Klopp hrósaði „algjörlega stórkostlegum“ Kelleher eftir að hann vann enn eina vítakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2022 09:00 Caoimhin Kelleher ver spyrnu Lewis Dobbin. getty/Nathan Stirk Caoimhin Kelleher var enn og aftur hetja Liverpool í vítaspyrnukeppni þegar liðið sló C-deildarlið Derby County úr leik í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. Kelleher varði þrjár spyrnur frá leikmönnum Derby í vítakeppninni sem þurfti að grípa til eftir að hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma. Þetta var í fjórða sinn sem Liverpool vinnur vítakeppni með Kelleher í markinu. Enginn markvörður í sögu félagsins hefur unnið fleiri vítakeppnir. Írinn hefur aðeins spilað átján leiki fyrir Liverpool og vinnur því vítakeppni nánast í fjórða hverjum leik. Tonight was Caoimhín Kelleher's fourth penalty shootout win That's more than any goalkeeper in our history pic.twitter.com/IkNte7fU9v— Liverpool FC (@LFC) November 9, 2022 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum sáttur með markvörðinn unga eftir leikinn í gær en var undrandi þegar honum var sagt frá tölfræði hans í vítakeppnum. „Í sögunni? Vá. Þetta voru virkilega góð víti. Þau voru öll á leiðinni í hornin. Hann er algjörlega stórkostlegur. Hann er nútíma markvörður. Yfirvegaður, getur spilað fótbolta og komið í veg fyrir að boltinn fari í netið,“ sagði Klopp. „Ég er í skýjunum með hann. Þegar hann brosir veistu hversu miklu máli þetta skiptir fyrir hann. Hann á nóg eftir.“ Kelleher varði frá Conor Hourihane, Craig Forsyth og Lewis Dobbin í vítakeppninni. Harvey Elliott tryggði Rauða hernum svo farseðilinn í 4. umferð með því að skora úr fimmtu og síðustu spyrnu liðsins. Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Kelleher varði þrjár spyrnur frá leikmönnum Derby í vítakeppninni sem þurfti að grípa til eftir að hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma. Þetta var í fjórða sinn sem Liverpool vinnur vítakeppni með Kelleher í markinu. Enginn markvörður í sögu félagsins hefur unnið fleiri vítakeppnir. Írinn hefur aðeins spilað átján leiki fyrir Liverpool og vinnur því vítakeppni nánast í fjórða hverjum leik. Tonight was Caoimhín Kelleher's fourth penalty shootout win That's more than any goalkeeper in our history pic.twitter.com/IkNte7fU9v— Liverpool FC (@LFC) November 9, 2022 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum sáttur með markvörðinn unga eftir leikinn í gær en var undrandi þegar honum var sagt frá tölfræði hans í vítakeppnum. „Í sögunni? Vá. Þetta voru virkilega góð víti. Þau voru öll á leiðinni í hornin. Hann er algjörlega stórkostlegur. Hann er nútíma markvörður. Yfirvegaður, getur spilað fótbolta og komið í veg fyrir að boltinn fari í netið,“ sagði Klopp. „Ég er í skýjunum með hann. Þegar hann brosir veistu hversu miklu máli þetta skiptir fyrir hann. Hann á nóg eftir.“ Kelleher varði frá Conor Hourihane, Craig Forsyth og Lewis Dobbin í vítakeppninni. Harvey Elliott tryggði Rauða hernum svo farseðilinn í 4. umferð með því að skora úr fimmtu og síðustu spyrnu liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira