„Alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 09:46 Guðrún Arnardóttir og Glódís Perla Viggósdóttir stóðu vaktina í hjarta varnar Íslands á EM síðasta sumar. Nú mætast þær hins vegar í Meistaradeild Evrópu. Tullio M. Puglia/Getty Images Þó Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård séu sænskir meistarar og tímabilinu í Svíþjóð sé lokið þá getur hún ekki leyft sér að slaka á þar sem Meistaradeild Evrópu er í fullum gangi. Þar er Rosengård í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Benfica. Hin 27 ára gamla Guðrún samdi við sænsku meistarana á síðustu leiktíð og fyllti þar með skarðið sem Glódís Perla Viggósdóttir skildi eftir sig er sú síðarnefnda var keypt til Bayern. Guðrún tók við fleiru af Glódísi Perlu heldur en aðeins miðvarðarstöðu Rosengård. „Ég er í íbúðinni [sem hún var í], með hjólin hennar og sit í gamla básnum hennar í klefanum. Hún fær enn bréf inn um lúguna sem ég get þá komið til skila til hennar,“ sagði Guðrún hlægjandi er hún ræddi við Vísi eftir að meistaratitillinn var kominn í hús. Guðrún Arnardóttir hefur nú orðið tvívegis meistari með Rosengård.Rosengård Bayern vann 2-1 sigur á Rosengård í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Guðrún segir skemmtilegt að mæta stöllum sínar úr landsliðinu en þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá þýska liðinu. „Það er alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir. Það er smá skrítið en skemmtilegt.“ „Auðvitað er þetta erfiður riðill. Á móti Bayern vorum við fínar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik féllum við of langt niður, leyfðum þeim að þrýsta okkur of langt niður. Bayern og Barcelona bæði toppklassa lið. Við eigum núna, í Meistaradeildinni, tvo leiki í röð við Benfica og eigum mikla möguleika þar.“ „Reynum að einbeita okkur að einum leik í einum, standa okkur eins vel og við getum og taka stigin sem við getum í hverjum leik. Svo sjáum við bara til að lokum. Þegar þú ert kominn í riðlakeppnina þá eru þetta bara sterk lið eftir en það er líka það skemmtilega við þetta, að fá að spila þessa toppklassa leiki,“ sagði Guðrún Arnardóttir að endingu. Fótbolti Sænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Hin 27 ára gamla Guðrún samdi við sænsku meistarana á síðustu leiktíð og fyllti þar með skarðið sem Glódís Perla Viggósdóttir skildi eftir sig er sú síðarnefnda var keypt til Bayern. Guðrún tók við fleiru af Glódísi Perlu heldur en aðeins miðvarðarstöðu Rosengård. „Ég er í íbúðinni [sem hún var í], með hjólin hennar og sit í gamla básnum hennar í klefanum. Hún fær enn bréf inn um lúguna sem ég get þá komið til skila til hennar,“ sagði Guðrún hlægjandi er hún ræddi við Vísi eftir að meistaratitillinn var kominn í hús. Guðrún Arnardóttir hefur nú orðið tvívegis meistari með Rosengård.Rosengård Bayern vann 2-1 sigur á Rosengård í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Guðrún segir skemmtilegt að mæta stöllum sínar úr landsliðinu en þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá þýska liðinu. „Það er alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir. Það er smá skrítið en skemmtilegt.“ „Auðvitað er þetta erfiður riðill. Á móti Bayern vorum við fínar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik féllum við of langt niður, leyfðum þeim að þrýsta okkur of langt niður. Bayern og Barcelona bæði toppklassa lið. Við eigum núna, í Meistaradeildinni, tvo leiki í röð við Benfica og eigum mikla möguleika þar.“ „Reynum að einbeita okkur að einum leik í einum, standa okkur eins vel og við getum og taka stigin sem við getum í hverjum leik. Svo sjáum við bara til að lokum. Þegar þú ert kominn í riðlakeppnina þá eru þetta bara sterk lið eftir en það er líka það skemmtilega við þetta, að fá að spila þessa toppklassa leiki,“ sagði Guðrún Arnardóttir að endingu.
Fótbolti Sænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00