„Stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2022 12:31 Baldur Þór Ragnarsson hefur skrifað undir samning þess efnis að starfa áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfari næstu árin. vísir/Arnar Eftir að hafa verið einum sigri frá því að gera Tindastól að Íslandsmeistara í körfubolta í fyrsta sinn söðlaði Baldur Þór Ragnarsson um í sumar og tók til starfa hjá þýska stórliðinu Ratiopharm Ulm. Baldur þjálfar varalið Ratiopharm en er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari og því með augun á leiknum mikilvæga við Georgíu í Laugardalshöll í kvöld. Vísi gafst þó tækifæri til þess fyrr í vikunni að spyrja þjálfarann út í starfið í Þýskalandi. „Þetta er risaklúbbur, einn stærsti klúbburinn í Þýskalandi, með lið sem er í Eurocup. Ég er að þjálfa „development“-liðið. Öll þessi stóru félög eru með slíkt lið. Ég er með sex gaura sem rokka á milli mín og þeirra, og svo er ég líka með yngri menn í mínu liði, og við spilum í Pro B-deildinni sem er sú þriðja í Þýskalandi,“ segir Baldur sem hefur þurft að læra hratt í haust þó að tungumálið hafi ekki verið nein hindrun í þjálfuninni. „Maður er að læra á nýtt umhverfi. Maður kannski var stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna. Það er þroskandi að fara aftur inn í þannig aðstæður. Maður er að læra á nýja menningu og aðeins öðruvísi körfubolta en við spilum hér heima. Svo er líka svo mikið meira af fólki þarna en ég er vanur, svo þetta er allt stærra „concept“ en maður er vanur. Iðkendur í klúbbnum eru svo ógeðslega (!) margir miðað við það sem ég hef séð hérna á Íslandi, og maður er bara að reyna að ná utan um þetta. En þegar allt kemur til alls þá einbeiti ég mér bara að því að þjálfa mitt lið og reyna að gera liðið og mína leikmenn betri, svo það er svipað og ég er vanur,“ segir Baldur sem eins og fyrr segir hefur ekki þurft að nota þýskuna í sínu starfi. Tungumálið stór hindrun í barneignum „Vinnan mín er á ensku en það var örugglega mest krefjandi að eignast barn í Þýskalandi og koma inn í læknatíma og annað, þar sem var bara byrjað að tala við mann á þýsku og svo farið að leita að einhverjum sem gæti talað ensku. Það var alveg stór hindrun,“ segir Baldur léttur. Klippa: Baldur um nýja starfið og stórleikinn í kvöld Eins og fyrr segir á Ísland fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik við Georgíu í kvöld. Ísland á möguleika á að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. „Ég held að við verðum bara að takast á við þetta eins og allt annað. Við fórum í ákveðin kynslóðaskipti þegar Hlynur og Jón Arnór og fleiri duttu út úr þessu, og síðan þá hefur þetta verið ákveðin vegferð. Það er ekkert svakalega langt síðan að við töpuðum fyrir Kósovó í Kósovó með tveimur stigum, og vorum bara rankaðir sem ekkert sérlega sterk körfuboltaþjóð. Strákarnir eru núna búnir að fá meiri reynslu og allir orðnir betri í körfubolta, og það er kominn sterkari kúltúr í þetta. Við erum alla vega búnir að ná í góð úrslit en á sama tíma erum við auðmjúkir og vitum að við erum alltaf litli karlinn,“ segir Baldur sem í viðtalinu hér að ofan ræðir einnig um sterkt lið Georgíumanna sem hafa nokkra frábæra leikmenn í sínum röðum. Leikur Íslands og Georgíu í Laugardalshöll í kvöld hefst klukkan 19:30. Uppselt er á leikinn en fjallað verður ítarlega um hann á Vísi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Baldur þjálfar varalið Ratiopharm en er einnig aðstoðarlandsliðsþjálfari og því með augun á leiknum mikilvæga við Georgíu í Laugardalshöll í kvöld. Vísi gafst þó tækifæri til þess fyrr í vikunni að spyrja þjálfarann út í starfið í Þýskalandi. „Þetta er risaklúbbur, einn stærsti klúbburinn í Þýskalandi, með lið sem er í Eurocup. Ég er að þjálfa „development“-liðið. Öll þessi stóru félög eru með slíkt lið. Ég er með sex gaura sem rokka á milli mín og þeirra, og svo er ég líka með yngri menn í mínu liði, og við spilum í Pro B-deildinni sem er sú þriðja í Þýskalandi,“ segir Baldur sem hefur þurft að læra hratt í haust þó að tungumálið hafi ekki verið nein hindrun í þjálfuninni. „Maður er að læra á nýtt umhverfi. Maður kannski var stóri karlinn hérna en verður strax litli karlinn þarna. Það er þroskandi að fara aftur inn í þannig aðstæður. Maður er að læra á nýja menningu og aðeins öðruvísi körfubolta en við spilum hér heima. Svo er líka svo mikið meira af fólki þarna en ég er vanur, svo þetta er allt stærra „concept“ en maður er vanur. Iðkendur í klúbbnum eru svo ógeðslega (!) margir miðað við það sem ég hef séð hérna á Íslandi, og maður er bara að reyna að ná utan um þetta. En þegar allt kemur til alls þá einbeiti ég mér bara að því að þjálfa mitt lið og reyna að gera liðið og mína leikmenn betri, svo það er svipað og ég er vanur,“ segir Baldur sem eins og fyrr segir hefur ekki þurft að nota þýskuna í sínu starfi. Tungumálið stór hindrun í barneignum „Vinnan mín er á ensku en það var örugglega mest krefjandi að eignast barn í Þýskalandi og koma inn í læknatíma og annað, þar sem var bara byrjað að tala við mann á þýsku og svo farið að leita að einhverjum sem gæti talað ensku. Það var alveg stór hindrun,“ segir Baldur léttur. Klippa: Baldur um nýja starfið og stórleikinn í kvöld Eins og fyrr segir á Ísland fyrir höndum gríðarlega mikilvægan leik við Georgíu í kvöld. Ísland á möguleika á að verða minnsta þjóð sögunnar til að komast á HM. „Ég held að við verðum bara að takast á við þetta eins og allt annað. Við fórum í ákveðin kynslóðaskipti þegar Hlynur og Jón Arnór og fleiri duttu út úr þessu, og síðan þá hefur þetta verið ákveðin vegferð. Það er ekkert svakalega langt síðan að við töpuðum fyrir Kósovó í Kósovó með tveimur stigum, og vorum bara rankaðir sem ekkert sérlega sterk körfuboltaþjóð. Strákarnir eru núna búnir að fá meiri reynslu og allir orðnir betri í körfubolta, og það er kominn sterkari kúltúr í þetta. Við erum alla vega búnir að ná í góð úrslit en á sama tíma erum við auðmjúkir og vitum að við erum alltaf litli karlinn,“ segir Baldur sem í viðtalinu hér að ofan ræðir einnig um sterkt lið Georgíumanna sem hafa nokkra frábæra leikmenn í sínum röðum. Leikur Íslands og Georgíu í Laugardalshöll í kvöld hefst klukkan 19:30. Uppselt er á leikinn en fjallað verður ítarlega um hann á Vísi.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira