„Alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 09:46 Guðrún Arnardóttir og Glódís Perla Viggósdóttir stóðu vaktina í hjarta varnar Íslands á EM síðasta sumar. Nú mætast þær hins vegar í Meistaradeild Evrópu. Tullio M. Puglia/Getty Images Þó Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård séu sænskir meistarar og tímabilinu í Svíþjóð sé lokið þá getur hún ekki leyft sér að slaka á þar sem Meistaradeild Evrópu er í fullum gangi. Þar er Rosengård í riðli með Íslendingaliði Bayern München, stórliði Barcelona og Benfica. Hin 27 ára gamla Guðrún samdi við sænsku meistarana á síðustu leiktíð og fyllti þar með skarðið sem Glódís Perla Viggósdóttir skildi eftir sig er sú síðarnefnda var keypt til Bayern. Guðrún tók við fleiru af Glódísi Perlu heldur en aðeins miðvarðarstöðu Rosengård. „Ég er í íbúðinni [sem hún var í], með hjólin hennar og sit í gamla básnum hennar í klefanum. Hún fær enn bréf inn um lúguna sem ég get þá komið til skila til hennar,“ sagði Guðrún hlægjandi er hún ræddi við Vísi eftir að meistaratitillinn var kominn í hús. Guðrún Arnardóttir hefur nú orðið tvívegis meistari með Rosengård.Rosengård Bayern vann 2-1 sigur á Rosengård í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Guðrún segir skemmtilegt að mæta stöllum sínar úr landsliðinu en þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá þýska liðinu. „Það er alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir. Það er smá skrítið en skemmtilegt.“ „Auðvitað er þetta erfiður riðill. Á móti Bayern vorum við fínar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik féllum við of langt niður, leyfðum þeim að þrýsta okkur of langt niður. Bayern og Barcelona bæði toppklassa lið. Við eigum núna, í Meistaradeildinni, tvo leiki í röð við Benfica og eigum mikla möguleika þar.“ „Reynum að einbeita okkur að einum leik í einum, standa okkur eins vel og við getum og taka stigin sem við getum í hverjum leik. Svo sjáum við bara til að lokum. Þegar þú ert kominn í riðlakeppnina þá eru þetta bara sterk lið eftir en það er líka það skemmtilega við þetta, að fá að spila þessa toppklassa leiki,“ sagði Guðrún Arnardóttir að endingu. Fótbolti Sænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Hin 27 ára gamla Guðrún samdi við sænsku meistarana á síðustu leiktíð og fyllti þar með skarðið sem Glódís Perla Viggósdóttir skildi eftir sig er sú síðarnefnda var keypt til Bayern. Guðrún tók við fleiru af Glódísi Perlu heldur en aðeins miðvarðarstöðu Rosengård. „Ég er í íbúðinni [sem hún var í], með hjólin hennar og sit í gamla básnum hennar í klefanum. Hún fær enn bréf inn um lúguna sem ég get þá komið til skila til hennar,“ sagði Guðrún hlægjandi er hún ræddi við Vísi eftir að meistaratitillinn var kominn í hús. Guðrún Arnardóttir hefur nú orðið tvívegis meistari með Rosengård.Rosengård Bayern vann 2-1 sigur á Rosengård í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Guðrún segir skemmtilegt að mæta stöllum sínar úr landsliðinu en þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá þýska liðinu. „Það er alltaf gaman að spila á móti einhverjum sem maður þekkir. Það er smá skrítið en skemmtilegt.“ „Auðvitað er þetta erfiður riðill. Á móti Bayern vorum við fínar í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik féllum við of langt niður, leyfðum þeim að þrýsta okkur of langt niður. Bayern og Barcelona bæði toppklassa lið. Við eigum núna, í Meistaradeildinni, tvo leiki í röð við Benfica og eigum mikla möguleika þar.“ „Reynum að einbeita okkur að einum leik í einum, standa okkur eins vel og við getum og taka stigin sem við getum í hverjum leik. Svo sjáum við bara til að lokum. Þegar þú ert kominn í riðlakeppnina þá eru þetta bara sterk lið eftir en það er líka það skemmtilega við þetta, að fá að spila þessa toppklassa leiki,“ sagði Guðrún Arnardóttir að endingu.
Fótbolti Sænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Hvenær titillinn kom í hús kom Guðrúnu á óvart: „Vildi ekki vera ein að fagna titlinum“ „Það er geggjað að hann sé kominn í hús, það var ótrúlega skrítið samt að vinna hann bara á sófanum,“ sagði Svíþjóðarmeistarinn Guðrún Arnardóttir um sigur Rosengård í sænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. 5. nóvember 2022 07:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn