Tapaði fjallgönguástríðunni eftir áföll Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 07:01 Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. vilborg arna „Ég þurfti svona að finna neistann minn aftur, koma til baka,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari en hún þurfti að finna fjallgönguástríðuna á ný eftir að hafa upplifað erfið áföll á Everest. Lengi vel vildi hún hvorki sjá né klífa fjöll. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni en Vilborg fagnar því um þessar mundir að 10 ár eru frá því að hún gekk ein á Suðurpólinn í sextíu daga, fyrst íslenskra kvenna. Í tilefni afmælisins ætlar hún ásamt fleirum að standa fyrir Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember, þar sem ítalska fjallgöngukonan Tamara Lunger mun gefa innsýn inn í leiðangursheim sinn. Lunger státar af mögnuðum ferli en hún var yngsta konan í heiminum til þess að standa á tindi Lhotse árið 2010 og árið 2014 kleif hún K2 án súrefnis. Vilborg segir alla geta dregið lærdóm af reynsluheimi Tamara og nýtt sér í daglegu lífi. Sjálf hefur Vilborg fengið sinn skerf af erfiðleikum og áföllum á fjallgönguferlinum, til að mynda þegar hún kleif tind Cho Oyo í Tíbet árið 2014, án súrefnis. „Það er svona líkamlega það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir Vilborg og bætir við að erfiðustu upplifanirnar hafi verið þegar hún reyndi við Everest í tvígang, fyrst árið 2014 og svo aftur ári síðar. Í fyrra skiptið féll snjóflóð og sextán létust og í seinna skiptið varð gríðarmikill jarðskjálfti en Vilborg var þá enn í grunnbúðunum. Lengi vel á eftir vildi hún hvorki klífa né sjá fjöll. „Þegar maður á svona sterka ástríðu þá er rosa erfitt að upplifa áfall í þessu, en það er auðvitað alltaf erfitt að upplifa áfall. Fjallamennskan er eitthvað sem ég hef getað leitað til á góðum stundum og á vondum stundum, og allt í einu er það bara farið. Kjarninn þínu hnjaskast pínulítið. Og maður þarf að finna leiðina. En svo er það náttúrulega þannig að maður er fjallamaður,“ segir Vilborg og bætir við að þess vegna hafi verið mikilvægt fyrir hana að finna þessa leið til baka. Hún komst á toppinn á Everest í þriðju tilraun, í maí 2017 og upplifði að eigin sögn ákveðið „closure.“ Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. „Og ég elska að vera úti í náttúrunni, en þetta er líka stór áskorun, þannig að þú ert roslega fókúseraður á það sem þú ert að gera og svo er þetta heilmikil núvitund. Þú kemur heim úr svona leiðangri og ert mjög þreyttur í kroppnum en ert samt endurnærður á sálinni, af því að þú ferð inn í þetta verkefni, og þetta verkefni er mjög afmarkað.“ Vilborg og Brynhildur Ólafs gengu þvert yfir Grænlandsjökul ásamt hópi fólks síðastliðið vor og munu segja frá leiðangrinum á fyrrnefndri Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember. Áhugsamir geta nálgast miða á Tix.is en hluti að aðgangsverðinu rennur til góðgerðamála í Pakistan. Fjallamennska Suðurskautslandið Bítið Tengdar fréttir Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01 Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni en Vilborg fagnar því um þessar mundir að 10 ár eru frá því að hún gekk ein á Suðurpólinn í sextíu daga, fyrst íslenskra kvenna. Í tilefni afmælisins ætlar hún ásamt fleirum að standa fyrir Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember, þar sem ítalska fjallgöngukonan Tamara Lunger mun gefa innsýn inn í leiðangursheim sinn. Lunger státar af mögnuðum ferli en hún var yngsta konan í heiminum til þess að standa á tindi Lhotse árið 2010 og árið 2014 kleif hún K2 án súrefnis. Vilborg segir alla geta dregið lærdóm af reynsluheimi Tamara og nýtt sér í daglegu lífi. Sjálf hefur Vilborg fengið sinn skerf af erfiðleikum og áföllum á fjallgönguferlinum, til að mynda þegar hún kleif tind Cho Oyo í Tíbet árið 2014, án súrefnis. „Það er svona líkamlega það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir Vilborg og bætir við að erfiðustu upplifanirnar hafi verið þegar hún reyndi við Everest í tvígang, fyrst árið 2014 og svo aftur ári síðar. Í fyrra skiptið féll snjóflóð og sextán létust og í seinna skiptið varð gríðarmikill jarðskjálfti en Vilborg var þá enn í grunnbúðunum. Lengi vel á eftir vildi hún hvorki klífa né sjá fjöll. „Þegar maður á svona sterka ástríðu þá er rosa erfitt að upplifa áfall í þessu, en það er auðvitað alltaf erfitt að upplifa áfall. Fjallamennskan er eitthvað sem ég hef getað leitað til á góðum stundum og á vondum stundum, og allt í einu er það bara farið. Kjarninn þínu hnjaskast pínulítið. Og maður þarf að finna leiðina. En svo er það náttúrulega þannig að maður er fjallamaður,“ segir Vilborg og bætir við að þess vegna hafi verið mikilvægt fyrir hana að finna þessa leið til baka. Hún komst á toppinn á Everest í þriðju tilraun, í maí 2017 og upplifði að eigin sögn ákveðið „closure.“ Aðspurð um hvað fái hana til að fara út í þessar hættulegu aðstæður segist Vilborg einfaldlega elska náttúruna. „Og ég elska að vera úti í náttúrunni, en þetta er líka stór áskorun, þannig að þú ert roslega fókúseraður á það sem þú ert að gera og svo er þetta heilmikil núvitund. Þú kemur heim úr svona leiðangri og ert mjög þreyttur í kroppnum en ert samt endurnærður á sálinni, af því að þú ferð inn í þetta verkefni, og þetta verkefni er mjög afmarkað.“ Vilborg og Brynhildur Ólafs gengu þvert yfir Grænlandsjökul ásamt hópi fólks síðastliðið vor og munu segja frá leiðangrinum á fyrrnefndri Fjallakvöldstund í Háskólabíó í kvöld, 8.nóvember. Áhugsamir geta nálgast miða á Tix.is en hluti að aðgangsverðinu rennur til góðgerðamála í Pakistan.
Fjallamennska Suðurskautslandið Bítið Tengdar fréttir Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01 Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12 Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. 20. ágúst 2022 07:01
Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. 18. maí 2022 11:12