„Vissi ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 17:31 Hilmar Pétursson var með íslenska landsliðinu í undankeppni HM í ágúst og er bjartsýnn á gott gengi gegn Georgíu í leiknum mikilvæga á föstudaginn. vísir/Arnar Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson segist njóta sín vel í Þýskalandi þrátt fyrir að það hafi verið stórt stökk að fara frá Breiðabliki og út í atvinnumennsku í sumar. Hann er þakklátur fyrir að vera í íslenska landsliðshópnum sem á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn en mætir Georgíu í afar krefjandi leik á föstudaginn. Hilmar, sem er uppalinn hjá Haukum, fór frá Breiðabliki til Münster í þýsku B-deildinni eftir að hafa átt frábært tímabil í Subway-deildinni síðasta vetur. „Það gengur bara vel. Það tók smátíma að aðlagast hlutunum úti. Það er meiri strúktúr í körfuboltanum og við erum að gera allt öðruvísi hluti en við gerðum í Breiðabliki í fyrra, en ég er kominn á flott ról og veit mitt hlutverk núna,“ segir Hilmar, ánægður með vistaskiptin til Þýskalands: „Ég tel að þetta hafi verið mjög gott skref. Ég er líka mjög heppinn með borgina sem ég er í og get ekki beðið um neitt betra. En ég hef þurft að fullorðnast mjög hratt. Áður en ég flutti út vissi ég ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið þegar ég væri að elda. En þetta er mjög skemmtilegt og gaman að læra á þetta,“ segir Hilmar og honum hefur einnig gengið vel að aðlagast nýju liði: „Jú, mjög vel. Liðsfélagarnir tóku manni opnum örmum og hafa hjálpað manni að komast inn í sitt hlutverk. Ég er mjög sáttur.“ Fylgist áfram vel með íslenska körfuboltanum Hilmar hefur fylgst með góðu gengi sinna gömlu liðsfélaga í Breiðabliki og fleirum úr fjarlægð í vetur: „Já, og ekki bara Blikum heldur bara íslenskum körfubolta, karla og kvenna. Mér finnst gaman að koma heim eftir æfingar og sjá leiki sem eru í gangi. Ég reyni að horfa á sem mest. Ég segi að þeir [Blikar] séu með betra lið en í fyrra. Það er eins gott að þeir geri eitthvað gott úr þessu,“ segir Hilmar léttur. Eins og fyrr segir á Ísland möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn, jafnvel á næstu sex dögum ef liðinu tekst að vinna Georgíu á föstudagskvöld í Laugardalshöll og svo Úkraínu í Lettlandi á mánudaginn. „Heppinn að fá að vera með í þessum hópi“ „Þetta er ótrúlegt. Ég vissi ekki að ég myndi verða partur af þessu strax en ég er heppinn að fá að vera með í þessum hópi. Ég er mjög bjartsýnn og held að við eigum góðan séns í þessi tvö lið sem bíða okkar,“ segir Hilmar sem var í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í leikjunum tveimur gegn Spáni og Úkraínu í ágúst. Hilmar veit vel hve mikilvægur leikurinn við Georgíumenn, sem mættu til Íslands í dag, er enda liðin í harðri baráttu um HM-sæti: „Ég held að við munum taka þá, ef allt fer vel. Ég veit þó ekki mikið um georgíska liðið en þarna er að minnsta kosti einn fyrrverandi NBA-leikmaður [Tornike Shengelia]. En við hugsum bara um okkur. Spilum góða vörn og góða sókn, og þá held ég að við vinnum.“ Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur og þegar þetta er skrifað eru örfáir miðar eftir. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Hilmar, sem er uppalinn hjá Haukum, fór frá Breiðabliki til Münster í þýsku B-deildinni eftir að hafa átt frábært tímabil í Subway-deildinni síðasta vetur. „Það gengur bara vel. Það tók smátíma að aðlagast hlutunum úti. Það er meiri strúktúr í körfuboltanum og við erum að gera allt öðruvísi hluti en við gerðum í Breiðabliki í fyrra, en ég er kominn á flott ról og veit mitt hlutverk núna,“ segir Hilmar, ánægður með vistaskiptin til Þýskalands: „Ég tel að þetta hafi verið mjög gott skref. Ég er líka mjög heppinn með borgina sem ég er í og get ekki beðið um neitt betra. En ég hef þurft að fullorðnast mjög hratt. Áður en ég flutti út vissi ég ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið þegar ég væri að elda. En þetta er mjög skemmtilegt og gaman að læra á þetta,“ segir Hilmar og honum hefur einnig gengið vel að aðlagast nýju liði: „Jú, mjög vel. Liðsfélagarnir tóku manni opnum örmum og hafa hjálpað manni að komast inn í sitt hlutverk. Ég er mjög sáttur.“ Fylgist áfram vel með íslenska körfuboltanum Hilmar hefur fylgst með góðu gengi sinna gömlu liðsfélaga í Breiðabliki og fleirum úr fjarlægð í vetur: „Já, og ekki bara Blikum heldur bara íslenskum körfubolta, karla og kvenna. Mér finnst gaman að koma heim eftir æfingar og sjá leiki sem eru í gangi. Ég reyni að horfa á sem mest. Ég segi að þeir [Blikar] séu með betra lið en í fyrra. Það er eins gott að þeir geri eitthvað gott úr þessu,“ segir Hilmar léttur. Eins og fyrr segir á Ísland möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn, jafnvel á næstu sex dögum ef liðinu tekst að vinna Georgíu á föstudagskvöld í Laugardalshöll og svo Úkraínu í Lettlandi á mánudaginn. „Heppinn að fá að vera með í þessum hópi“ „Þetta er ótrúlegt. Ég vissi ekki að ég myndi verða partur af þessu strax en ég er heppinn að fá að vera með í þessum hópi. Ég er mjög bjartsýnn og held að við eigum góðan séns í þessi tvö lið sem bíða okkar,“ segir Hilmar sem var í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í leikjunum tveimur gegn Spáni og Úkraínu í ágúst. Hilmar veit vel hve mikilvægur leikurinn við Georgíumenn, sem mættu til Íslands í dag, er enda liðin í harðri baráttu um HM-sæti: „Ég held að við munum taka þá, ef allt fer vel. Ég veit þó ekki mikið um georgíska liðið en þarna er að minnsta kosti einn fyrrverandi NBA-leikmaður [Tornike Shengelia]. En við hugsum bara um okkur. Spilum góða vörn og góða sókn, og þá held ég að við vinnum.“ Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur og þegar þetta er skrifað eru örfáir miðar eftir.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira