Fleiri konur undir fertugt greinast með krabbamein í brjósti en leghálsi Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 10. nóvember 2022 08:00 Á síðustu tuttugu árum hafa 215 konur undir fertugt greinst með brjóstakrabbamein á sama tíma hafa 156 konur undir fertugt greinst með leghálskrabbamein. Þannig að ellefu konur yngri en fertugar greinast með brjóstakrabbamein árlega að meðtali á sama tíma greinast átta konur með leghálskrabbamein. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra. Konur fá boð fertugar en er það of seint? Frá 23 ára aldri fá konur á Íslandi boð í skimun fyrir leghálskrabbameini en íslenskar konur eru orðnar fertugar þegar að þær fá fyrst boð í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Ef að þær panta sér tíma og mæta áður en þær verða fertugar þá hefur þeim hreinlega verið vísað í burtu. Dæmi eru til um það að konum hefur verið vísað í burtu vegna þess eins að vera ekki orðnar fertugar þrátt fyrir að vera 39 ára. Jafnvel þó að um ellefu konur á ári eru að greinast undir fertugt. Aukið flækjustig minnkar líkur á að leyta sér aðstoðar Það er ekki í lagi að konum sé vísað burt og þær fái ekki þjónustu. Þær þurfa að fara fyrst til heimilislæknis og svo kannski komast þær í skimun. Talað hefur verið um að íslenskar konur mæti allra verst á Norðulöndum í skimun og því ber okkur að tryggja það að konur mæti og ef þær mæta þá sé flækjustigið ekki of mikið. Við vitum að það er mun ólíklegra að einstaklingur mætir ef hann þarf að fara á marga staði. Það að konur undir 40 ára eigi fyrst að fara til heimilislæknis áður en þær fara á leitarstöð eykur flækjustig og eykur líkurnar á því að konur bíði til fertugs með það að fara. Mikilvægt að allar konur frá 30 til 40 ára hafi greiðan aðgang að skimun Á síðustu 20 árum hafa 823 konur látist vegna brjóstakrabbameins eða 41 kona á ári að meðaltali. Brjóstakrabbamein er það krabbamein sem að dregur hvað flestar konur á Íslandi til dauða á eftir lungnakrabbameini. Það er mjög mikilvægt að brugðist verði við þessum upplýsingum og að allar konur 30 ára og eldri eigi greiðan aðgang að því að koma í skimun og sé ekki vísað í burtu vegna þess að þær séu ekki búnar að fá tilvísun frá heimilislækni eða orðnar fertugar. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Heilbrigðismál Píratar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu tuttugu árum hafa 215 konur undir fertugt greinst með brjóstakrabbamein á sama tíma hafa 156 konur undir fertugt greinst með leghálskrabbamein. Þannig að ellefu konur yngri en fertugar greinast með brjóstakrabbamein árlega að meðtali á sama tíma greinast átta konur með leghálskrabbamein. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra. Konur fá boð fertugar en er það of seint? Frá 23 ára aldri fá konur á Íslandi boð í skimun fyrir leghálskrabbameini en íslenskar konur eru orðnar fertugar þegar að þær fá fyrst boð í skimun fyrir brjóstakrabbameini. Ef að þær panta sér tíma og mæta áður en þær verða fertugar þá hefur þeim hreinlega verið vísað í burtu. Dæmi eru til um það að konum hefur verið vísað í burtu vegna þess eins að vera ekki orðnar fertugar þrátt fyrir að vera 39 ára. Jafnvel þó að um ellefu konur á ári eru að greinast undir fertugt. Aukið flækjustig minnkar líkur á að leyta sér aðstoðar Það er ekki í lagi að konum sé vísað burt og þær fái ekki þjónustu. Þær þurfa að fara fyrst til heimilislæknis og svo kannski komast þær í skimun. Talað hefur verið um að íslenskar konur mæti allra verst á Norðulöndum í skimun og því ber okkur að tryggja það að konur mæti og ef þær mæta þá sé flækjustigið ekki of mikið. Við vitum að það er mun ólíklegra að einstaklingur mætir ef hann þarf að fara á marga staði. Það að konur undir 40 ára eigi fyrst að fara til heimilislæknis áður en þær fara á leitarstöð eykur flækjustig og eykur líkurnar á því að konur bíði til fertugs með það að fara. Mikilvægt að allar konur frá 30 til 40 ára hafi greiðan aðgang að skimun Á síðustu 20 árum hafa 823 konur látist vegna brjóstakrabbameins eða 41 kona á ári að meðaltali. Brjóstakrabbamein er það krabbamein sem að dregur hvað flestar konur á Íslandi til dauða á eftir lungnakrabbameini. Það er mjög mikilvægt að brugðist verði við þessum upplýsingum og að allar konur 30 ára og eldri eigi greiðan aðgang að því að koma í skimun og sé ekki vísað í burtu vegna þess að þær séu ekki búnar að fá tilvísun frá heimilislækni eða orðnar fertugar. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar