Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu. Á öðrum ársfjórðungi ársins var hlutfall lausra starfa 5,2 prósent og lækkar því um 1,6 prósentustig. Hlutfall lausra starfa var svipað fyrir ári síðan eða 3,8 prósent. Fjöldi mannaðra starfa hefur aukist um 12.560 milli ára.
Hlutfall lausra starfa er hæst í byggingariðnaði, 9,3 prósent, menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi, 6,6 prósent, og rekstri veitinga- og gististaða, 5,4 prósent.