Þingmenn ósammála um nauðsyn rannsóknarskýrslu Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. nóvember 2022 20:09 Bjarni Benediktsson segist ekki sjá að Íslandsbankaskýrslan gefi tilefni til skipunar rannsóknarnefndar á vegum Alþingis. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem fréttastofa hefur rætt við um málið, eru ósammála því. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu. Fram kemur að standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Farið var yfir helstu aðfinnslur Ríkisendurskoðunar vegna sölunnar á Vísi í dag. Í lögum er kveðið á um að söluferli hluta ríkisins í fjármálafyrirtæki skuli vera gagnsætt, leitað skuli hæsta verðs og tilboðsgjafar njóti jafnræðis. Það er því ljóst að Ríkisendurskoðun lætur að því liggja að þessi tilteknu lög hafi verið brotin í söluferlinu. Fjármálaráðherra telur svo ekki vera. „Ég sé engar alvarlegar ábendingar um lögbrot í þessari skýrslu það finnst mér nú vera stærsta atriðið,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni segist ánægður með skýrsluna og ekki sé þörf á rannsóknarnefnd Alþingis. „Ég sé ekki slík mál í þessu tilviki sem kalli á slíka rannsókn. Það er bara mín skoðun og aðrir geta verið á annarri skoðun og það er bara í góðu lagi,“ segir hann. Stjórnarandstaðan fer fram á skipun rannsóknarnefndar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um Bjarna í samtali við fréttastofu í dag. „Það liggur alveg fyrir að það er mjög alvarleg gagnrýni á vinnubrögð ráðherra í þessari skýrslu. Það liggur fyrir að ráðherra ber ábyrgð á að tryggja hæsta verð og að jafnræðis sé gætt og það liggur fyrir í þessari skýrslu að svo hafi ekki verið,“ sagði hún og lagði áherslu á mikilvægi þess að skipuð yrði rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til þess að komast að því hver beri ábyrgð á sölunni. Þá sagði hún að öll þjóðin sæi að salan hafi verið klúður og að einhver þurfi að bera ábyrgð á því klúðri. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sló á sama streng og sagði rannsókn Ríkisendurskoðunar ekki duga til. „Á öllum stigum þess sem Ríkisendurskoðun skoðar eru brotalamir. Það segir einfaldlega að það er algjörlega ómöglegt að það séu engar brotalamir á þeim sviðum sem Ríkisendurskoðun skoðar ekki og það segir að það þarf að komast til botns í málinu í heild,“ sagði hann. Ríkisstjórnin og fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á málinu Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að ríkisstjórnin og þá helst fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á því hvers vegna illa tókst til við söluna. „Þegar svona illa tekst til, eins og raunin er í þessu tilviki, jafnvel þó ekki sé búið að fara yfir alla þætti málsins. Við skulum nú athuga það að það á enn þá eftir að athuga það sem snýr að söluráðgjöfunum og auðvitað hinni pólitísku ábyrgð. Þá eru það auðvitað ríkistjórnarflokkarnir og ekki síst fjármálaráðuneytið sem bera höfuðábyrgð á að svona illa tókst til,“ sagði hann. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu. Fram kemur að standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Farið var yfir helstu aðfinnslur Ríkisendurskoðunar vegna sölunnar á Vísi í dag. Í lögum er kveðið á um að söluferli hluta ríkisins í fjármálafyrirtæki skuli vera gagnsætt, leitað skuli hæsta verðs og tilboðsgjafar njóti jafnræðis. Það er því ljóst að Ríkisendurskoðun lætur að því liggja að þessi tilteknu lög hafi verið brotin í söluferlinu. Fjármálaráðherra telur svo ekki vera. „Ég sé engar alvarlegar ábendingar um lögbrot í þessari skýrslu það finnst mér nú vera stærsta atriðið,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni segist ánægður með skýrsluna og ekki sé þörf á rannsóknarnefnd Alþingis. „Ég sé ekki slík mál í þessu tilviki sem kalli á slíka rannsókn. Það er bara mín skoðun og aðrir geta verið á annarri skoðun og það er bara í góðu lagi,“ segir hann. Stjórnarandstaðan fer fram á skipun rannsóknarnefndar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um Bjarna í samtali við fréttastofu í dag. „Það liggur alveg fyrir að það er mjög alvarleg gagnrýni á vinnubrögð ráðherra í þessari skýrslu. Það liggur fyrir að ráðherra ber ábyrgð á að tryggja hæsta verð og að jafnræðis sé gætt og það liggur fyrir í þessari skýrslu að svo hafi ekki verið,“ sagði hún og lagði áherslu á mikilvægi þess að skipuð yrði rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til þess að komast að því hver beri ábyrgð á sölunni. Þá sagði hún að öll þjóðin sæi að salan hafi verið klúður og að einhver þurfi að bera ábyrgð á því klúðri. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sló á sama streng og sagði rannsókn Ríkisendurskoðunar ekki duga til. „Á öllum stigum þess sem Ríkisendurskoðun skoðar eru brotalamir. Það segir einfaldlega að það er algjörlega ómöglegt að það séu engar brotalamir á þeim sviðum sem Ríkisendurskoðun skoðar ekki og það segir að það þarf að komast til botns í málinu í heild,“ sagði hann. Ríkisstjórnin og fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á málinu Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að ríkisstjórnin og þá helst fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á því hvers vegna illa tókst til við söluna. „Þegar svona illa tekst til, eins og raunin er í þessu tilviki, jafnvel þó ekki sé búið að fara yfir alla þætti málsins. Við skulum nú athuga það að það á enn þá eftir að athuga það sem snýr að söluráðgjöfunum og auðvitað hinni pólitísku ábyrgð. Þá eru það auðvitað ríkistjórnarflokkarnir og ekki síst fjármálaráðuneytið sem bera höfuðábyrgð á að svona illa tókst til,“ sagði hann.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Skapa íslenska sundstemningu í New York Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira