Stjörnurnar syrgja Aaron: „Ó hvað ég elskaði þig heitt á okkar unglingsárum“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 16:02 Hilary Duff og Aaron Carter voru par fyrir um tuttugu árum síðan. Voru þau tvær af skærustu unglingsstjörnum þess tíma. Getty/Chris Polk „Ég er svo miður mín yfir því hvað lífið var þér erfitt og að þú hafir þurft að glíma við það fyrir framan allan heiminn,“ skrifar leikkonan Hilary Duff um fyrrverandi kærasta sinn Aaron Carter. Aaron fannst látinn á heimili sínu á laugardaginn. Hilary og Aaron byrjuðu fyrst saman árið 2001 og áttu svo í slitróttu sambandi til ársins 2004. Voru þau sannkallað stjörnupar, enda tvær af stærstu unglingastjörnum þess tíma. Þá vakti sambandið sérstaka athygli eftir að Aaron kom fram í þætti af Lizzie McGuire, þar sem Hilary fór með aðalhlutverk. Ástin sem hann missti frá sér Aaron hafði glímt við mikinn fíknivanda áður en hann fannst látinn í baðkari á heimili sínu á laugardaginn. Í gegnum tíðina hafði hann reglulega minnst á Hilary í viðtölum og talað um hana sem ástina sem hann missti frá sér. Þá sagðist hann vera staðráðinn í því að koma sér inn á beinu brautina og vinna Hilary til baka - svo varð þó aldrei. „Þú bjóst yfir sjarma sem var engu líkur... Ó hvað ég elskaði þig heitt á okkar unglingsárum,“ skrifaði Hilary á Instagram síðu sinni um leið og hún sendi ást til fjölskyldu hans. Aaron Carter og Hilary Duff á frumsýningu á myndinni The Lizzie McGuire Movie árið 2004.Getty/L.Cohen Á fjölmargar minningar með Aaroni Hilary var ekki eina unglingastjarnan sem Aaron átti í ástarsambandi við, því hann var einnig í sambandi með leikkonunni Lindsay Lohan um skeið. Lindsay minntist Aarons í viðtali við Access Hollywood. Þar talaði hún um þær fjölmörgu minningar sem hún á með honum. Hún sagðist þó ekki hafa heyrt í Aaroni í langan tíma. Þá sendi hún samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Aaron Carter og Lindsay Lohan voru par.Instagram Fíknin og andlegu veikindin eini óvinurinn Bróðir Aarons er Nick Carter, meðlimur hljómsveitarinnar The Backstreet Boys. Hljómsveitin var á tónleikaferðalagi þegar fregnir af andláti Aarons bárust. Bræðurnir höfðu átt í stormasömu sambandi síðustu ár og hafði Nick meðal annars fengið nálgunarbann á Aaron, eftir að Aaron hafði hótað óléttri eiginkonu hans lífláti. „Þrátt fyrir að samband okkar hafi verið fólkið, hefur ást mín á honum aldrei dofnað. Ég hef alltaf haldið í þá von að hann myndi á endanum finna löngun til þess að komast inn á beinu brautina og leita sér þeirrar hjálpar sem hann þurfti svo mikið á að halda,“ skrifaði Nick á Instagram á sunnudaginn. „Stundum vill maður kenna einhverjum um missi. Sannleikurinn er hins vegar sá að fíknin og andlegu veikindin eru eini raunverulegi óvinurinn í þessu tilfelli.“ View this post on Instagram A post shared by Nick Carter (@nickcarter) Backstreet Boys minntust Aarons á tónleikum Á sunnudaginn héldu Backstreet Boys tónleika á O2 leikvanginum í London. Nýttu þeir tækifærið til þess að heiðra minningu Aarons. „Í kvöld erum við sorgmæddir, því við misstum einn úr fjölskyldunni okkar í gær,“ sagði Backstreet Boys meðlimurinn Kevin Richardson. Myndskeið frá tónleikunum hefur gengið um netið þar sem má sjá Nick Carter í miklu uppnámi. Hljómsveitin flutti lagið Breathe og tileinkuðu þeir lagið Aaroni. Hollywood Tónlist Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Aaron Carter látinn 34 ára Söngvarinn Aaron Carter er látinn 34 aðeins ára gamall. Fjölmiðlar ytra greina frá því að hann hafi látist í baðkarinu heima hjá sér. Ekki er grunur um saknæma háttsemi. 5. nóvember 2022 20:23 Aaron Carter segir opinberlega frá tvíkynhneigð sinni Carter tilkynnti um kynhneigð sína í færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. 7. ágúst 2017 14:26 Líflátshótanir bróðurins í garð óléttrar eiginkonu leiddu til nálgunarbanns Nick Carter, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, hefur fengið nálgunarbann á bróður sinn, Aaron Carter, eftir að sá síðarnefndi hótaði óléttri eiginkonu Nicks lífláti. 18. september 2019 13:47 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Hilary og Aaron byrjuðu fyrst saman árið 2001 og áttu svo í slitróttu sambandi til ársins 2004. Voru þau sannkallað stjörnupar, enda tvær af stærstu unglingastjörnum þess tíma. Þá vakti sambandið sérstaka athygli eftir að Aaron kom fram í þætti af Lizzie McGuire, þar sem Hilary fór með aðalhlutverk. Ástin sem hann missti frá sér Aaron hafði glímt við mikinn fíknivanda áður en hann fannst látinn í baðkari á heimili sínu á laugardaginn. Í gegnum tíðina hafði hann reglulega minnst á Hilary í viðtölum og talað um hana sem ástina sem hann missti frá sér. Þá sagðist hann vera staðráðinn í því að koma sér inn á beinu brautina og vinna Hilary til baka - svo varð þó aldrei. „Þú bjóst yfir sjarma sem var engu líkur... Ó hvað ég elskaði þig heitt á okkar unglingsárum,“ skrifaði Hilary á Instagram síðu sinni um leið og hún sendi ást til fjölskyldu hans. Aaron Carter og Hilary Duff á frumsýningu á myndinni The Lizzie McGuire Movie árið 2004.Getty/L.Cohen Á fjölmargar minningar með Aaroni Hilary var ekki eina unglingastjarnan sem Aaron átti í ástarsambandi við, því hann var einnig í sambandi með leikkonunni Lindsay Lohan um skeið. Lindsay minntist Aarons í viðtali við Access Hollywood. Þar talaði hún um þær fjölmörgu minningar sem hún á með honum. Hún sagðist þó ekki hafa heyrt í Aaroni í langan tíma. Þá sendi hún samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Aaron Carter og Lindsay Lohan voru par.Instagram Fíknin og andlegu veikindin eini óvinurinn Bróðir Aarons er Nick Carter, meðlimur hljómsveitarinnar The Backstreet Boys. Hljómsveitin var á tónleikaferðalagi þegar fregnir af andláti Aarons bárust. Bræðurnir höfðu átt í stormasömu sambandi síðustu ár og hafði Nick meðal annars fengið nálgunarbann á Aaron, eftir að Aaron hafði hótað óléttri eiginkonu hans lífláti. „Þrátt fyrir að samband okkar hafi verið fólkið, hefur ást mín á honum aldrei dofnað. Ég hef alltaf haldið í þá von að hann myndi á endanum finna löngun til þess að komast inn á beinu brautina og leita sér þeirrar hjálpar sem hann þurfti svo mikið á að halda,“ skrifaði Nick á Instagram á sunnudaginn. „Stundum vill maður kenna einhverjum um missi. Sannleikurinn er hins vegar sá að fíknin og andlegu veikindin eru eini raunverulegi óvinurinn í þessu tilfelli.“ View this post on Instagram A post shared by Nick Carter (@nickcarter) Backstreet Boys minntust Aarons á tónleikum Á sunnudaginn héldu Backstreet Boys tónleika á O2 leikvanginum í London. Nýttu þeir tækifærið til þess að heiðra minningu Aarons. „Í kvöld erum við sorgmæddir, því við misstum einn úr fjölskyldunni okkar í gær,“ sagði Backstreet Boys meðlimurinn Kevin Richardson. Myndskeið frá tónleikunum hefur gengið um netið þar sem má sjá Nick Carter í miklu uppnámi. Hljómsveitin flutti lagið Breathe og tileinkuðu þeir lagið Aaroni.
Hollywood Tónlist Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Aaron Carter látinn 34 ára Söngvarinn Aaron Carter er látinn 34 aðeins ára gamall. Fjölmiðlar ytra greina frá því að hann hafi látist í baðkarinu heima hjá sér. Ekki er grunur um saknæma háttsemi. 5. nóvember 2022 20:23 Aaron Carter segir opinberlega frá tvíkynhneigð sinni Carter tilkynnti um kynhneigð sína í færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. 7. ágúst 2017 14:26 Líflátshótanir bróðurins í garð óléttrar eiginkonu leiddu til nálgunarbanns Nick Carter, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, hefur fengið nálgunarbann á bróður sinn, Aaron Carter, eftir að sá síðarnefndi hótaði óléttri eiginkonu Nicks lífláti. 18. september 2019 13:47 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Aaron Carter látinn 34 ára Söngvarinn Aaron Carter er látinn 34 aðeins ára gamall. Fjölmiðlar ytra greina frá því að hann hafi látist í baðkarinu heima hjá sér. Ekki er grunur um saknæma háttsemi. 5. nóvember 2022 20:23
Aaron Carter segir opinberlega frá tvíkynhneigð sinni Carter tilkynnti um kynhneigð sína í færslu á Twitter-reikningi sínum í dag. 7. ágúst 2017 14:26
Líflátshótanir bróðurins í garð óléttrar eiginkonu leiddu til nálgunarbanns Nick Carter, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar Backstreet Boys, hefur fengið nálgunarbann á bróður sinn, Aaron Carter, eftir að sá síðarnefndi hótaði óléttri eiginkonu Nicks lífláti. 18. september 2019 13:47