Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Bjarni Jónsson skrifar 11. nóvember 2022 20:01 Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. Þennan tíma var ekki hægt að hringja í neyðarlínuna 112 eða eiga samskipti fólks í milli vegna aðstæðna eða atvika sem kynnu að kalla á neyðaraðstoð. Því miður hafa einmitt átt sér stað allnokkur neyðarlínuútköll af svæðinu að undanförnu, eitt þeirra degi eftir þennan atburð, vegna rjúpnaskyttu sem slasaðist og þurfti á sjúkraflugi að halda frá Blönduósflugvelli. Fjarskiptaöryggi tryggt með tvítengingu Það verður að tryggja tvítengingu fjarskipta við alla byggðakjarna landsins og varaleiðir á landsvísu til að koma í veg fyrir svo alvarlega öryggisbresti. Eftir að hætt var að þjónusta eldri tengingar í gegnum kopar og gömlu heimasímana, samhliða því að skipta átti yfir í ljósleiðara og aðrar fjarskiptaleiðir, hefur skapast óviðunandi millibilsástand fyrir marga vegna þess hve umskiptin eiga sér stað hægt, eða ekki eru til varaleiðir til að tryggja fjarskipti á ögurstundu. Ég hef áður sagt að þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á heimilum sínum, þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli almennt, skiptir máli að svo sé. „Markaðsbrestur“ í öruggum fjarskiptum Það þjóðaröryggi sem ég tala hér um verður ekki tryggt á markaðslegum forsendum af þeim fyrirtækjum sem nú höndla með það fjöregg þjóðarinnar sem fjarskiptin eru. Eitt er að ná að fá einstök svæði tengd, annað og meira að ráðist sé í þær ráðstafanir sem til þarf svo ekki geti átt sér stað slíkt öryggisrof og varð á Skagaströnd og í Skagabyggð. Mikilvægir áfangar hafa náðst á undanförnum árum í að ljósleiðara væða landið. Stefnt er að því að búið verði að leggja ljósleiðara um alla þéttbýlisstaði landsins árið 2025. Nú er í gangi átak í að bæta varaafl fjarskiptasenda og fjármagni varið í það verkefni til að vera betur í stakk búin að takast á við afleiðingar óveðurs á innviði. Skemmst er að minnast þess þegar varð 72 stunda rafmagnsútfall vegna óveðurs í byggðarlögum á Norðurlandi. Allt þetta er vel, en enn vantar samt mikið upp á gagnvart dreifbýlinu og farleiðum um hættulega vegi. Í tilvikum sem þessum þegar leiðarar eru rofnir eins og hér gerðist, þarf fleira að koma til en vel hlaðin batterí fyrir fjarskiptasenda. Eins mikilvægt það er að koma á góðu fjarskiptasambandi um landið, þá verður einnig að tryggja að það sé öllum stundum til staðar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Fjarskipti Skagaströnd Skagabyggð Vinstri græn Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. Þennan tíma var ekki hægt að hringja í neyðarlínuna 112 eða eiga samskipti fólks í milli vegna aðstæðna eða atvika sem kynnu að kalla á neyðaraðstoð. Því miður hafa einmitt átt sér stað allnokkur neyðarlínuútköll af svæðinu að undanförnu, eitt þeirra degi eftir þennan atburð, vegna rjúpnaskyttu sem slasaðist og þurfti á sjúkraflugi að halda frá Blönduósflugvelli. Fjarskiptaöryggi tryggt með tvítengingu Það verður að tryggja tvítengingu fjarskipta við alla byggðakjarna landsins og varaleiðir á landsvísu til að koma í veg fyrir svo alvarlega öryggisbresti. Eftir að hætt var að þjónusta eldri tengingar í gegnum kopar og gömlu heimasímana, samhliða því að skipta átti yfir í ljósleiðara og aðrar fjarskiptaleiðir, hefur skapast óviðunandi millibilsástand fyrir marga vegna þess hve umskiptin eiga sér stað hægt, eða ekki eru til varaleiðir til að tryggja fjarskipti á ögurstundu. Ég hef áður sagt að þessir grunninnviðir hafa grundvallarhlutverki að gegna fyrir almannaöryggi og uppbygging þeirra á að vera órjúfanlegur hluti af þjóðaröryggisstefnu Íslands. Í dag er fjarskiptakerfið ekki skilgreint sem öryggisfjarskiptakerfi en til þess að tryggja öryggi allra hvort sem er á heimilum sínum, þjóðvegum, fjallvegum eða í dreifbýli almennt, skiptir máli að svo sé. „Markaðsbrestur“ í öruggum fjarskiptum Það þjóðaröryggi sem ég tala hér um verður ekki tryggt á markaðslegum forsendum af þeim fyrirtækjum sem nú höndla með það fjöregg þjóðarinnar sem fjarskiptin eru. Eitt er að ná að fá einstök svæði tengd, annað og meira að ráðist sé í þær ráðstafanir sem til þarf svo ekki geti átt sér stað slíkt öryggisrof og varð á Skagaströnd og í Skagabyggð. Mikilvægir áfangar hafa náðst á undanförnum árum í að ljósleiðara væða landið. Stefnt er að því að búið verði að leggja ljósleiðara um alla þéttbýlisstaði landsins árið 2025. Nú er í gangi átak í að bæta varaafl fjarskiptasenda og fjármagni varið í það verkefni til að vera betur í stakk búin að takast á við afleiðingar óveðurs á innviði. Skemmst er að minnast þess þegar varð 72 stunda rafmagnsútfall vegna óveðurs í byggðarlögum á Norðurlandi. Allt þetta er vel, en enn vantar samt mikið upp á gagnvart dreifbýlinu og farleiðum um hættulega vegi. Í tilvikum sem þessum þegar leiðarar eru rofnir eins og hér gerðist, þarf fleira að koma til en vel hlaðin batterí fyrir fjarskiptasenda. Eins mikilvægt það er að koma á góðu fjarskiptasambandi um landið, þá verður einnig að tryggja að það sé öllum stundum til staðar þegar á þarf að halda. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun