Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:00 Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. Við skiljum öll hversu þung staða fjölskyldna er í kjölfar þess að foreldri barns fellur frá. Flest þekkjum við dæmi þessa og að aðstæður þessara fjölskyldna eru innbyrðis ólíkar. Stundum hefur verið langur aðdragandi að andlátinu en í öðrum tilvikum stuttur eða jafnvel enginn. Í ofanálag við lífsins stærstu sorg þessara barna þá glímir það foreldri sem eftir stendur við flóknar aðstæður og erfiðar og alveg nýjan veruleika. Í ofanálag kemur til tekjumissir heimilis og í einhverjum tilvikum fjárhagsáhyggjur honum samhliða. Það á auðvitað ekki síst við þar sem foreldrar eru ungir að árum. Sorgarleyfi veitir stuðning fyrir barnafjölskyldur Það er af þessari ástæðu að ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis fyrir þær fjölskyldur þar sem börn undir 18 ára aldri hafa misst foreldri. Það skiptir miklu að eftirlifandi foreldri fái þá nauðsynlegt svigrúm til sorgarúrvinnslu og jafnframt svigrúm til að vera til staðar fyrir barn sitt eða börn eftir andlát makans. Hugsunin hér að baki er því ekki síst hagsmunir barnanna sem í hluti eiga. Með frumvarpinu er því lagt til að þeir foreldrar barna yngri en 18 ára að aldri sem missa maka sinn fái heimild til að taka allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Leyfið verði hægt að taka á 24 mánaða tímabili frá andláti makans. Þar eru líka lagðar til útfærslur vegna mismunandi aðstæðna fólks á vinnumarkaði og um styrk í tilviki námsmanna. Áhrif sorgar á fjölskyldur viðurkennd Það skiptir máli að viðurkenna áhrif sorgar á fjölskyldur í kjölfar þess að barn missir foreldri. Stórt skref var stigið þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn síðastliðið sumar. Miklu skiptir að styðja eftirlifandi foreldri barna á sama hátt þegar manneskja verður fyrir því að missa maka sinn. Samfélagið á að styðja við þessi börn og foreldra þeirra og getur meðal annars gert það á þennan hátt. Þessi lagabreyting kæmi börnum þessara fjölskyldna til góða og yrði til að auðvelda eftirlifandi foreldri fyrstu skrefin í nýjum veruleika. Sjónarmið Barnasáttmálans eru líka vegvísir í þeim efnum. Sorgarmiðstöðin og Krabbameinsfélag Íslands hafa bent á mikilvægi þess að lög í þessa veruna verði sett. Þetta er sömuleiðis sá hópur syrgjenda sem hefur ekki tök á að því að taka sér launalaust leyfi og hefur í einhverjum tilvikum þegar fullnýtt veikindarétt þegar að andlátinu kemur. Foreldrar í þessari stöðu eru nú alfarið háðir skilningi vinnuveitanda sem og því að vinnuveitandi hafi svigrúm til að veita frí eða sveigjanleika þegar sorgin knýr dyra. Að þessu leyti er þessi löggjöf einnig liður í því að vinnuveitandi geti veitt þetta svigrúm fyrir starfsmann sinn á erfiðum tímum. Þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma Á þennan hátt er fjölskyldum veittur þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma í lífi þeirra sem og fjárhagsstuðningur til að mæta tekjutapi. Lagt er til að miðað verði við að mánaðarleg greiðsla skuli nema 80% af meðaltali heildarlauna en 600 þús. kr. að hámarki á mánuði. Miðað er við að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða skertu starfshlutfalli og einnig yfir lengra tímabil. Réttindi foreldra í þessum aðstæðum verði einfaldlega sambærileg réttarstöðu þeirra foreldra sem misst hafa barn. Það er einlæg von mín að Alþingi geti sameinast um þetta frumvarp og veitt fjölskyldum þennan samfélagslega stuðning í kjölfar andláts foreldris. Í því felast falleg og sterk skilaboð um að við ætlum að vera til staðar sem samfélag fyrir þau börn sem missa foreldri sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Fjölskyldumál Alþingi Félagsmál Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. Við skiljum öll hversu þung staða fjölskyldna er í kjölfar þess að foreldri barns fellur frá. Flest þekkjum við dæmi þessa og að aðstæður þessara fjölskyldna eru innbyrðis ólíkar. Stundum hefur verið langur aðdragandi að andlátinu en í öðrum tilvikum stuttur eða jafnvel enginn. Í ofanálag við lífsins stærstu sorg þessara barna þá glímir það foreldri sem eftir stendur við flóknar aðstæður og erfiðar og alveg nýjan veruleika. Í ofanálag kemur til tekjumissir heimilis og í einhverjum tilvikum fjárhagsáhyggjur honum samhliða. Það á auðvitað ekki síst við þar sem foreldrar eru ungir að árum. Sorgarleyfi veitir stuðning fyrir barnafjölskyldur Það er af þessari ástæðu að ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis fyrir þær fjölskyldur þar sem börn undir 18 ára aldri hafa misst foreldri. Það skiptir miklu að eftirlifandi foreldri fái þá nauðsynlegt svigrúm til sorgarúrvinnslu og jafnframt svigrúm til að vera til staðar fyrir barn sitt eða börn eftir andlát makans. Hugsunin hér að baki er því ekki síst hagsmunir barnanna sem í hluti eiga. Með frumvarpinu er því lagt til að þeir foreldrar barna yngri en 18 ára að aldri sem missa maka sinn fái heimild til að taka allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Leyfið verði hægt að taka á 24 mánaða tímabili frá andláti makans. Þar eru líka lagðar til útfærslur vegna mismunandi aðstæðna fólks á vinnumarkaði og um styrk í tilviki námsmanna. Áhrif sorgar á fjölskyldur viðurkennd Það skiptir máli að viðurkenna áhrif sorgar á fjölskyldur í kjölfar þess að barn missir foreldri. Stórt skref var stigið þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn síðastliðið sumar. Miklu skiptir að styðja eftirlifandi foreldri barna á sama hátt þegar manneskja verður fyrir því að missa maka sinn. Samfélagið á að styðja við þessi börn og foreldra þeirra og getur meðal annars gert það á þennan hátt. Þessi lagabreyting kæmi börnum þessara fjölskyldna til góða og yrði til að auðvelda eftirlifandi foreldri fyrstu skrefin í nýjum veruleika. Sjónarmið Barnasáttmálans eru líka vegvísir í þeim efnum. Sorgarmiðstöðin og Krabbameinsfélag Íslands hafa bent á mikilvægi þess að lög í þessa veruna verði sett. Þetta er sömuleiðis sá hópur syrgjenda sem hefur ekki tök á að því að taka sér launalaust leyfi og hefur í einhverjum tilvikum þegar fullnýtt veikindarétt þegar að andlátinu kemur. Foreldrar í þessari stöðu eru nú alfarið háðir skilningi vinnuveitanda sem og því að vinnuveitandi hafi svigrúm til að veita frí eða sveigjanleika þegar sorgin knýr dyra. Að þessu leyti er þessi löggjöf einnig liður í því að vinnuveitandi geti veitt þetta svigrúm fyrir starfsmann sinn á erfiðum tímum. Þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma Á þennan hátt er fjölskyldum veittur þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma í lífi þeirra sem og fjárhagsstuðningur til að mæta tekjutapi. Lagt er til að miðað verði við að mánaðarleg greiðsla skuli nema 80% af meðaltali heildarlauna en 600 þús. kr. að hámarki á mánuði. Miðað er við að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða skertu starfshlutfalli og einnig yfir lengra tímabil. Réttindi foreldra í þessum aðstæðum verði einfaldlega sambærileg réttarstöðu þeirra foreldra sem misst hafa barn. Það er einlæg von mín að Alþingi geti sameinast um þetta frumvarp og veitt fjölskyldum þennan samfélagslega stuðning í kjölfar andláts foreldris. Í því felast falleg og sterk skilaboð um að við ætlum að vera til staðar sem samfélag fyrir þau börn sem missa foreldri sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun