Tölvuflaga í boltanum að trufla stelpurnar á EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2022 11:00 Nora Mörk er ein af þeim leikmönnum sem hefur kvartað yfir boltanum og þá aðallega tölvuflögunni sem er á honum. Getty/Sanjin Strukic Leikmenn á Evrópumóti kvenna í handbolta kvarta yfir tölvuflögu sem er í boltanum sem þær spila með á mótinu sem stendur yfir í Norður Makedóníu. Evrópumótið hófst fyrir helgi og klárast um aðra helgi en það fer nú fram fyrr en oft áður vegna komandi heimsmeistaramóti í fótbolta karla. Ein nýjung á mótinu í ár er ekki beint að slá í gegnum sjá sumum leikmönnum. Alþjóða handboltasambandið er að auka upplýsingaöflun sína um leiki á stórmótum með því að setja tölvuflögu í boltann. Þessi tölvuflaga á að auðvelda að mæla hraðann á boltanum í sendingum, skotum sem og að vita nákvæmlega stöðu hans á vellinum. Hergeirsson advarer mot for mye «overvåking»: Det er jo inngripende https://t.co/wCBHsgBNhP— VG (@vgnett) November 6, 2022 Boltinn er hins vegar ekki sá sami og áður og leikmenn finna fyrir því. Í leik Noregs og Frakklands þá losnaði flagan og samkvæmt norsku stórstjörnunni Noru Mörk þá hagaði boltinn sé skringilega í framhaldinu. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska liðsins, var spurður út í þetta líka. „Þetta er allt önnur umræða þegar við förum að ræða þessa tækniþróun í íþróttum. Allt er nú mælt. Spurningin er bara hvenær þú ferð að setja mælitæki á fólk til að fylgjast með hvað þau gera utan íþróttsalsins,“ sagði Þórir Hergeirsson. Hann hefur gagnrýnt breytingar á boltanum, bæði þessa flögu sem og áætlun um að taka harpix út úr leiknum. Þórir bendir líka á það að leikmenn eru með flögu í kraga keppnistreyjunnar sem er líka skylda. Hann er hins vegar fylgjandi því. „Tölvuflagan er þarna til að komast að einhverju um íþróttina og ég styð það. Það eru samt mörk. Það er allt í lagi að vera með flögu í boltanum og það getur verið skemmtilegt og áhugavert ekki síst fyrir þá sem eru áhugafólk um tölfræði og rannsóknir. Ég styð rannsóknir á íþróttinni okkar en það er bara farið að rannsaka allt og ekkert í dag,“ sagði Þórir. Nora er ekki sú eina af leikmönnum Evrópumótsins sem kvartar því það gerði hin danska Simone Petersen líka. „Ef þú dripplar boltanum og hittir staðinn þar sem flagan er þá getur boltinn breitt um stefnu og það er auðvitað mjög krefjandi,“ sagði Simone Petersen. „Það getur skipt miklu máli að eiga við svona óútreiknanlega bolta og það er mjög pirrandi,“ sagði Simone. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Evrópumótið hófst fyrir helgi og klárast um aðra helgi en það fer nú fram fyrr en oft áður vegna komandi heimsmeistaramóti í fótbolta karla. Ein nýjung á mótinu í ár er ekki beint að slá í gegnum sjá sumum leikmönnum. Alþjóða handboltasambandið er að auka upplýsingaöflun sína um leiki á stórmótum með því að setja tölvuflögu í boltann. Þessi tölvuflaga á að auðvelda að mæla hraðann á boltanum í sendingum, skotum sem og að vita nákvæmlega stöðu hans á vellinum. Hergeirsson advarer mot for mye «overvåking»: Det er jo inngripende https://t.co/wCBHsgBNhP— VG (@vgnett) November 6, 2022 Boltinn er hins vegar ekki sá sami og áður og leikmenn finna fyrir því. Í leik Noregs og Frakklands þá losnaði flagan og samkvæmt norsku stórstjörnunni Noru Mörk þá hagaði boltinn sé skringilega í framhaldinu. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska liðsins, var spurður út í þetta líka. „Þetta er allt önnur umræða þegar við förum að ræða þessa tækniþróun í íþróttum. Allt er nú mælt. Spurningin er bara hvenær þú ferð að setja mælitæki á fólk til að fylgjast með hvað þau gera utan íþróttsalsins,“ sagði Þórir Hergeirsson. Hann hefur gagnrýnt breytingar á boltanum, bæði þessa flögu sem og áætlun um að taka harpix út úr leiknum. Þórir bendir líka á það að leikmenn eru með flögu í kraga keppnistreyjunnar sem er líka skylda. Hann er hins vegar fylgjandi því. „Tölvuflagan er þarna til að komast að einhverju um íþróttina og ég styð það. Það eru samt mörk. Það er allt í lagi að vera með flögu í boltanum og það getur verið skemmtilegt og áhugavert ekki síst fyrir þá sem eru áhugafólk um tölfræði og rannsóknir. Ég styð rannsóknir á íþróttinni okkar en það er bara farið að rannsaka allt og ekkert í dag,“ sagði Þórir. Nora er ekki sú eina af leikmönnum Evrópumótsins sem kvartar því það gerði hin danska Simone Petersen líka. „Ef þú dripplar boltanum og hittir staðinn þar sem flagan er þá getur boltinn breitt um stefnu og það er auðvitað mjög krefjandi,“ sagði Simone Petersen. „Það getur skipt miklu máli að eiga við svona óútreiknanlega bolta og það er mjög pirrandi,“ sagði Simone.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira