„Vitum að þetta er karllægur heimur, þessi knattspyrnuheimur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. nóvember 2022 07:01 Höfuðstöðvar Knattspyrnusambands Íslands eru á Laugardalsvelli. Vísir Stjórnarkona í hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna segir ekki óvænt að kynbundinn munur sé á því hvernig Knattspyrnusamband Íslands heiðrar landsliðsfólk fyrir afrek sín. Þá veltir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands fyrir sér hvort KSÍ hafi „tekið samtalið“ við Sádi-Arabíu eins og talað var um eftir að ákveðið var að leika vináttulandsleik gegn þjóð sem virðir mannréttindi að vettugi. Dagný Brynjarsdóttir birti á sunnudag færslu á Instagram þar sem hún kvartar yfir því að hún og Glódís Perla Viggósdóttir hefðu ekki verið heiðraðar með sama hætti og Aron Einar Gunnarsson eftir að hann lék sinn 100. A-landsleik. Dagný og Glódís Perla spiluðu sinn 100. A-landsleik í apríl og fengu blómvönd fyrir en Aron Einar fékk sérmerkta treyju. Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður í sögu kvennalandsliðsins, greip þann bolta á lofti þegar hún deildi færslu Dagnýjar og benti á að hún hefði enga almennilega kveðju fengið þegar landsliðsferli hennar lauk árið 2019. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá kemur þetta ekkert gríðarlega á óvart, svona miðið við okkar vinnu í Hagsmunasamtökunum. Miðað við öll samtöl sem við höfum átt síðustu mánuði þá er þetta svolítið staðan, því miður,“ segir Ingunn Haraldsdóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna. Ingunn Haraldsdóttir.Vísir/Sigurjón „Það eru þessir litlu hlutir og þetta er svolítið rótgróið í viðhorfinu. Við vitum að þetta er karllægur heimur, þessi knattspyrnuheimur. Þetta er kannski dýpra en við héldum, sem eru vonbrigði,“ sagði Ingunn aðspurð af hverju hún héldi að svo væri. Klara Bjartmarz, framkvæmdastýra KSÍ, vildi ekki veita Stöð 2 og Vísi viðtal en hún segir annarsstaðar að sambandið hafi sannarlega heiðrað þær stöllur. Það hafi hins vegar verið gert með öðrum hætti en Aron Einar var heiðraður eftir leikinn gegn Sádi-Arabíu. Annað mál tengt KSÍ hefur verið í deiglunni en það er að leikurinn gegn Sádi-Arabíu hafi yfirhöfuð farið fram. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður sambandsins, vildi ekki frekar veita viðtal heldur en Klara. Mannréttindastaða í Sádi-Arabíu er á meðal þeirra verstu í heimi og hefur ákvörðun KSÍ að taka gylliboða Sáda því verið gagnrýnt. Haft var eftir Vöndu Sigurgeirsdóttur í sumar að farið yrði í ferðina með það fyrir augum að opna á samtalið um mannréttindi í landinu. En er eðlilegt að ákvörðun sambandsins kalli á gagnrýni úr samfélaginu? Viðar Halldórsson.Vísir/Sigurjón „Samfélagið tekur sig saman um að setja kröfu á ráðandi aðila og sýna samfélagslega ábyrgð. Sjáum hvernig Rússar eru útilokaðir í tengslum við stríðið í Úkraínu. Við fáum þessar raddir meira og meira upp núna. Það er nýr tíðarandi þar sem fólk er farið að átta sig á að þjóðir kaupi sér oft einhverskonar samþykki í gegnum það sem er kallað soft power. Það er mjög eðlilegt að það sé skoðað og gagnrýnt,“ sagði Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Þegar að íþróttir eru notaðar í pólitískum tilgangi þá er ekki hægt að segja að íþróttir og pólitík eigi ekki samleið. Það má gagnrýna það en það er spurning með þetta samtal sem á að eiga sér stað. FIFA talaði líka um það í kringum heimsmeistarakeppnina, en er það trúverðugt?“ „Átti þetta samtal sér stað og hvað fór fram þar? Ef það er hægt að sýna fram á það traust þá er alveg hægt að líta á að þetta sé réttlætanlegt,“ bætti Viðar við. „Það er náttúrulega partur af þessu, í stóra samhenginu. Það er verið að kaupa sér velvild og samþykki alþjóðasamfélagsins. Það er mjög göfugt að hafna því og nútímasamfélög eru meira farin að gera kröfu á það. Á hinn bóginn eru svona ákvarðanir aldrei teknar í félagslegu tómarúmi og ég veit ekki hvað hangir á spýtunni hjá KSÍ. Það getur verið eitthvað annað, mikilvægt fyrir liðið eða fjárhagslegt. Svona ákvarðanir eru aldrei einfaldar en í fullkomnum heimi myndi maður telja eðlilegt að þeim væri hafnað,“ sagði Viðar að endingu. Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir birti á sunnudag færslu á Instagram þar sem hún kvartar yfir því að hún og Glódís Perla Viggósdóttir hefðu ekki verið heiðraðar með sama hætti og Aron Einar Gunnarsson eftir að hann lék sinn 100. A-landsleik. Dagný og Glódís Perla spiluðu sinn 100. A-landsleik í apríl og fengu blómvönd fyrir en Aron Einar fékk sérmerkta treyju. Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsti leikmaður í sögu kvennalandsliðsins, greip þann bolta á lofti þegar hún deildi færslu Dagnýjar og benti á að hún hefði enga almennilega kveðju fengið þegar landsliðsferli hennar lauk árið 2019. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá kemur þetta ekkert gríðarlega á óvart, svona miðið við okkar vinnu í Hagsmunasamtökunum. Miðað við öll samtöl sem við höfum átt síðustu mánuði þá er þetta svolítið staðan, því miður,“ segir Ingunn Haraldsdóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtökum knattspyrnukvenna. Ingunn Haraldsdóttir.Vísir/Sigurjón „Það eru þessir litlu hlutir og þetta er svolítið rótgróið í viðhorfinu. Við vitum að þetta er karllægur heimur, þessi knattspyrnuheimur. Þetta er kannski dýpra en við héldum, sem eru vonbrigði,“ sagði Ingunn aðspurð af hverju hún héldi að svo væri. Klara Bjartmarz, framkvæmdastýra KSÍ, vildi ekki veita Stöð 2 og Vísi viðtal en hún segir annarsstaðar að sambandið hafi sannarlega heiðrað þær stöllur. Það hafi hins vegar verið gert með öðrum hætti en Aron Einar var heiðraður eftir leikinn gegn Sádi-Arabíu. Annað mál tengt KSÍ hefur verið í deiglunni en það er að leikurinn gegn Sádi-Arabíu hafi yfirhöfuð farið fram. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður sambandsins, vildi ekki frekar veita viðtal heldur en Klara. Mannréttindastaða í Sádi-Arabíu er á meðal þeirra verstu í heimi og hefur ákvörðun KSÍ að taka gylliboða Sáda því verið gagnrýnt. Haft var eftir Vöndu Sigurgeirsdóttur í sumar að farið yrði í ferðina með það fyrir augum að opna á samtalið um mannréttindi í landinu. En er eðlilegt að ákvörðun sambandsins kalli á gagnrýni úr samfélaginu? Viðar Halldórsson.Vísir/Sigurjón „Samfélagið tekur sig saman um að setja kröfu á ráðandi aðila og sýna samfélagslega ábyrgð. Sjáum hvernig Rússar eru útilokaðir í tengslum við stríðið í Úkraínu. Við fáum þessar raddir meira og meira upp núna. Það er nýr tíðarandi þar sem fólk er farið að átta sig á að þjóðir kaupi sér oft einhverskonar samþykki í gegnum það sem er kallað soft power. Það er mjög eðlilegt að það sé skoðað og gagnrýnt,“ sagði Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Þegar að íþróttir eru notaðar í pólitískum tilgangi þá er ekki hægt að segja að íþróttir og pólitík eigi ekki samleið. Það má gagnrýna það en það er spurning með þetta samtal sem á að eiga sér stað. FIFA talaði líka um það í kringum heimsmeistarakeppnina, en er það trúverðugt?“ „Átti þetta samtal sér stað og hvað fór fram þar? Ef það er hægt að sýna fram á það traust þá er alveg hægt að líta á að þetta sé réttlætanlegt,“ bætti Viðar við. „Það er náttúrulega partur af þessu, í stóra samhenginu. Það er verið að kaupa sér velvild og samþykki alþjóðasamfélagsins. Það er mjög göfugt að hafna því og nútímasamfélög eru meira farin að gera kröfu á það. Á hinn bóginn eru svona ákvarðanir aldrei teknar í félagslegu tómarúmi og ég veit ekki hvað hangir á spýtunni hjá KSÍ. Það getur verið eitthvað annað, mikilvægt fyrir liðið eða fjárhagslegt. Svona ákvarðanir eru aldrei einfaldar en í fullkomnum heimi myndi maður telja eðlilegt að þeim væri hafnað,“ sagði Viðar að endingu.
Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira