Njósnamál komið upp á EM kvenna í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 09:31 Jelena Lavko ræðir við þjálfara sinn í landsleik með Serbíu. Hún er mjög ósátt með njósnir mótherja sinna. Getty/Andre Weening Evrópumót kvenna í handbolta er í fullum gangi en það er mikið hitamál komið upp á milli tveggja þjóða úr gömlu Júgóslavíu. Serbar eru dottnir úr leik en eru mjög ósáttir með að hafa uppgötvað það að það hafi verið njósnað um liðið þeirra á lokaðri æfingu fyrir mikilvægan leik. Serbía og Slóvenía spiluðu hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferð riðilsins. Liðin voru í riðli með Norðurlandaþjóðunum Danmörku og Svíþjóð. Sportbladet í Svíþjóð fjallar um málið.Instagram Slóvenía vann leikinn 27-24 og sendi því Serbíu heim af EM. Eftir leikinn sökuðu Serbar Slóvena um að taka upp myndband af lokaðri æfingu sinni fyrir leikinn en sú æfing fór fram í sama sal og liðin mættust síðan daginn eftir. Sportblaðið í Svíþjóð fjallar um málið og vísar þá í umfjöllun í serbneskum miðlum. Jelena Lavkov, fyrirliði Serbíu, ræddi þetta mál við serbneska fjölmiðilinn Novosti. Hún segir að Serbar hafi fundið farsíma og iPad í höllinni sem voru stillt til að taka upp æfinguna. Blaðið sýndi líka mynd af þessum njósnabúnaði þar sem pappaspjald var til að fela símann fyrir utan gatið fyrir myndavélina. Serbarnir fundu þessar upptökugræjur og tóku mynd af henni. „Þetta var sett upp til að mynda okkur,“ sagði Jelena Lavkov. Serbarnir voru reyndar í ágætum málum enda 15-13 yfir í hálfleik og komst þremur mörkum yfir í upphafi þess síðari. Slóvenarnir tóku þá öll völd og skoruðu fimm mörk í röð og voru síðan mest komnir fimm mörkum yfir í leiknum. EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira
Serbar eru dottnir úr leik en eru mjög ósáttir með að hafa uppgötvað það að það hafi verið njósnað um liðið þeirra á lokaðri æfingu fyrir mikilvægan leik. Serbía og Slóvenía spiluðu hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli í lokaumferð riðilsins. Liðin voru í riðli með Norðurlandaþjóðunum Danmörku og Svíþjóð. Sportbladet í Svíþjóð fjallar um málið.Instagram Slóvenía vann leikinn 27-24 og sendi því Serbíu heim af EM. Eftir leikinn sökuðu Serbar Slóvena um að taka upp myndband af lokaðri æfingu sinni fyrir leikinn en sú æfing fór fram í sama sal og liðin mættust síðan daginn eftir. Sportblaðið í Svíþjóð fjallar um málið og vísar þá í umfjöllun í serbneskum miðlum. Jelena Lavkov, fyrirliði Serbíu, ræddi þetta mál við serbneska fjölmiðilinn Novosti. Hún segir að Serbar hafi fundið farsíma og iPad í höllinni sem voru stillt til að taka upp æfinguna. Blaðið sýndi líka mynd af þessum njósnabúnaði þar sem pappaspjald var til að fela símann fyrir utan gatið fyrir myndavélina. Serbarnir fundu þessar upptökugræjur og tóku mynd af henni. „Þetta var sett upp til að mynda okkur,“ sagði Jelena Lavkov. Serbarnir voru reyndar í ágætum málum enda 15-13 yfir í hálfleik og komst þremur mörkum yfir í upphafi þess síðari. Slóvenarnir tóku þá öll völd og skoruðu fimm mörk í röð og voru síðan mest komnir fimm mörkum yfir í leiknum.
EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Sjá meira