Flóni og kærasta hans Hrafnkatla Unnarsdóttir greindu frá því í apríl á þessu ári að þau ættu von á sínu fyrsta barni. Síðar birti Hrafnkatla svo fallega óléttumynd þar sem hún greindi frá því að lítill drengur væri á leiðinni.
Flóni tilkynnti um komu drengsins nú í morgun með fallegri mynd sem hann birti á Instagram. Á myndinni má sjá Flóna halda í pínulitla hönd nýfædds sonar síns. Skömmu síðar birti Hrafnkatla ofurkrúttlega mynd af erfingjanum.
Flóni og Hrafnkatla keyptu sér íbúð fyrr á árinu sem þau tóku í gegn. Íbúðin er orðin hin glæsilegasta og má ætla að þar eigi eftir að fara vel um parið og nýja fjölskyldumeðliminn.
