tækniskólinn hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi iðn- eða verkmenntunar fyrir átaksverkefnið #kvennastarf, samstarfsverkefni skólans og annarra iðn- og verkmenntaskóla. Verkefnið gengur út á að benda á þann kynjamun sem hefur viðgengist í sumum starfsstéttum og vekja athygli á störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum. Elísabet Ragnarsdóttir, leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri við leikskólann Heiðarborg í Reykjavík hlaut verðlaun í flokki framúrskarandi kennara fyrir einstaka fagmennsku við leikskólakennslu. Hvatningarverðlaunin hlaut Menntaskóli Borgarfjarðar fyrir framsækna endurskoðun á námskrá með það að leiðarljósi að undirbúa nemendur sem best fyrir áskoranir í lífi og starfi. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Gerður Kristný, rithöfundur og skáld og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins afhentu verðlaunin ásamt forseta. Nánari upplýsingar um verðlaunin má sjá hér eða á forseti.is.
Skóla - og menntamál Forseti Íslands Snæfellsbær Grunnskólar Framhaldsskólar Borgarbyggð Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Hanna Rún og og Aðalþing hlutu Íslensku menntaverðlaunin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. 10. nóvember 2021 21:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Hanna Rún og og Aðalþing hlutu Íslensku menntaverðlaunin Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Íslensku menntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. 10. nóvember 2021 21:17